Kuznetsov kallaður aftur til Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2017 10:41 Flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov. Vísir/AFP Varnarmálaráðuneyti Rússlands segist ætla að draga úr hernaðarlegum umsvifum ríkisins í Sýrlandi. Fyrsta skrefið verður að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov, og önnur skip, aftur til Rússlands. Hershöfðinginn Valery Gerasimov tilkynnti þetta í dag og sagði ákvörðunina hafa verið tekna af Vladimir Putin, forseta Rússlands, þann 29. desember. Rússar hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og stjórnarher hans í átökum í Sýrlandi í rúmt ár. Stjórnarherinn tók Aleppo úr höndum uppreisnarhópa í síðasta mánuði og vopnahlé sem runnið er undan rifjum Rússa og Tyrkja hefur nú verið í gildi í tæpa viku. Gerasimov tók þó ekki fram hve umfangsmikil fækkun herliðsins í Sýrlandi á að vera.Kuznetsov er eina flugmóðurskip Rússlands og kom það að ströndum Sýrlands um miðjan nóvembermánuð. Þetta er í fyrsta sinn sem að skipið hefur verið notað til bardagaaðgerða og tvær orrustuþotur af þeim fimmtán sem hafa verið á flugmóðurskipinu fórust í þeim aðgerðum.SU-33 þota brotlenti í miðjarðarhafið í desember á leið til Kuznetsov eftir loftárásir í Sýrlandi. Þá brotlenti MiG-29 í sjónum þegar flugmaður hennar reyndi að lenda á Kuznetsov. Skömmu eftir að flugmóðurskipið kom að ströndum Sýrlands bárust fregnir af því að flugvélar skipsins væru komnar í land og að þeim væri þess í stað flogið frá Humaymim herstöðinni í Latakia héraði. Því hefur verið haldið fram að ferðalag skipsins til Sýrlands hafi í raun verið auglýsingabrella.Kutznetsov var tekinn í notkun í desember 1985 og er því kominn til ára sinna. Í síðasta mánuði sagði TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, að aðgerðir flugmóðurskipsins í Sýrlandi myndu hjálpa til við þróun og smíði nýs flugmóðurskips.Varnarmálaráðuneyti Rússlands, birti þetta myndband af flugmóðurskipinu á miðvikudaginn. Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. 21. september 2016 14:47 Rússar sagðir hafa fjölgað verulega í herliði sínu Hermenn, flugvélar og loftvarnarkerfi hafa verið send til Sýrlands eftir að vopnahléinu lauk. 7. október 2016 18:39 Spánverjar hvattir til að neita rússneskum herskipum að taka eldsneyti Skipalestin er á leið til Sýrlands til að styðja við loftárásir Rússa, meðal annars í borginni Aleppo. 26. október 2016 08:26 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Varnarmálaráðuneyti Rússlands segist ætla að draga úr hernaðarlegum umsvifum ríkisins í Sýrlandi. Fyrsta skrefið verður að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov, og önnur skip, aftur til Rússlands. Hershöfðinginn Valery Gerasimov tilkynnti þetta í dag og sagði ákvörðunina hafa verið tekna af Vladimir Putin, forseta Rússlands, þann 29. desember. Rússar hafa stutt við bakið á Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, og stjórnarher hans í átökum í Sýrlandi í rúmt ár. Stjórnarherinn tók Aleppo úr höndum uppreisnarhópa í síðasta mánuði og vopnahlé sem runnið er undan rifjum Rússa og Tyrkja hefur nú verið í gildi í tæpa viku. Gerasimov tók þó ekki fram hve umfangsmikil fækkun herliðsins í Sýrlandi á að vera.Kuznetsov er eina flugmóðurskip Rússlands og kom það að ströndum Sýrlands um miðjan nóvembermánuð. Þetta er í fyrsta sinn sem að skipið hefur verið notað til bardagaaðgerða og tvær orrustuþotur af þeim fimmtán sem hafa verið á flugmóðurskipinu fórust í þeim aðgerðum.SU-33 þota brotlenti í miðjarðarhafið í desember á leið til Kuznetsov eftir loftárásir í Sýrlandi. Þá brotlenti MiG-29 í sjónum þegar flugmaður hennar reyndi að lenda á Kuznetsov. Skömmu eftir að flugmóðurskipið kom að ströndum Sýrlands bárust fregnir af því að flugvélar skipsins væru komnar í land og að þeim væri þess í stað flogið frá Humaymim herstöðinni í Latakia héraði. Því hefur verið haldið fram að ferðalag skipsins til Sýrlands hafi í raun verið auglýsingabrella.Kutznetsov var tekinn í notkun í desember 1985 og er því kominn til ára sinna. Í síðasta mánuði sagði TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, að aðgerðir flugmóðurskipsins í Sýrlandi myndu hjálpa til við þróun og smíði nýs flugmóðurskips.Varnarmálaráðuneyti Rússlands, birti þetta myndband af flugmóðurskipinu á miðvikudaginn.
Mið-Austurlönd Tengdar fréttir Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. 21. september 2016 14:47 Rússar sagðir hafa fjölgað verulega í herliði sínu Hermenn, flugvélar og loftvarnarkerfi hafa verið send til Sýrlands eftir að vopnahléinu lauk. 7. október 2016 18:39 Spánverjar hvattir til að neita rússneskum herskipum að taka eldsneyti Skipalestin er á leið til Sýrlands til að styðja við loftárásir Rússa, meðal annars í borginni Aleppo. 26. október 2016 08:26 Mest lesið Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Erlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Sjá meira
Senda flugmóðurskip að ströndum Sýrlands Yfirvöld Rússlands hafa ákveðið að senda flugmóðurskipið Admiral Kuznetsov að ströndum Sýrlands í Miðjarðarhafinu. 21. september 2016 14:47
Rússar sagðir hafa fjölgað verulega í herliði sínu Hermenn, flugvélar og loftvarnarkerfi hafa verið send til Sýrlands eftir að vopnahléinu lauk. 7. október 2016 18:39
Spánverjar hvattir til að neita rússneskum herskipum að taka eldsneyti Skipalestin er á leið til Sýrlands til að styðja við loftárásir Rússa, meðal annars í borginni Aleppo. 26. október 2016 08:26