Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. janúar 2017 07:00 Fyrsti þingdagur eftir jólaleyfi verður jafnframt fyrsti þingdagurinn eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum. vísir/anton brink Alþingi kemur saman á þriðjudag í næstu viku eftir rúmlega mánaðarlangt jólaleyfi. Við hefðbundin þingstörf bætist að kjósa þarf nýjan forseta Alþingis, sem meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur komið sér saman um að verði Unnur Brá Konráðsdóttir. Þá þarf að kjósa í nefndir og formenn nefnda. Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forseti Alþingis, segir að dagskrá fyrsta fundardags liggi nokkuð klár fyrir en ekki sé hægt að upplýsa um hana opinberlega fyrr en hann hafi fundað með formönnum flokka.Pawel BartoszekStrax í aðdraganda fyrsta þingfundar er útlit fyrir að þingstörf hefjist í ágreiningi. Í fyrsta lagi er ósamkomulag um það hvernig skipta eigi formennsku í fastanefndum Alþingis milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Greint hefur verið frá því að meirihlutinn geri tilkall til sex formannssæta og að stjórnarandstaðan fái formennsku í velferðarnefnd og svo stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þingskaparlög gera ráð fyrir að formenn þingflokkanna komi sér saman um niðurstöðu í þessum efnum. Þeir hittust í gær til að fara yfir stöðuna en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins náðist ekki samkomulag. Þingskaparlögin gera ráð fyrir að í slíkum aðstæðum kjósi nefndirnar sjálfar formannTheódóra S. ÞorsteinsdóttirÞá hefur Bjarni Benediktsson forsætisráðherra valdið minnihluta í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vonbrigðum með því að afþakka boð á fund sem á að fara fram á föstudaginn. „Þetta er allt voðalega óheppilegt svo maður segi það nú bara. Það er mjög vont hvernig andinn er þegar þingið fer af stað,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og nefndarmaður. Hún segir nefndinni hafa borist orðsending um að Bjarni færi ekki á fundinn með þeim skýringum að hann væri þegar búinn að tjá sig um málið opinberlega. „Ég hefði talið eðlilegt að ráðherra ætti samskipti beint við nefndina en ekki bara í gegnum fjölmiðla.“ Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, tekur undir með Katrínu: „Mér finnst að Bjarni eigi að mæta.“ Theodóra S. Þorsteinsdóttir, nýr þingmaður Bjartrar framtíðar, hafði ekki heyrt af ákvörðun Bjarna og gat því ekki tjáð sig um hana.Katrín JakobsdóttirHún segist þó hafa miklar væntingar til komandi þings. „Ég vænti þess að við náum að vinna vel saman til að ná betri árangri. Auðvitað hlakka ég til að fara að vinna efnislega að þeim málum sem eru í þessum stjórnarsáttmála. Það er mjög margt gott í honum og margt sem Björt framtíð stefnir að,“ segir hún. Í fjölmiðlum hefur verið rætt um að þeir þingmenn Bjartrar framtíðar sem tóku ráðherrasæti segi af sér þingmennsku svo þingmenn eigi betri kost á að sinna vinnu í fastanefndum. Theodóra segist ekki gera ráð fyrir að af þessu verði. „Við höldum þessu bara svona,“ segir Theodóra og bætir við að þeir þingmenn flokksins sem ekki skipa ráðherrasæti verði einfaldlega að sýna hvað í þeim býr. Ráðgert er að stefnuræða ráðherra verði flutt fljótlega eftir fyrsta þingfundardag, jafnvel í næstu viku. Á sama tíma verður þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar birt opinberlega.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gagnrýna að borgin eigi Höfða Viðskiptaráð Íslands birti í gær samantekt á markaðshlutdeild Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem Reykjavíkurborg á auk þess að skipa í stjórn fyrirtækisins. 