Sá stærsti og sá minnsti eru saman í herbergi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2017 17:00 Íslenska handboltalandsliðið hefur nú lokið fjórum leikjum á HM í handbolta og herbergisfélagarnir eru því búnir að vera í meira en viku saman í herbergi á hótelinu í Metz. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á RÚV, komst að því hvaða leikmenn eru saman í herbergi í landsliðinu og kannaði betur hvernig sambúðin gengi. Þar kom fram að reynsluboltarnir Guðjón Valur Sigurðsson og Björgvin Páll Gústavsson eru saman í herbergi sem og jafnaldrarnir Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Þessir fjórir hafa verið mikið saman í herbergi í verkefnum landsliðsins síðustu ár. Stórskytturnar sem fengu mikla ábyrgð á þessu móti, Ólafur Guðmundsson vinstra megin og Rúnar Kárason, eru síðan saman í herbergi. Báðir hafa verið lengi í kringum landsliðið en fengu stórt hlutverk hjá Geir Sveinssyni þjálfara að þessu sinni. Nýliðarnir Ómar Ingi Magnússon og Arnar Freyr Arnarsson eru saman í herbergi enda þekkjast þeir vel frá unglingalandsliðinum en hinir tveir nýliðarnir eru þó ekki saman í herbergi. HK-ingarnir Gunnar Steinn Jónsson og Bjarki Már Elísson eru saman og þá er Janus Daði Smárason í herbergi með Guðmundi Hólmari Helgasyni. Kári Kristjánsson og Bjarki Már Gunnarsson eru einnig saman í herbergi en athyglisverðasta herbergisparið er örugglega markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson og hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarson. Aron Rafn er 202 sentímetrar á hæð og hávaxnasti leikmaður íslenska liðsins. Arnór Þór er hinsvegar „bara“ 181 sentímetri á hæð og er hann því lágvaxnasti leikmaður liðsins. Sá stærsti og sá minnsti eru saman í herbergi en það munar 21 sentímetrum á þeim félögum sem láta vel af sambúðinni eins og allir strákarnir. Þorkell Gunnar fékk hvern og einn til að segja aðeins frá herbergisfélaganum. Það má sjá svörin þeirra hér. Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið hefur nú lokið fjórum leikjum á HM í handbolta og herbergisfélagarnir eru því búnir að vera í meira en viku saman í herbergi á hótelinu í Metz. Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, íþróttafréttamaður á RÚV, komst að því hvaða leikmenn eru saman í herbergi í landsliðinu og kannaði betur hvernig sambúðin gengi. Þar kom fram að reynsluboltarnir Guðjón Valur Sigurðsson og Björgvin Páll Gústavsson eru saman í herbergi sem og jafnaldrarnir Arnór Atlason og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Þessir fjórir hafa verið mikið saman í herbergi í verkefnum landsliðsins síðustu ár. Stórskytturnar sem fengu mikla ábyrgð á þessu móti, Ólafur Guðmundsson vinstra megin og Rúnar Kárason, eru síðan saman í herbergi. Báðir hafa verið lengi í kringum landsliðið en fengu stórt hlutverk hjá Geir Sveinssyni þjálfara að þessu sinni. Nýliðarnir Ómar Ingi Magnússon og Arnar Freyr Arnarsson eru saman í herbergi enda þekkjast þeir vel frá unglingalandsliðinum en hinir tveir nýliðarnir eru þó ekki saman í herbergi. HK-ingarnir Gunnar Steinn Jónsson og Bjarki Már Elísson eru saman og þá er Janus Daði Smárason í herbergi með Guðmundi Hólmari Helgasyni. Kári Kristjánsson og Bjarki Már Gunnarsson eru einnig saman í herbergi en athyglisverðasta herbergisparið er örugglega markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðsson og hornamaðurinn Arnór Þór Gunnarson. Aron Rafn er 202 sentímetrar á hæð og hávaxnasti leikmaður íslenska liðsins. Arnór Þór er hinsvegar „bara“ 181 sentímetri á hæð og er hann því lágvaxnasti leikmaður liðsins. Sá stærsti og sá minnsti eru saman í herbergi en það munar 21 sentímetrum á þeim félögum sem láta vel af sambúðinni eins og allir strákarnir. Þorkell Gunnar fékk hvern og einn til að segja aðeins frá herbergisfélaganum. Það má sjá svörin þeirra hér.
Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira