Sendu beint frá ofbeldi gegn fötluðum manni á Facebook Heimir már Pétursson skrifar 5. janúar 2017 19:15 Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum hefur yfirheyrt fjögur ungmenni sem grunuð eru um að hafa sent út beint á Facebook þar sem þau gengu í skrokk á andlega veikum manni. Lögregluyfirvöld segja myndbandið sjúklegt en það tengist væntanlega ekki kynþáttaátökum þótt árásarfólkið hafi minnst á Donald Trump verðandi forseta Bandaríkjanna í myndbandinu. Lögregla í Chicago fékk ábendingu um myndband á Facebook sem var frá beinni útsendingu á síðunni í gær. Þar sést hvar gengið er í skrokk á ungum hvítum manni sem á við andlega erfiðleika að stríða og hrópa þeir eða þau sem ráðast að manninum ýmis ókvæðisorð að honum og minnast á Donald Trump. Myndbandið var tekið upp í þessu húsi. Lögregla í Chicago hefur yfirheyrt fjögur 18 ára ungmenni, tvo pilta og tvær stúlkur, sem grunur leikur á að hafi staðið að árásinni og útsendingu hennar á Facebook. „Ég ætla ekki að segja að það hafi gengið fram af mér en þetta var ógeðslegt,“ segir Eddie Johnson yfirlögregluþjónn í Chicago. Kevin Duffin lögreglufulltrúi segir manninn sem ráðist var á hafa tengsl við árásarhópinn. „Hann er kunningi eins hinna grunuðu og þeir virðast hafa hist úti í úthverfunum. Hinir grunuðu stálu síðan sendiferðabíl og fluttu hann inn í borgina,“ segir Duffin. Þótt einn árásarmannanna sem virðist vera svartur hrópi nafn Trumps telur lögreglan árásina hvorki vera af pólitískum né kynþáttalegum rótum. „Ég held að hluti af því sé bara heimska. Menn rausa bara eitthvað sem þeir halda að komist í fréttir,“ segir Eddie Johnson. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Lögregla í Chicago í Bandaríkjunum hefur yfirheyrt fjögur ungmenni sem grunuð eru um að hafa sent út beint á Facebook þar sem þau gengu í skrokk á andlega veikum manni. Lögregluyfirvöld segja myndbandið sjúklegt en það tengist væntanlega ekki kynþáttaátökum þótt árásarfólkið hafi minnst á Donald Trump verðandi forseta Bandaríkjanna í myndbandinu. Lögregla í Chicago fékk ábendingu um myndband á Facebook sem var frá beinni útsendingu á síðunni í gær. Þar sést hvar gengið er í skrokk á ungum hvítum manni sem á við andlega erfiðleika að stríða og hrópa þeir eða þau sem ráðast að manninum ýmis ókvæðisorð að honum og minnast á Donald Trump. Myndbandið var tekið upp í þessu húsi. Lögregla í Chicago hefur yfirheyrt fjögur 18 ára ungmenni, tvo pilta og tvær stúlkur, sem grunur leikur á að hafi staðið að árásinni og útsendingu hennar á Facebook. „Ég ætla ekki að segja að það hafi gengið fram af mér en þetta var ógeðslegt,“ segir Eddie Johnson yfirlögregluþjónn í Chicago. Kevin Duffin lögreglufulltrúi segir manninn sem ráðist var á hafa tengsl við árásarhópinn. „Hann er kunningi eins hinna grunuðu og þeir virðast hafa hist úti í úthverfunum. Hinir grunuðu stálu síðan sendiferðabíl og fluttu hann inn í borgina,“ segir Duffin. Þótt einn árásarmannanna sem virðist vera svartur hrópi nafn Trumps telur lögreglan árásina hvorki vera af pólitískum né kynþáttalegum rótum. „Ég held að hluti af því sé bara heimska. Menn rausa bara eitthvað sem þeir halda að komist í fréttir,“ segir Eddie Johnson.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Innlent Fleiri fréttir Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila