Íslenska 21 árs landsliðið byrjaði vel undankeppni fyrir HM U-21 landsliða en íslenska liðið vann sjö marka sigur á Litháen, 32-25, þrátt fyrir að leika án tveggja lykilmanna.
Hægri hornamaðurinn Óðinn Þór Ríkharðsson var langmarkahæstur í íslenska liðinu með ellefu mörk úr fjórtán skotum en fjögur þeirra skoraði hann af vítalínunni.
Sigtryggur Daði Rúnarsson, sonur Rúnar Sigtryggssonar, átti einnig flottan leik en hann skoraði 7 mörk úr 8 skotum í leiknum.
Varnartröllið Arnar Freyr Arnarsson og hinn fjölhæfi Ómar Ingi Magnússon voru með íslenska landsliðinu á móti Egyptum í gær og léku því ekki með íslenska liðinu í þessum leik.
Íslenska liðið komst í 3-1 í byrjun, var 12-7 yfir og leiddi með fimm mörkum í hálfleik, 16-11.
Þjálfarar íslenska liðsins eru þeir Ólafur Stefánsson og Sigursteinn Arndal. Liðið mætir Grikkjum og heimamönnum í Serbíu á næstu tveimur dögum.
Ísland - Litháen 32-25 (16-11)
Mörk Íslands:
Óðinn Þór Ríkharðsson 11/4
Sigtryggur Daði Rúnarsson 7
Kristján Örn Kristjánsson 4
Elvar Örn Jónsson 3
Sturla Magnússon 2
Gísli Þorgeir Kristjánsson 2
Hergeir Grímsson 2
Aron Dagur Pálsson 1
Óðinn skoraði ellefu mörk þegar strákarnir unnu Litháa
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið



Ótrúleg markasúpa í Katalóníu
Fótbolti



„Eins gott að þeir fari að fokking semja“
Körfubolti

Inter í undanúrslit
Fótbolti


Aþena vann loksins leik
Körfubolti

Chelsea skrapaði botninn með Southampton
Enski boltinn