Mikilvægi Arons sést vel í þessari tölfræði HBStatz Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2017 16:15 Aron Pálmarsson. Vísir/AFP Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. Aron hefur verið að glíma við meiðsli frá því í leikjum Íslands í undankeppni EM í nóvember og er í kapphlaupi við tímann ætli hann sér að spila stórt hlutverk með íslenska liðinu í Frakklandi. Tölfræðin sýnir og sannar nauðsyn þess að Aron verði með. Mikilvægi Aron Pálmarsson fyrir landsliðið sést nefnilega mjög vel í tölfræðisamantekt HBStatz sem tók saman tölfræði í keppnisleikjum íslenska liðsins á síðasta ári. HBStatz hefur skoðar nánar tölfræði Arons í sjö keppnisleikjum Íslands frá árinu 2016 og sundurliðað hana niður eftir hálfleikjum sem og hvort íslenska liðið vinnur eða tapar. Tölfræði Arons er mun betri í sigurleikjunum en tapleikjunum og þá er líka athyglisvert að hann er atkvæðameiri í seinni hálfleikjum leikjanna þegar liðið þarf á mönnum að halda sem taka af skarið. Aron var með 4,6 mörk og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í þessum sjö leikjum og hann nýtti 44 prósent skota sinna í þeim. Íslenska liðið vann þrjá af þessum sjö leikjum og þar eru tölur Arons langt yfir meðaltalinu. Aron er með 6,0 mörk og 4,3 stoðsendingar að meðaltali og 51 prósent skotnýtingu í sigurleikjunum en „aðeins“ 3,5 mörk og 3,8 stoðsendingar að meðaltali og 37 prósent skotnýtingu í tapleikjunum. Framlög leikmanna í seinni hálfleik ráða oftar en ekki úrslitum og Aron er maðurinn sem gerir meira sjálfur í seinni hálfleiknum. Aron er með fleiri stoðsendingar í fyrri hálfleik en í þeim seinni skorar hann fleiri mörk og nýtir skotin sín betur. Aron er þannig með 2,9 mörk að meðaltali og 53 prósent skotnýtingu í seinni hálfleik og hækkar tölur sínar úr fyrri hálfleikjum leikjanna þegar hann var með 1,7 mörk og 34 prósent skotnýtingu. Aron tapar líka færri boltum í seinni hálfleikjum leikjanna og nýtir því sóknirnar mun betur. Hér fyrir neðan má sjá þessa fróðlegu og athyglisverði samantekt HBStatz á tölfræði Arons Pálmarssonar í keppnisleikjum Íslands á árinu 2016. Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07 Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27 Ásgeir Örn: Ég er tilbúinn að gera allt Ásgeir Örn Hallgrímsson meiddist í síðasta leik fyrir jól og er tæpur fyrir æfingamótið í Danmörku og HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:45 Áfallið gríðarlegt ef Aron verður ekki með Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir níu daga og enn eru tveir lykilmenn, Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, mjög tæpir vegna meiðsla. Undirbúningur fyrir lífið án Arons er í fullum gangi. 3. janúar 2017 06:00 Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Landsliðsþjálfarinn vill fá að vita endanlega hvort Aron Pálmarsson verði með í Frakklandi áður en kemur að fyrsta leik. 2. janúar 2017 13:29 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Aron Pálmarsson er besti leikmaður íslenska karlalandsliðsins í handbolta og því gríðarlega mikilvægt fyrir íslenska liðið að hann verði leikfær á HM í Frakklandi sem hefst í næstu viku. Aron hefur verið að glíma við meiðsli frá því í leikjum Íslands í undankeppni EM í nóvember og er í kapphlaupi við tímann ætli hann sér að spila stórt hlutverk með íslenska liðinu í Frakklandi. Tölfræðin sýnir og sannar nauðsyn þess að Aron verði með. Mikilvægi Aron Pálmarsson fyrir landsliðið sést nefnilega mjög vel í tölfræðisamantekt HBStatz sem tók saman tölfræði í keppnisleikjum íslenska liðsins á síðasta ári. HBStatz hefur skoðar nánar