Logi Bergmann Eiðsson verður þáttastjórnandi og Auðunn Blöndal og Katla Margrét Þorgeirsdóttir verða liðstjórar.
Fyrirkomulagið verður á þá leið að fjórir gestir verða í hverjum þætti, tveir í hvoru liði. Eins og áður segir verða Auddi og Katla liðsstjórar en þátturinn snýst um að segja sögur af sér og hitt liðið á að reyna að geta hvort sagan sé sönn eða lygi.
Í hádeginu í dag elduðu þeir Logi Bergmann og Auðunn Blöndal fyrir starfsfólk 365 og var þá fyrsti þátturinn frumsýndur í mötuneyti fyrirtækisins. Boðið var upp á hamborgara og plebbasalat (hvað sem það er).
Hér að neðan má sjá brot úr fyrsta þættinum.