Vilja sjá Borgunarmálið klárast Haraldur Guðmundsson skrifar 5. janúar 2017 14:30 Sparisjóður Austurlands átti 0,3 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu Borgun. Stjórnendur Sparisjóðs Austurlands ætla að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli Landsbankans gegn Borgun áður en ákveðið verður hvort sparisjóðurinn mun leita réttar síns vegna sölu hans á 0,3 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu. Þetta staðfestir sparisjóðsstjórinn, Vilhjálmur G. Pálsson. „Það var niðurstaða okkar að bíða og sjá hvernig mál Landsbankans endar. Okkar lending var sú að þetta yrði of mikið orð gegn orði um það hvort við hefðum fengið að vita af þessari viðbótargreiðslu.“ Sparisjóðurinn, þá Sparisjóður Norðfjarðar, seldi bréf sín í Borgun á gamlársdag 2014 eða rúmum mánuði eftir að Landsbankinn seldi Eignarhaldsfélaginu Borgun og einkahlutafélaginu BPS, sem er í eigu tólf helstu stjórnenda greiðslukortafyrirtækisins, 31,2 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Sjóðurinn seldi þá á sama gengi og Landsbankinn og fékk 22,5 milljónir króna fyrir bréfin. Eftir að í ljós kom að Borgun ætti rétt á milljarðagreiðslum vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe var 0,3 prósenta hluturinn metinn á að lágmarki 57 milljónir. Eins og Landsbankinn gerðu stjórnendur sparisjóðsins enga fyrirvara um hlutdeild í viðbótargreiðslunni og í apríl var lögfræðingi sjóðsins falið að meta hvort ástæða væri til að stefna eigendum BPS sem keyptu bréfin. Landsbankinn tilkynnti í síðustu viku að hann hefði höfðað mál vegna sölu sinnar á bréfunum í Borgun. Borgunarmálið Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira
Stjórnendur Sparisjóðs Austurlands ætla að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli Landsbankans gegn Borgun áður en ákveðið verður hvort sparisjóðurinn mun leita réttar síns vegna sölu hans á 0,3 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu. Þetta staðfestir sparisjóðsstjórinn, Vilhjálmur G. Pálsson. „Það var niðurstaða okkar að bíða og sjá hvernig mál Landsbankans endar. Okkar lending var sú að þetta yrði of mikið orð gegn orði um það hvort við hefðum fengið að vita af þessari viðbótargreiðslu.“ Sparisjóðurinn, þá Sparisjóður Norðfjarðar, seldi bréf sín í Borgun á gamlársdag 2014 eða rúmum mánuði eftir að Landsbankinn seldi Eignarhaldsfélaginu Borgun og einkahlutafélaginu BPS, sem er í eigu tólf helstu stjórnenda greiðslukortafyrirtækisins, 31,2 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Sjóðurinn seldi þá á sama gengi og Landsbankinn og fékk 22,5 milljónir króna fyrir bréfin. Eftir að í ljós kom að Borgun ætti rétt á milljarðagreiðslum vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe var 0,3 prósenta hluturinn metinn á að lágmarki 57 milljónir. Eins og Landsbankinn gerðu stjórnendur sparisjóðsins enga fyrirvara um hlutdeild í viðbótargreiðslunni og í apríl var lögfræðingi sjóðsins falið að meta hvort ástæða væri til að stefna eigendum BPS sem keyptu bréfin. Landsbankinn tilkynnti í síðustu viku að hann hefði höfðað mál vegna sölu sinnar á bréfunum í Borgun.
Borgunarmálið Mest lesið Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Sjá meira