Eini launaði sporhundaþjálfari Íslands Sólveig Gísladóttir skrifar 7. janúar 2017 11:00 Þórir er eini launaði sporhundaþjálfarinn á landinu en hann er í vinnu hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar sem á Perlu. Mynd/Vilhelm Þórir Sigurhansson starfar fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar við að þjálfa blóðhundinn Perlu. Perla er sú eina sinnar tegundar á landinu en þau Þórir fóru tæpa 200 km af spori á síðasta ári og í 32 útköll. Þórir hefur alla tíð átt hunda og hefur þjálfað snjóflóða- og víðáttuleitarhunda í 28 ár. Það var hins vegar fyrir tveimur árum að hann tók við starfi sporhundaþjálfara hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. „Sveitin hefur verið með sporhunda á sínum vegum frá árinu 1960 og er eina sveitin á landinu með sporhundahóp. Snorri Magnússon var lengi aðalþjálfarinn en ég tók við sem þjálfari Perlu fyrir tveimur árum,“ segir Þórir. Perla er sex ára tík af blóðhundakyni sem björgunarsveitin flutti inn fyrir tveimur árum.Þórir þjálfar Perlu á hverjum degi en mikil vinna er að baki sporhundaþjálfun. Mynd/Vilhelm„Blóðhundar hafa algera yfirburði í þessari tegund af sporum. Þeir eru mikið notaðir í Þýskalandi og Bandaríkjunum af lögreglu og björgunarsveitum. Ræktunin í þeim miðast við sporavinnuna, þeir hafa líkamlega yfirburði til að rekja sporið og verða dálítið einhverfir þegar þeir detta í þessa vinnu, þá kemst ekkert annað að,“ lýsir Þórir og segir hundana magnaðar týpur. „Ég hef þjálfað hunda lengi en Perla er alltaf að koma mér á óvart.“ Þórir segir að þó blóðhundar séu bæði gæfir og góðir hundar henti þeir ekki á heimili. „Ég er oft með hana hérna heima en hún er svo uppátækjasöm. Það má ekki líta af henni, þá er hún komin upp í rúm, ofan í skúffu eða búin að velta einhverju um koll. Hún er stanslaust að,“ segir hann glettinn. Það er Björgunarsveit Hafnarfjarðar sem á Perlu og sér um allt uppihald hennar. Þá býr hún í sérstöku hundahúsi sem björgunarsveitin á. Hún er þó alltaf mikið á ferðinni með Þóri bæði í þjálfun og svo kemur hún heim með honum og hittir hundana tvo sem Þórir á sjálfur. „Ég er með gamla séffertík og svo ungan labrador sem ég er að þjálfa í líkleit.“Mikil þekking í sveitinni Perla var fjögurra ára þegar hún var flutt til landsins en Þórir fékk það hlutverk að klára þjálfun hennar og koma henni í gegnum þær úttektir sem þarf til að hún megi fara í útköll. Hann segist hafa haft nokkra reynslu af sporhundaþjálfun, hafi æft sporaleit með sína hunda meðfram öðru. „Það sem ég hafði ekki gert áður voru þessi einstaklingsspor. Þá leitar hundurinn að einstaklingi með því að para saman annars vegar lykt af viðkomandi og spor þess týnda hins vegar,“ segir Þórir og bendir á að þjálfunin sé mjög sérhæfð. Hann segist bæði hafa lesið sér til um þjálfunina en auk þess getur hann sótt í viskubrunn félaga sinna í sveitinni enda hefur mikil þekking orðið til í gegnum árin.Perla er mjög einbeitt þegar hún er komin á sporið.Mynd/VilhelmGóð reynsla af þjálfuninni Þórir er eini þjálfarinn á landinu sem starfar við sporhundaþjálfun en hann er í hálfu starfi hjá björgunarsveitinni við það. „Þetta er mjög mikil vinna og ekki gerandi nema fá greitt fyrir það. Maður er í raun á útkallsvakt allan sólarhringinn allt árið um kring en auk þess þarf að viðra hundinn og þjálfa á hverjum degi. Hann segir þjálfun Perlu ganga vel. „Hún er komin í mjög gott jafnvægi núna,“ segir hann en þau Perla fóru tæpa 200 km af spori á síðasta ári. Þá fóru þau í 32 útköll árið 2016, það síðasta á gamlársdag. Ástæður útkallanna eru iðulega að fólk týnist en einnig hafa þau starfað fyrir lögregluna. Þórir kann afar vel við starf sitt enda hefur hundaþjálfun verið áhugamál hans í áratugi. „En þetta er skrítið starf, oft er ég á leiðinni út um miðjar nætur til að mæta í vinnu. Þá er ég á einni stundu í stofunni heima og þá næstu í flugi á leið út á land.“ Hann segir öll útköll ólík en eftirminnilegast er honum þegar þau Perla fundu manneskju á lífi á síðasta ári. „Það er auðvitað mjög eftirminnilegt að sjá þjálfunina skila árangri.