Tillerson segir að reka eigi Kínverja úr Suður-Kínahafi Samúel Karl Ólason skrifar 12. janúar 2017 13:35 Kínverjar héldu nýverið umfangsmiklar heræfingar í Suður-Kínahafi. Vísir/AFP Rex Tillerson, utanríkisráðherraefni Donald Trump, segir að reka eigi Kínverja úr Suður-Kínahafi. Þá eigi að neita þeim aðgangi að eyjum sem stjórnvöld í Kína hafa byggt í hafinu. Hann líkti tilkalli Kína til hafsins við það hvernig Rússland „tók Krímskaga“ af Úkraínu. Ummælin munu líklega valda reiði í Peking. Þó nokkur lönd gera tilkall til mismunandi hluta Suður-Kínahafs, en Kínverjar gera tilkall til nánast alls svæðisins og eyja og rifa sem þar má finna. Alþjóðagerðardómurinn í Haag hefur úrskurðað að tilkall Kína til hafsvæðisins sé ólöglegt. Stjórnvöld í Kína sögðust þó ekki ætla að sætta sig við úrskurðinn og hunsuðu hann.Tillerson mætti á öldungaþing Bandaríkjanna í dag, þar sem þingmenn spurðu hann spjörunum úr. Öldungadeildin þarf að staðfesta tilnefningu Trump áður en Tillerson getur orðið ráðherra. Þar var hann spurður hvort hann styddi strangari utanríkisstefnu varðandi Kína. „Við munum þurfa að senda Kína sterk skilaboð um að, fyrst, eyjusmíðin hættir og, númer tvö, aðgangur ykkar að eyjunum verður ekki leyfður lengur,“ sagði Tillerson samkvæmt Reuters fréttaveitunni.Tillerson, sem var áður yfirmaður Exxon Mobil olíufyrirtækisins, fór ekki nánar út í hvernig hægt væri að koma Kínverjum frá Suður-Kínahafi. Eyjurnar hafa verið vígbúnar og herstöðvar og flugvellir hafa verið byggðir á þeim. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir að ríkið hafi rétt á því að aðhafast á „yfirráðasvæði“ þeirra í Suður-Kínahafi. Það sé óumdeilanlegt.Tillerson ítrekaði einnig stuðning Bandaríkjanna við Taívan, sem yfirvöld í Peking líta á sem sína eign.Hér má sjá yfirheyrslu Tillerson. Hann byrjar að tala um Kína strax eftir tvær mínútur. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18 Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Trump segir Kínverja stela og þeir segja allt of mikið gert úr málinu Kínverjar lögðu hald á sjálfvirkan kafbát Bandaríkjanna sem var staddur á alþjóðlegu hafsvæði. 17. desember 2016 18:00 Flugmóðurskip Kína sigldi að Taívan Stjórnvöld Taívan sendu herþotur og skip til móts við kínversk herskip, en mikil spenna er á svæðinu. 11. janúar 2017 11:25 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Rex Tillerson, utanríkisráðherraefni Donald Trump, segir að reka eigi Kínverja úr Suður-Kínahafi. Þá eigi að neita þeim aðgangi að eyjum sem stjórnvöld í Kína hafa byggt í hafinu. Hann líkti tilkalli Kína til hafsins við það hvernig Rússland „tók Krímskaga“ af Úkraínu. Ummælin munu líklega valda reiði í Peking. Þó nokkur lönd gera tilkall til mismunandi hluta Suður-Kínahafs, en Kínverjar gera tilkall til nánast alls svæðisins og eyja og rifa sem þar má finna. Alþjóðagerðardómurinn í Haag hefur úrskurðað að tilkall Kína til hafsvæðisins sé ólöglegt. Stjórnvöld í Kína sögðust þó ekki ætla að sætta sig við úrskurðinn og hunsuðu hann.Tillerson mætti á öldungaþing Bandaríkjanna í dag, þar sem þingmenn spurðu hann spjörunum úr. Öldungadeildin þarf að staðfesta tilnefningu Trump áður en Tillerson getur orðið ráðherra. Þar var hann spurður hvort hann styddi strangari utanríkisstefnu varðandi Kína. „Við munum þurfa að senda Kína sterk skilaboð um að, fyrst, eyjusmíðin hættir og, númer tvö, aðgangur ykkar að eyjunum verður ekki leyfður lengur,“ sagði Tillerson samkvæmt Reuters fréttaveitunni.Tillerson, sem var áður yfirmaður Exxon Mobil olíufyrirtækisins, fór ekki nánar út í hvernig hægt væri að koma Kínverjum frá Suður-Kínahafi. Eyjurnar hafa verið vígbúnar og herstöðvar og flugvellir hafa verið byggðir á þeim. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir að ríkið hafi rétt á því að aðhafast á „yfirráðasvæði“ þeirra í Suður-Kínahafi. Það sé óumdeilanlegt.Tillerson ítrekaði einnig stuðning Bandaríkjanna við Taívan, sem yfirvöld í Peking líta á sem sína eign.Hér má sjá yfirheyrslu Tillerson. Hann byrjar að tala um Kína strax eftir tvær mínútur.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18 Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07 Duterte snýr sér til Kína Segir Bandaríkin hafa „tapað“. 20. október 2016 13:28 Trump segir Kínverja stela og þeir segja allt of mikið gert úr málinu Kínverjar lögðu hald á sjálfvirkan kafbát Bandaríkjanna sem var staddur á alþjóðlegu hafsvæði. 17. desember 2016 18:00 Flugmóðurskip Kína sigldi að Taívan Stjórnvöld Taívan sendu herþotur og skip til móts við kínversk herskip, en mikil spenna er á svæðinu. 11. janúar 2017 11:25 Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00 Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Kínverjar „verulega áhyggjufullir“ vegna ummæla Trump Segja Eitt Kína-stefnuna vera hornstein samskipta ríkjanna. 12. desember 2016 10:18
Trump lætur gagnrýni Kínverja sér sem vind um eyru þjóta Er í lagi að selja Taívönum hergögn fyrir milljarða dala en ekki taka við heillaóskum frá þeim? 3. desember 2016 15:07
Trump segir Kínverja stela og þeir segja allt of mikið gert úr málinu Kínverjar lögðu hald á sjálfvirkan kafbát Bandaríkjanna sem var staddur á alþjóðlegu hafsvæði. 17. desember 2016 18:00
Flugmóðurskip Kína sigldi að Taívan Stjórnvöld Taívan sendu herþotur og skip til móts við kínversk herskip, en mikil spenna er á svæðinu. 11. janúar 2017 11:25
Símtalið umdeilda hluti af skipulagðri stefnubreytingu Donald Trump vill breyta stefnu Bandaríkjanna varðandi Taívan og Kína. 5. desember 2016 11:00
Hætta æfingum með Bandaríkjunum í Suður-Kínahafi Yfirvöld Filippseyja vilja losna við bandaríska hermenn frá landi sínu. 7. október 2016 22:38