Ágreiningur uppi í aðdraganda nýs þings Jón Hákon Halldórsson skrifar 19. janúar 2017 07:00 Fyrsti þingdagur eftir jólaleyfi verður jafnframt fyrsti þingdagurinn eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum. vísir/anton brink Alþingi kemur saman á þriðjudag í næstu viku eftir rúmlega mánaðarlangt jólaleyfi. Við hefðbundin þingstörf bætist að kjósa þarf nýjan forseta Alþingis, sem meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur komið sér saman um að verði Unnur Brá Konráðsdóttir. Þá þarf að kjósa í nefndir og formenn nefnda. Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forseti Alþingis, segir að dagskrá fyrsta fundardags liggi nokkuð klár fyrir en ekki sé hægt að upplýsa um hana opinberlega fyrr en hann hafi fundað með formönnum flokka.Pawel BartoszekStrax í aðdraganda fyrsta þingfundar er útlit fyrir að þingstörf hefjist í ágreiningi. Í fyrsta lagi er ósamkomulag um það hvernig skipta eigi formennsku í fastanefndum Alþingis milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Greint hefur verið frá því að meirihlutinn geri tilkall til sex formannssæta og að stjórnarandstaðan fái formennsku í velferðarnefnd og svo stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þingskaparlög gera ráð fyrir að formenn þingflokkanna komi sér saman um niðurstöðu í þessum efnum. Þeir hittust í gær til að fara yfir stöðuna en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins náðist ekki samkomulag. Þingskaparlögin gera ráð fyrir að í slíkum aðstæðum kjósi nefndirnar sjálfar formannTheódóra S. ÞorsteinsdóttirÞá hefur Bjarni Benediktsson forsætisráðherra valdið minnihluta í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vonbrigðum með því að afþakka boð á fund sem á að fara fram á föstudaginn. „Þetta er allt voðalega óheppilegt svo maður segi það nú bara. Það er mjög vont hvernig andinn er þegar þingið fer af stað,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og nefndarmaður. Hún segir nefndinni hafa borist orðsending um að Bjarni færi ekki á fundinn með þeim skýringum að hann væri þegar búinn að tjá sig um málið opinberlega. „Ég hefði talið eðlilegt að ráðherra ætti samskipti beint við nefndina en ekki bara í gegnum fjölmiðla.“ Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, tekur undir með Katrínu: „Mér finnst að Bjarni eigi að mæta.“ Theodóra S. Þorsteinsdóttir, nýr þingmaður Bjartrar framtíðar, hafði ekki heyrt af ákvörðun Bjarna og gat því ekki tjáð sig um hana.Katrín JakobsdóttirHún segist þó hafa miklar væntingar til komandi þings. „Ég vænti þess að við náum að vinna vel saman til að ná betri árangri. Auðvitað hlakka ég til að fara að vinna efnislega að þeim málum sem eru í þessum stjórnarsáttmála. Það er mjög margt gott í honum og margt sem Björt framtíð stefnir að,“ segir hún. Í fjölmiðlum hefur verið rætt um að þeir þingmenn Bjartrar framtíðar sem tóku ráðherrasæti segi af sér þingmennsku svo þingmenn eigi betri kost á að sinna vinnu í fastanefndum. Theodóra segist ekki gera ráð fyrir að af þessu verði. „Við höldum þessu bara svona,“ segir Theodóra og bætir við að þeir þingmenn flokksins sem ekki skipa ráðherrasæti verði einfaldlega að sýna hvað í þeim býr. Ráðgert er að stefnuræða ráðherra verði flutt fljótlega eftir fyrsta þingfundardag, jafnvel í næstu viku. Á sama tíma verður þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar birt opinberlega.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gagnrýna að borgin eigi Höfða Viðskiptaráð Íslands birti í gær samantekt á markaðshlutdeild Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem Reykjavíkurborg á auk þess að skipa í stjórn fyrirtækisins. 19. janúar 2017 07:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Alþingi kemur saman á þriðjudag í næstu viku eftir rúmlega mánaðarlangt jólaleyfi. Við hefðbundin þingstörf bætist að kjósa þarf nýjan forseta Alþingis, sem meirihluti þingmanna Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar hefur komið sér saman um að verði Unnur Brá Konráðsdóttir. Þá þarf að kjósa í nefndir og formenn nefnda. Steingrímur J. Sigfússon, starfandi forseti Alþingis, segir að dagskrá fyrsta fundardags liggi nokkuð klár fyrir en ekki sé hægt að upplýsa um hana opinberlega fyrr en hann hafi fundað með formönnum flokka.Pawel BartoszekStrax í aðdraganda fyrsta þingfundar er útlit fyrir að þingstörf hefjist í ágreiningi. Í fyrsta lagi er ósamkomulag um það hvernig skipta eigi formennsku í fastanefndum Alþingis milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Greint hefur verið frá því að meirihlutinn geri tilkall til sex formannssæta og að stjórnarandstaðan fái formennsku í velferðarnefnd og svo stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd. Þingskaparlög gera ráð fyrir að formenn þingflokkanna komi sér saman um niðurstöðu í þessum efnum. Þeir hittust í gær til að fara yfir stöðuna en samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins náðist ekki samkomulag. Þingskaparlögin gera ráð fyrir að í slíkum aðstæðum kjósi nefndirnar sjálfar formannTheódóra S. ÞorsteinsdóttirÞá hefur Bjarni Benediktsson forsætisráðherra valdið minnihluta í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis vonbrigðum með því að afþakka boð á fund sem á að fara fram á föstudaginn. „Þetta er allt voðalega óheppilegt svo maður segi það nú bara. Það er mjög vont hvernig andinn er þegar þingið fer af stað,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG og nefndarmaður. Hún segir nefndinni hafa borist orðsending um að Bjarni færi ekki á fundinn með þeim skýringum að hann væri þegar búinn að tjá sig um málið opinberlega. „Ég hefði talið eðlilegt að ráðherra ætti samskipti beint við nefndina en ekki bara í gegnum fjölmiðla.“ Pawel Bartoszek, þingmaður Viðreisnar, tekur undir með Katrínu: „Mér finnst að Bjarni eigi að mæta.“ Theodóra S. Þorsteinsdóttir, nýr þingmaður Bjartrar framtíðar, hafði ekki heyrt af ákvörðun Bjarna og gat því ekki tjáð sig um hana.Katrín JakobsdóttirHún segist þó hafa miklar væntingar til komandi þings. „Ég vænti þess að við náum að vinna vel saman til að ná betri árangri. Auðvitað hlakka ég til að fara að vinna efnislega að þeim málum sem eru í þessum stjórnarsáttmála. Það er mjög margt gott í honum og margt sem Björt framtíð stefnir að,“ segir hún. Í fjölmiðlum hefur verið rætt um að þeir þingmenn Bjartrar framtíðar sem tóku ráðherrasæti segi af sér þingmennsku svo þingmenn eigi betri kost á að sinna vinnu í fastanefndum. Theodóra segist ekki gera ráð fyrir að af þessu verði. „Við höldum þessu bara svona,“ segir Theodóra og bætir við að þeir þingmenn flokksins sem ekki skipa ráðherrasæti verði einfaldlega að sýna hvað í þeim býr. Ráðgert er að stefnuræða ráðherra verði flutt fljótlega eftir fyrsta þingfundardag, jafnvel í næstu viku. Á sama tíma verður þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar birt opinberlega.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Gagnrýna að borgin eigi Höfða Viðskiptaráð Íslands birti í gær samantekt á markaðshlutdeild Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem Reykjavíkurborg á auk þess að skipa í stjórn fyrirtækisins. 19. janúar 2017 07:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Gagnrýna að borgin eigi Höfða Viðskiptaráð Íslands birti í gær samantekt á markaðshlutdeild Malbikunarstöðvarinnar Höfða, sem Reykjavíkurborg á auk þess að skipa í stjórn fyrirtækisins. 19. janúar 2017 07:00