Nýársspá Siggu Kling – Tvíburinn: Þú ert „all in“ eins og maður myndi segja í póker 6. janúar 2017 09:00 Elsku hjartans Tvíburinn minn. Þetta er ár uppskeru án þess að þú þurfir svo mikið að hafa fyrir því. Síðasta ár hefur liðið svolítið í kappi og jafnvel með svolitlum kvíða en þú færð hlutina miklu auðveldlegar upp í hendurnar á þessu ári og sérstaklega mun mars heilsa þér fallega. Það verður alveg mikið að gera hjá þér en þú hefur minna fyrir hlutunum heldur en á síðasta ári. Þar af leiðandi getur þú sleppt stressinu og það eina sem þú ætlar að hugsa á þessu ári er: Ég treysti því að allt fari vel. Því ekkert er fallegra en Tvíburi sem slakar á og leyfir lífinu að flæða. Fyrstu mánuðir ársins eru sérstaklega góðir með það í huga að Venus og Amor litli eru að skjóta örvum allt í kringum þig. Áður en sumarið er liðið ætti að vera ýmislegt að frétta fyrir þig í ástinni ef þú nennir því. Ef þér finnst vera spenna eða stress í sambandi þínu, elskan mín, þá hefurðu góða 4-5 mánuði til að setja jákvæða orku í það og gera sambandið eins og nýtt. Því plánetan Venus er hjálpa þér að skrifa lífshandritið fram á mitt sumar. Þá eiga hlutirnir að vera komnir í lag. Annars ertu trúlega ekki í rétta sambandinu. Það sem ég sagði við þig í upphafi, að þetta verði auðveldara ár heldur en í fyrra, það á líka við fjármálin en peningar koma til þín auðveldlega. Það er misjafnt hvað fólki finnst vera gott kaup eða góð laun. Það er mjög gott fyrir þig, hjartað mitt, að ákveða hvað þú þarft mikið af peningum í vikulaun, því þú sendir skilaboð til alheimsins og hann mun færa þér það sem þér finnst sanngjarnt en þú verður að trúa því. Þetta sumar verður rosalegt og eins og þú sért á festivali frá enda maí þar til í lok ágúst. Þú blómstrar, hlærð og dansar og vaknar jafnvel þar sem þú vilt ekki vakna. Jafnvel vaknarðu á ókunnugri strönd og þá nýtur þú þín. Því þú ert 1000% sumartýpan og sumarið elskar þig. Þú átt það til að kvíða framtíðinni, ert farinn að hafa áhyggjur af haustinu á sumrin. Þú þarft að sleppa því, því að annars ertu að senda út í alheiminn að haustið verði með álagi og erfiðleikum. Það sem þú þarft að hugsa og segja er þessi skemmtilega setning: Það er vel hugsað um mig, og það var enginn annar en Búdda sem sagði það. Það væri gaman fyrir þig að vera með dagbók á þessu ári, þótt þú skrifir t.d. bara drauma, einn til tvo hluti á dag. Það mun magna upp orkuna þína. Það er enginn þægindahringur sem getur haldið þér inni á þessu ári. Þú ert „all in“ eins og maður myndi segja í póker og talandi um tölur og póker þá verður hin kraftmikla og heilaga tala 7 mikið í kringum þig á þessu skemmtilega fjörári sem þú ert að fara inn í. Knús og klapp, Sigga KlingFrægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira
Elsku hjartans Tvíburinn minn. Þetta er ár uppskeru án þess að þú þurfir svo mikið að hafa fyrir því. Síðasta ár hefur liðið svolítið í kappi og jafnvel með svolitlum kvíða en þú færð hlutina miklu auðveldlegar upp í hendurnar á þessu ári og sérstaklega mun mars heilsa þér fallega. Það verður alveg mikið að gera hjá þér en þú hefur minna fyrir hlutunum heldur en á síðasta ári. Þar af leiðandi getur þú sleppt stressinu og það eina sem þú ætlar að hugsa á þessu ári er: Ég treysti því að allt fari vel. Því ekkert er fallegra en Tvíburi sem slakar á og leyfir lífinu að flæða. Fyrstu mánuðir ársins eru sérstaklega góðir með það í huga að Venus og Amor litli eru að skjóta örvum allt í kringum þig. Áður en sumarið er liðið ætti að vera ýmislegt að frétta fyrir þig í ástinni ef þú nennir því. Ef þér finnst vera spenna eða stress í sambandi þínu, elskan mín, þá hefurðu góða 4-5 mánuði til að setja jákvæða orku í það og gera sambandið eins og nýtt. Því plánetan Venus er hjálpa þér að skrifa lífshandritið fram á mitt sumar. Þá eiga hlutirnir að vera komnir í lag. Annars ertu trúlega ekki í rétta sambandinu. Það sem ég sagði við þig í upphafi, að þetta verði auðveldara ár heldur en í fyrra, það á líka við fjármálin en peningar koma til þín auðveldlega. Það er misjafnt hvað fólki finnst vera gott kaup eða góð laun. Það er mjög gott fyrir þig, hjartað mitt, að ákveða hvað þú þarft mikið af peningum í vikulaun, því þú sendir skilaboð til alheimsins og hann mun færa þér það sem þér finnst sanngjarnt en þú verður að trúa því. Þetta sumar verður rosalegt og eins og þú sért á festivali frá enda maí þar til í lok ágúst. Þú blómstrar, hlærð og dansar og vaknar jafnvel þar sem þú vilt ekki vakna. Jafnvel vaknarðu á ókunnugri strönd og þá nýtur þú þín. Því þú ert 1000% sumartýpan og sumarið elskar þig. Þú átt það til að kvíða framtíðinni, ert farinn að hafa áhyggjur af haustinu á sumrin. Þú þarft að sleppa því, því að annars ertu að senda út í alheiminn að haustið verði með álagi og erfiðleikum. Það sem þú þarft að hugsa og segja er þessi skemmtilega setning: Það er vel hugsað um mig, og það var enginn annar en Búdda sem sagði það. Það væri gaman fyrir þig að vera með dagbók á þessu ári, þótt þú skrifir t.d. bara drauma, einn til tvo hluti á dag. Það mun magna upp orkuna þína. Það er enginn þægindahringur sem getur haldið þér inni á þessu ári. Þú ert „all in“ eins og maður myndi segja í póker og talandi um tölur og póker þá verður hin kraftmikla og heilaga tala 7 mikið í kringum þig á þessu skemmtilega fjörári sem þú ert að fara inn í. Knús og klapp, Sigga KlingFrægir Tvíburar: Ragnar Sigurðsson landsliðsmaður, Örn Árnason leikari, Óli Geir Jónsson plötusnúður, Bjarni töframaður, Hrund Þórsdóttir fréttakona, Össur Skarphéðinsson húmoristi, Johnny Depp leikari, Páll Magnússon fjölmiðlamaður, Kjartan Atli Kjartansson lífsspekúlant, Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari, Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, Andri Freyr útvarpsmaður og Lýðveldið Ísland, Donald Trump, Þórarinn Þórarinsson blaðamaður.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Ekkert gefið eftir í elegansinum Tíska og hönnun Einar og Milla eiga von á barni Lífið Fleiri fréttir Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Sjá meira