“Perla fær félagsskap Stefnan hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar er að vera með tvo þjálfaða hunda til taks. Í því augnamiði hefur sveitin fest kaup á blóðhundshvolpi frá Ungverjalandi. „Víð bíðum þess bara að hún verði orðin nógu gömul þannig að það megi flytja hana, en það er ekki fyrr en við sjö mánaða aldur. Síðan tekur við einangrun,“ segir Þórir sem býst við að fá nýja hvolpinn í þjálfun í byrjun júní en hann mun þjálfa hann frá grunni. Heilsa Lífið Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Þórir Sigurhansson starfar fyrir Björgunarsveit Hafnarfjarðar við að þjálfa blóðhundinn Perlu. Perla er sú eina sinnar tegundar á landinu en þau Þórir fóru tæpa 200 km af spori á síðasta ári og í 32 útköll. Þórir hefur alla tíð átt hunda og hefur þjálfað snjóflóða- og víðáttuleitarhunda í 28 ár. Það var hins vegar fyrir tveimur árum að hann tók við starfi sporhundaþjálfara hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar. „Sveitin hefur verið með sporhunda á sínum vegum frá árinu 1960 og er eina sveitin á landinu með sporhundahóp. Snorri Magnússon var lengi aðalþjálfarinn en ég tók við sem þjálfari Perlu fyrir tveimur árum,“ segir Þórir. Perla er sex ára tík af blóðhundakyni sem björgunarsveitin flutti inn fyrir tveimur árum.Þórir þjálfar Perlu á hverjum degi en mikil vinna er að baki sporhundaþjálfun. Mynd/Vilhelm„Blóðhundar hafa algera yfirburði í þessari tegund af sporum. Þeir eru mikið notaðir í Þýskalandi og Bandaríkjunum af lögreglu og björgunarsveitum. Ræktunin í þeim miðast við sporavinnuna, þeir hafa líkamlega yfirburði til að rekja sporið og verða dálítið einhverfir þegar þeir detta í þessa vinnu, þá kemst ekkert annað að,“ lýsir Þórir og segir hundana magnaðar týpur. „Ég hef þjálfað hunda lengi en Perla er alltaf að koma mér á óvart.“ Þórir segir að þó blóðhundar séu bæði gæfir og góðir hundar henti þeir ekki á heimili. „Ég er oft með hana hérna heima en hún er svo uppátækjasöm. Það má ekki líta af henni, þá er hún komin upp í rúm, ofan í skúffu eða búin að velta einhverju um koll. Hún er stanslaust að,“ segir hann glettinn. Það er Björgunarsveit Hafnarfjarðar sem á Perlu og sér um allt uppihald hennar. Þá býr hún í sérstöku hundahúsi sem björgunarsveitin á. Hún er þó alltaf mikið á ferðinni með Þóri bæði í þjálfun og svo kemur hún heim með honum og hittir hundana tvo sem Þórir á sjálfur. „Ég er með gamla séffertík og svo ungan labrador sem ég er að þjálfa í líkleit.“Mikil þekking í sveitinni Perla var fjögurra ára þegar hún var flutt til landsins en Þórir fékk það hlutverk að klára þjálfun hennar og koma henni í gegnum þær úttektir sem þarf til að hún megi fara í útköll. Hann segist hafa haft nokkra reynslu af sporhundaþjálfun, hafi æft sporaleit með sína hunda meðfram öðru. „Það sem ég hafði ekki gert áður voru þessi einstaklingsspor. Þá leitar hundurinn að einstaklingi með því að para saman annars vegar lykt af viðkomandi og spor þess týnda hins vegar,“ segir Þórir og bendir á að þjálfunin sé mjög sérhæfð. Hann segist bæði hafa lesið sér til um þjálfunina en auk þess getur hann sótt í viskubrunn félaga sinna í sveitinni enda hefur mikil þekking orðið til í gegnum árin.Perla er mjög einbeitt þegar hún er komin á sporið.Mynd/VilhelmGóð reynsla af þjálfuninni Þórir er eini þjálfarinn á landinu sem starfar við sporhundaþjálfun en hann er í hálfu starfi hjá björgunarsveitinni við það. „Þetta er mjög mikil vinna og ekki gerandi nema fá greitt fyrir það. Maður er í raun á útkallsvakt allan sólarhringinn allt árið um kring en auk þess þarf að viðra hundinn og þjálfa á hverjum degi. Hann segir þjálfun Perlu ganga vel. „Hún er komin í mjög gott jafnvægi núna,“ segir hann en þau Perla fóru tæpa 200 km af spori á síðasta ári. Þá fóru þau í 32 útköll árið 2016, það síðasta á gamlársdag. Ástæður útkallanna eru iðulega að fólk týnist en einnig hafa þau starfað fyrir lögregluna. Þórir kann afar vel við starf sitt enda hefur hundaþjálfun verið áhugamál hans í áratugi. „En þetta er skrítið starf, oft er ég á leiðinni út um miðjar nætur til að mæta í vinnu. Þá er ég á einni stundu í stofunni heima og þá næstu í flugi á leið út á land.“ Hann segir öll útköll ólík en eftirminnilegast er honum þegar þau Perla fundu manneskju á lífi á síðasta ári. „Það er auðvitað mjög eftirminnilegt að sjá þjálfunina skila árangri.“Perla fær félagsskap Stefnan hjá Björgunarsveit Hafnarfjarðar er að vera með tvo þjálfaða hunda til taks. Í því augnamiði hefur sveitin fest kaup á blóðhundshvolpi frá Ungverjalandi. „Víð bíðum þess bara að hún verði orðin nógu gömul þannig að það megi flytja hana, en það er ekki fyrr en við sjö mánaða aldur. Síðan tekur við einangrun,“ segir Þórir sem býst við að fá nýja hvolpinn í þjálfun í byrjun júní en hann mun þjálfa hann frá grunni.
Heilsa Lífið Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira