Vilja sjá Borgunarmálið klárast Haraldur Guðmundsson skrifar 5. janúar 2017 14:30 Sparisjóður Austurlands átti 0,3 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu Borgun. Stjórnendur Sparisjóðs Austurlands ætla að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli Landsbankans gegn Borgun áður en ákveðið verður hvort sparisjóðurinn mun leita réttar síns vegna sölu hans á 0,3 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu. Þetta staðfestir sparisjóðsstjórinn, Vilhjálmur G. Pálsson. „Það var niðurstaða okkar að bíða og sjá hvernig mál Landsbankans endar. Okkar lending var sú að þetta yrði of mikið orð gegn orði um það hvort við hefðum fengið að vita af þessari viðbótargreiðslu.“ Sparisjóðurinn, þá Sparisjóður Norðfjarðar, seldi bréf sín í Borgun á gamlársdag 2014 eða rúmum mánuði eftir að Landsbankinn seldi Eignarhaldsfélaginu Borgun og einkahlutafélaginu BPS, sem er í eigu tólf helstu stjórnenda greiðslukortafyrirtækisins, 31,2 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Sjóðurinn seldi þá á sama gengi og Landsbankinn og fékk 22,5 milljónir króna fyrir bréfin. Eftir að í ljós kom að Borgun ætti rétt á milljarðagreiðslum vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe var 0,3 prósenta hluturinn metinn á að lágmarki 57 milljónir. Eins og Landsbankinn gerðu stjórnendur sparisjóðsins enga fyrirvara um hlutdeild í viðbótargreiðslunni og í apríl var lögfræðingi sjóðsins falið að meta hvort ástæða væri til að stefna eigendum BPS sem keyptu bréfin. Landsbankinn tilkynnti í síðustu viku að hann hefði höfðað mál vegna sölu sinnar á bréfunum í Borgun. Borgunarmálið Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira
Stjórnendur Sparisjóðs Austurlands ætla að bíða eftir niðurstöðu í dómsmáli Landsbankans gegn Borgun áður en ákveðið verður hvort sparisjóðurinn mun leita réttar síns vegna sölu hans á 0,3 prósenta hlut í greiðslukortafyrirtækinu. Þetta staðfestir sparisjóðsstjórinn, Vilhjálmur G. Pálsson. „Það var niðurstaða okkar að bíða og sjá hvernig mál Landsbankans endar. Okkar lending var sú að þetta yrði of mikið orð gegn orði um það hvort við hefðum fengið að vita af þessari viðbótargreiðslu.“ Sparisjóðurinn, þá Sparisjóður Norðfjarðar, seldi bréf sín í Borgun á gamlársdag 2014 eða rúmum mánuði eftir að Landsbankinn seldi Eignarhaldsfélaginu Borgun og einkahlutafélaginu BPS, sem er í eigu tólf helstu stjórnenda greiðslukortafyrirtækisins, 31,2 prósenta hlut sinn í fyrirtækinu. Sjóðurinn seldi þá á sama gengi og Landsbankinn og fékk 22,5 milljónir króna fyrir bréfin. Eftir að í ljós kom að Borgun ætti rétt á milljarðagreiðslum vegna yfirtöku Visa Inc. á Visa Europe var 0,3 prósenta hluturinn metinn á að lágmarki 57 milljónir. Eins og Landsbankinn gerðu stjórnendur sparisjóðsins enga fyrirvara um hlutdeild í viðbótargreiðslunni og í apríl var lögfræðingi sjóðsins falið að meta hvort ástæða væri til að stefna eigendum BPS sem keyptu bréfin. Landsbankinn tilkynnti í síðustu viku að hann hefði höfðað mál vegna sölu sinnar á bréfunum í Borgun.
Borgunarmálið Mest lesið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Sjá meira