tölfræði Arons í sjö keppnisleikjum Íslands frá árinu 2016 og sundurliðað hana niður eftir hálfleikjum sem og hvort íslenska liðið vinnur eða tapar. Tölfræði Arons er mun betri í sigurleikjunum en tapleikjunum og þá er líka athyglisvert að hann er atkvæðameiri í seinni hálfleikjum leikjanna þegar liðið þarf á mönnum að halda sem taka af skarið. Aron var með 4,6 mörk og 4,0 stoðsendingar að meðaltali í þessum sjö leikjum og hann nýtti 44 prósent skota sinna í þeim. Íslenska liðið vann þrjá af þessum sjö leikjum og þar eru tölur Arons langt yfir meðaltalinu. Aron er með 6,0 mörk og 4,3 stoðsendingar að meðaltali og 51 prósent skotnýtingu í sigurleikjunum en „aðeins“ 3,5 mörk og 3,8 stoðsendingar að meðaltali og 37 prósent skotnýtingu í tapleikjunum. Framlög leikmanna í seinni hálfleik ráða oftar en ekki úrslitum og Aron er maðurinn sem gerir meira sjálfur í seinni hálfleiknum. Aron er með fleiri stoðsendingar í fyrri hálfleik en í þeim seinni skorar hann fleiri mörk og nýtir skotin sín betur. Aron er þannig með 2,9 mörk að meðaltali og 53 prósent skotnýtingu í seinni hálfleik og hækkar tölur sínar úr fyrri hálfleikjum leikjanna þegar hann var með 1,7 mörk og 34 prósent skotnýtingu. Aron tapar líka færri boltum í seinni hálfleikjum leikjanna og nýtir því sóknirnar mun betur. Hér fyrir neðan má sjá þessa fróðlegu og athyglisverði samantekt HBStatz á tölfræði Arons Pálmarssonar í keppnisleikjum Íslands á árinu 2016.
Íslenski handboltinn Handbolti HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07 Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27 Ásgeir Örn: Ég er tilbúinn að gera allt Ásgeir Örn Hallgrímsson meiddist í síðasta leik fyrir jól og er tæpur fyrir æfingamótið í Danmörku og HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:45 Áfallið gríðarlegt ef Aron verður ekki með Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir níu daga og enn eru tveir lykilmenn, Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, mjög tæpir vegna meiðsla. Undirbúningur fyrir lífið án Arons er í fullum gangi. 3. janúar 2017 06:00 Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Landsliðsþjálfarinn vill fá að vita endanlega hvort Aron Pálmarsson verði með í Frakklandi áður en kemur að fyrsta leik. 2. janúar 2017 13:29 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti ÍA - Álftanes | Kveðjuleikur á Vesturgötu Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Sjá meira
Arnór: Ef ég get ekki spilað í Danmörku hef ég ekkert að gera á HM Leikstjórnandinn er búinn að æfa vel og segist klár í slaginn fyrir HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:07
Aron og Ásgeir Örn enn spurningamerki Geir Sveinsson landsliðsþjálfari segir að það ríki enn óvissu um hvort Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson geti spilað með landsliðinu á HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 12:27
Ásgeir Örn: Ég er tilbúinn að gera allt Ásgeir Örn Hallgrímsson meiddist í síðasta leik fyrir jól og er tæpur fyrir æfingamótið í Danmörku og HM í Frakklandi. 2. janúar 2017 13:45
Áfallið gríðarlegt ef Aron verður ekki með Strákarnir okkar hefja leik á HM í handbolta eftir níu daga og enn eru tveir lykilmenn, Aron Pálmarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson, mjög tæpir vegna meiðsla. Undirbúningur fyrir lífið án Arons er í fullum gangi. 3. janúar 2017 06:00
Staðan á Aroni og Ásgeiri tekin í kvöld: „Svörin hafa ekki verið skýrari en það“ Landsliðsþjálfarinn vill fá að vita endanlega hvort Aron Pálmarsson verði með í Frakklandi áður en kemur að fyrsta leik. 2. janúar 2017 13:29