Janus Daði: Fæ vonandi að vera í stóru hlutverki Arnar Björnsson skrifar 11. janúar 2017 14:00 Janus Daði Smárason hefur komið eins og hvítur stormsveipur inn í íslenska landsliðið en hann skoraði flest mörk þegar Íslendingar töpuðu með þriggja marka mun fyrir Ungverjum á æfingamótinu í Danmörku. Selfyssingurinn, sem spilar nú með Haukum, hefur samið við Álaborg og mun ganga til liðs við félagið í sumar. Það var staðfest nú um helgina. „Þetta er búið að vera rosalega gaman og mér gekk ágætlega á æfingamótinu fyrir utan Danaleikinn. Seinni hálfleikurinn fannst mér ekki skemmtilegur,“ sagði Janus Daði en hvernig er að koma inn í landsliðshópinn? „Æðislegt. Það er stundum talað um að það sé erfitt að hitta gömlu karlana en þeir taka manni vel. Maður sýnir þeim alla þá virðingu sem þeir eiga skilið og maður fær það þá bara til baka.“ Sjá einnig:HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins Janus Daði vonast til að fá nóg að gera á mótinu í Frakklandi en það skal þó tekið fram að viðtalið var tekið áður en það kom endanlega í ljós að Aron Pálmarsson yrði ekki með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi. „Vonandi heldur þetta áfram að ég fái að vera áfram í nokkuð stóru hlutverki. Mér finnst ég eiga helling í það og fæ vonandi að halda áfram að þroskast og læra á sama tíma.“ Þegar þú skoraðir framhjá Lazlo Nagy í Ungverjaleiknum munaði tölulverðu bæði í hæð og þyngd? „Já, hann er helvíti stór og ég er ekkert sérstaklega stór. Þetta er heimurinn og ef maður ætlar að fá að vinna við þetta og hafa handboltann að atvinnu og það sem maður lifir fyrir er þetta bara partur af þessu. Kostir mínir liggja kannski annars staðar en í hæð og þyngd.“. Það má reikna með því að Janus Daði spili við álíka stóra og sterka menn þegar Ísland mætir Spánverjum í fyrsta leik sínum á HM á morgun. „Spánverjar spila fallegasta handboltann og mér finnst þeir klókastir og ég hlakka til að fá að spila á móti þeim. Að sama skapi eru þeir hávaxnir og stórir en ég er þó vonandi sneggri,“ segir Janus en verður ekki erfitt að leggjast á koddann í kvöld og bíða eftir leiknum? „Jú, en maður þarf bara að koma þessu í rútínu. Þetta er bara eins og hver annar leikur.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira
Janus Daði Smárason hefur komið eins og hvítur stormsveipur inn í íslenska landsliðið en hann skoraði flest mörk þegar Íslendingar töpuðu með þriggja marka mun fyrir Ungverjum á æfingamótinu í Danmörku. Selfyssingurinn, sem spilar nú með Haukum, hefur samið við Álaborg og mun ganga til liðs við félagið í sumar. Það var staðfest nú um helgina. „Þetta er búið að vera rosalega gaman og mér gekk ágætlega á æfingamótinu fyrir utan Danaleikinn. Seinni hálfleikurinn fannst mér ekki skemmtilegur,“ sagði Janus Daði en hvernig er að koma inn í landsliðshópinn? „Æðislegt. Það er stundum talað um að það sé erfitt að hitta gömlu karlana en þeir taka manni vel. Maður sýnir þeim alla þá virðingu sem þeir eiga skilið og maður fær það þá bara til baka.“ Sjá einnig:HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins Janus Daði vonast til að fá nóg að gera á mótinu í Frakklandi en það skal þó tekið fram að viðtalið var tekið áður en það kom endanlega í ljós að Aron Pálmarsson yrði ekki með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi. „Vonandi heldur þetta áfram að ég fái að vera áfram í nokkuð stóru hlutverki. Mér finnst ég eiga helling í það og fæ vonandi að halda áfram að þroskast og læra á sama tíma.“ Þegar þú skoraðir framhjá Lazlo Nagy í Ungverjaleiknum munaði tölulverðu bæði í hæð og þyngd? „Já, hann er helvíti stór og ég er ekkert sérstaklega stór. Þetta er heimurinn og ef maður ætlar að fá að vinna við þetta og hafa handboltann að atvinnu og það sem maður lifir fyrir er þetta bara partur af þessu. Kostir mínir liggja kannski annars staðar en í hæð og þyngd.“. Það má reikna með því að Janus Daði spili við álíka stóra og sterka menn þegar Ísland mætir Spánverjum í fyrsta leik sínum á HM á morgun. „Spánverjar spila fallegasta handboltann og mér finnst þeir klókastir og ég hlakka til að fá að spila á móti þeim. Að sama skapi eru þeir hávaxnir og stórir en ég er þó vonandi sneggri,“ segir Janus en verður ekki erfitt að leggjast á koddann í kvöld og bíða eftir leiknum? „Jú, en maður þarf bara að koma þessu í rútínu. Þetta er bara eins og hver annar leikur.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Fótbolti Cecilía í liði ársins Fótbolti Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Fótbolti Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Elín og Ómar valin handknattleiksfólk ársins Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum Sjá meira