Sendu beint frá ofbeldi gegn fötluðum manni á Facebook Heimir már Pétursson skrifar 5. janúar 2017 19:15 Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum hefur yfirheyrt fjögur ungmenni sem grunuð eru um að hafa sent út beint á Facebook þar sem þau gengu í skrokk á andlega veikum manni. Lögregluyfirvöld segja myndbandið sjúklegt en það tengist væntanlega ekki kynþáttaátökum þótt árásarfólkið hafi minnst á Donald Trump verðandi forseta Bandaríkjanna í myndbandinu. Lögregla í Chicago fékk ábendingu um myndband á Facebook sem var frá beinni útsendingu á síðunni í gær. Þar sést hvar gengið er í skrokk á ungum hvítum manni sem á við andlega erfiðleika að stríða og hrópa þeir eða þau sem ráðast að manninum ýmis ókvæðisorð að honum og minnast á Donald Trump. Myndbandið var tekið upp í þessu húsi. Lögregla í Chicago hefur yfirheyrt fjögur 18 ára ungmenni, tvo pilta og tvær stúlkur, sem grunur leikur á að hafi staðið að árásinni og útsendingu hennar á Facebook. „Ég ætla ekki að segja að það hafi gengið fram af mér en þetta var ógeðslegt,“ segir Eddie Johnson yfirlögregluþjónn í Chicago. Kevin Duffin lögreglufulltrúi segir manninn sem ráðist var á hafa tengsl við árásarhópinn. „Hann er kunningi eins hinna grunuðu og þeir virðast hafa hist úti í úthverfunum. Hinir grunuðu stálu síðan sendiferðabíl og fluttu hann inn í borgina,“ segir Duffin. Þótt einn árásarmannanna sem virðist vera svartur hrópi nafn Trumps telur lögreglan árásina hvorki vera af pólitískum né kynþáttalegum rótum. „Ég held að hluti af því sé bara heimska. Menn rausa bara eitthvað sem þeir halda að komist í fréttir,“ segir Eddie Johnson. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent Fleiri fréttir Moore, Brody, Zaldana og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Sjá meira
Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum hefur yfirheyrt fjögur ungmenni sem grunuð eru um að hafa sent út beint á Facebook þar sem þau gengu í skrokk á andlega veikum manni. Lögregluyfirvöld segja myndbandið sjúklegt en það tengist væntanlega ekki kynþáttaátökum þótt árásarfólkið hafi minnst á Donald Trump verðandi forseta Bandaríkjanna í myndbandinu. Lögregla í Chicago fékk ábendingu um myndband á Facebook sem var frá beinni útsendingu á síðunni í gær. Þar sést hvar gengið er í skrokk á ungum hvítum manni sem á við andlega erfiðleika að stríða og hrópa þeir eða þau sem ráðast að manninum ýmis ókvæðisorð að honum og minnast á Donald Trump. Myndbandið var tekið upp í þessu húsi. Lögregla í Chicago hefur yfirheyrt fjögur 18 ára ungmenni, tvo pilta og tvær stúlkur, sem grunur leikur á að hafi staðið að árásinni og útsendingu hennar á Facebook. „Ég ætla ekki að segja að það hafi gengið fram af mér en þetta var ógeðslegt,“ segir Eddie Johnson yfirlögregluþjónn í Chicago. Kevin Duffin lögreglufulltrúi segir manninn sem ráðist var á hafa tengsl við árásarhópinn. „Hann er kunningi eins hinna grunuðu og þeir virðast hafa hist úti í úthverfunum. Hinir grunuðu stálu síðan sendiferðabíl og fluttu hann inn í borgina,“ segir Duffin. Þótt einn árásarmannanna sem virðist vera svartur hrópi nafn Trumps telur lögreglan árásina hvorki vera af pólitískum né kynþáttalegum rótum. „Ég held að hluti af því sé bara heimska. Menn rausa bara eitthvað sem þeir halda að komist í fréttir,“ segir Eddie Johnson.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður The Vivienne er látin Erlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Erlent Fleiri fréttir Moore, Brody, Zaldana og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Sjá meira