Körfubolti

Rose mætti aftur í vinnuna og var gamla félaginu erfiður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Derrick Rose í leiknum í nótt.
Derrick Rose í leiknum í nótt. Vísir/Getty
New York Knicks hafði í nótt betur gegn Chicago Bulls, 104-89, í NBA-deildinni í körfubolta.

Derrick Rose var sínu gamla félagi erfiður en hann skoraði sautján stig fyrir New York. Hann hefur verið í fréttum í vikunni er hann hreinlega skrópaði í vinnuna er liðið lék síðast á heimavelli.

Rose sagði eftir að hann kom til baka að hann hafði þurft að sinna fjölskyldumálum og hafði viljað svara í síma þegar hringt var frá New York. Hann þurfti sitt svigrúm, sagði hann.

New York tapaði fyrir New Orleans Pelicans í umræddum leik en liðið tapaði svo næsta leik, fyrir Philadelphia á útivelli, á flautukörfu.

Carmelo Anthony skoraði 23 stig fyrir New York í nótt en Dwayne Wade var stigahæstur í liði Chicago með 22 stig.



Golden State vann Detroit á heimavelli, 127-107. Eftir fremur jafnan fyrri hálfleik var sigurinn aldrei í hættu í síðari hálfleik.

Kevin Durant skoraði 25 stig fyrir Golden State en næstir komu þeir Stephen Curry með 24 stig og Klay Thompson með 23 stig.



San Antonio vann LA Lakers, 134-94. Kawhi Leonard skoraði 31 stig en hvíldi í fjórða leikhluta í öruggum sigri hans manna.

Úrslit næturinnar:

Denver - Indiana 140-112

Brooklyn - New Orleans 95-104

New York - Chicago 104-89

San Antonio - LA Lakers 134-94

Phoenix - Dallas 108-113

Golden State - Detroit 127-107

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×