19. janúar 2017 07:00 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Alþingi kemur saman á þriðjudag í næstu viku eftir rúmlega mánaðarlangt jólaleyfi. Við hefðbundin þingstörf bætist að kjósa þarf nýjan forseta Alþingis, sem meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur komið sér saman um að verði Unnur Brá Konráðsdóttir. Þá þarf að kjósa í nefndir og formenn nefnda. Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forseti Alþingis, segir að dagskrá fyrsta fundardags liggi nokkuð klár fyrir en ekki sé hægt að upplýsa um hana opinberlega fyrr en hann hafi fundað með formönnum flokka.Pawel BartoszekStrax í aðdraganda fyrsta þingfundar er útlit fyrir að þingstörf hefjist í ágreiningi. Í fyrsta lagi er ósamkomulag um það hvernig skipta eigi formennsku í fastanefndum Alþingis milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Greint hefur verið frá því að meirihlutinn geri tilkall til sex formannssæta og að stjórnarandstaðan fái formennsku í velferðarnefnd og svo stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þingskaparlög gera ráð fyrir að formenn þingflokkanna komi sér saman um niðurstöðu í þessum efnum. Þeir hittust í gær til að fara yfir stöðuna en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins náðist ekki samkomulag. Þingskaparlögin gera ráð fyrir að í slíkum aðstæðum kjósi nefndirnar sjálfar formannTheódóra S. ÞorsteinsdóttirÞá hefur Bjarni Benediktsson forsætisráðherra valdið minnihluta í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vonbrigðum með því að afþakka boð á fund sem á að fara fram á föstudaginn. „Þetta er allt voðalega óheppilegt svo maður segi það nú bara. Það er mjög vont hvernig andinn er þegar þingið fer af stað,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og nefndarmaður. Hún segir nefndinni hafa borist orðsending um að Bjarni færi ekki á fundinn með þeim skýringum að hann væri þegar búinn að tjá sig um málið opinberlega. „Ég hefði talið eðlilegt að ráðherra ætti samskipti beint við nefndina en ekki bara í gegnum fjölmiðla.“ Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, tekur undir með Katrínu: „Mér finnst að Bjarni eigi að mæta.“ Theodóra S. Þorsteinsdóttir, nýr þingmaður Bjartrar framtíðar, hafði ekki heyrt af ákvörðun Bjarna og gat því ekki tjáð sig um hana.Katrín JakobsdóttirHún segist þó hafa miklar væntingar til komandi þings. „Ég vænti þess að við náum að vinna vel saman til að ná betri árangri. Auðvitað hlakka ég til að fara að vinna efnislega að þeim málum sem eru í þessum stjórnarsáttmála. Það er mjög margt gott í honum og margt sem Björt framtíð stefnir að,“ segir hún. Í fjölmiðlum hefur verið rætt um að þeir þingmenn Bjartrar framtíðar sem tóku ráðherrasæti segi af sér þingmennsku svo þingmenn eigi betri kost á að sinna vinnu í fastanefndum. Theodóra segist ekki gera ráð fyrir að af þessu verði. „Við höldum þessu bara svona,“ segir Theodóra og bætir við að þeir þingmenn flokksins sem ekki skipa ráðherrasæti verði einfaldlega að sýna hvað í þeim býr. Ráðgert er að stefnuræða ráðherra verði flutt fljótlega eftir fyrsta þingfundardag, jafnvel í næstu viku. Á sama tíma verður þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar birt opinberlega.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gagnrýna að borgin eigi Höfða Viðskiptaráð Íslands birti í gær samantekt á markaðshlutdeild Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem Reykjavíkurborg á auk þess að skipa í stjórn fyrirtækisins. 19. janúar 2017 07:00 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Gagnrýna að borgin eigi Höfða Viðskiptaráð Íslands birti í gær samantekt á markaðshlutdeild Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem Reykjavíkurborg á auk þess að skipa í stjórn fyrirtækisins. 19. janúar 2017 07:00