Ungu strákarnir lofa góðu en varnarleikurinn er enn þá til vandræða Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. janúar 2017 19:00 Ungu strákarnir í íslenska landsliðinu í handbolta lofuðu góðu á æfingamótinu Danmörku en þeir eiga langt í land eins og íslenska liðið segir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, um strákana okkar. Þeir hefja leik á HM í Frakklandi á fimmtudaginn. Það sáust bæði góðir og slæmir hlutir hjá íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Danmörku sem lauk í gær með skell gegn Ólympíumeisturum Dana. Mesta athygli fengu þrír ungir strákar; leikstjórnandinn Janus Daði Smárason, línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson og hægri skyttan Ómar Ingi Magnússon sem voru hvergi bangnir sama hversu mikla ábyrgð þeir þurftu að taka í leikjunum. „Þeir stóðu sig mjög vel um helgina. Sérstaklega þessir þrír strákar; Ómar, Arnar og Janus, sem eru að koma úr U21 árs landsliðinu. Þeir voru ákafir og grimmir og létu finna fyrir sér. Ég hef litlar væntingar en vona það besta. Maður er bara spenntur að sjá hvernig þessir stráka munu stimpla sig inn í þetta lið,“ segir Einar Andri. Janus Daði spilaði mest þessara þriggja leikmanna þar sem hinir tveir voru sendir í verkefni með U21 árs landsliðinu um helgina. Hann var mjög grimmur í sínum leik og skoraði ellefu mörk í 18 skotum og fiskaði fjögur víti. Það var það góða en hann skorti svolítið að búa til fyrir aðra. „Janus var virkilega ákafur og grimmur. Hann lét til sín taka og þorði að taka á skarið. Það skilaði sér í mörkum en síðan var hin hliðin að við töpuðum boltum og fengum hraðaupphlaupsmörk í bakið. Það vantaði ákveðið skipulag enda strákar þarna að spila í fyrsta skipti saman þannig það var ákveðið óöryggi í hlutunum. Menn voru að mæta á vitlausum hraða á boltann og losa hann á röngum augnablikum,“ segir Einar Andri. Íslenska liðið fékk 30 mörk á sig að meðaltali á mótinu og varnarleikurinn því enn þá hausverkur eins og hann hefur verið undanfarin misseri. „Það eru vandamál í varnarleiknum sem þarf að tækla. Það þarf að finna réttu blönduna og finna út hverjir virka best í miðju varnarinnar. Það er verið að spila núna svolítið skiptingalaust og þar eru menn í nýjum hlutverkum. Hvort sem litið er til sóknar eða varnar er þetta lið nánast alveg nýtt, allavega ef litið er til leikmannanna sem eru í ábyrgðarhlutverkum. Þetta þarf tíma en já, vörnin þarf að lagast,“ segir Einar Andri Einarsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan en nánar verður rætt við Einar Andra í Fréttablaðinu á morgun. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins Haukamaðurinn Janus Daði Smárason hefur stimplað sig vel inn í íslenska handboltalandsliðið í Bygma bikarnum, æfingamóti sem fer fram í Danmörku þessa dagana. 7. janúar 2017 12:30 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 26-34 | Rassskelling í síðasta leiknum fyrir HM Ísland steinlá fyrir Danmörku, 26-34, í síðasta leiknum í Bygma bikarnum í handbolta í Árósum í kvöld. 8. janúar 2017 21:00 Þetta er náttúrulega bara ótrúlegur leikmaður Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið inn á vellinum í meira en 6500 mínútur með íslenska landsliðinu á stórmótum. Undanfarin sautján ár hefur Guðjón Valur alltaf verið til taks og tilbúinn að gefa allt sitt fyrir íslenska landsliði 9. janúar 2017 07:00 Tandri Már ekki með á HM | Vignir heim vegna veikinda Sextán leikmenn fara með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi sem hefst á miðvikudag. 9. janúar 2017 12:01 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
Ungu strákarnir í íslenska landsliðinu í handbolta lofuðu góðu á æfingamótinu Danmörku en þeir eiga langt í land eins og íslenska liðið segir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, um strákana okkar. Þeir hefja leik á HM í Frakklandi á fimmtudaginn. Það sáust bæði góðir og slæmir hlutir hjá íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Danmörku sem lauk í gær með skell gegn Ólympíumeisturum Dana. Mesta athygli fengu þrír ungir strákar; leikstjórnandinn Janus Daði Smárason, línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson og hægri skyttan Ómar Ingi Magnússon sem voru hvergi bangnir sama hversu mikla ábyrgð þeir þurftu að taka í leikjunum. „Þeir stóðu sig mjög vel um helgina. Sérstaklega þessir þrír strákar; Ómar, Arnar og Janus, sem eru að koma úr U21 árs landsliðinu. Þeir voru ákafir og grimmir og létu finna fyrir sér. Ég hef litlar væntingar en vona það besta. Maður er bara spenntur að sjá hvernig þessir stráka munu stimpla sig inn í þetta lið,“ segir Einar Andri. Janus Daði spilaði mest þessara þriggja leikmanna þar sem hinir tveir voru sendir í verkefni með U21 árs landsliðinu um helgina. Hann var mjög grimmur í sínum leik og skoraði ellefu mörk í 18 skotum og fiskaði fjögur víti. Það var það góða en hann skorti svolítið að búa til fyrir aðra. „Janus var virkilega ákafur og grimmur. Hann lét til sín taka og þorði að taka á skarið. Það skilaði sér í mörkum en síðan var hin hliðin að við töpuðum boltum og fengum hraðaupphlaupsmörk í bakið. Það vantaði ákveðið skipulag enda strákar þarna að spila í fyrsta skipti saman þannig það var ákveðið óöryggi í hlutunum. Menn voru að mæta á vitlausum hraða á boltann og losa hann á röngum augnablikum,“ segir Einar Andri. Íslenska liðið fékk 30 mörk á sig að meðaltali á mótinu og varnarleikurinn því enn þá hausverkur eins og hann hefur verið undanfarin misseri. „Það eru vandamál í varnarleiknum sem þarf að tækla. Það þarf að finna réttu blönduna og finna út hverjir virka best í miðju varnarinnar. Það er verið að spila núna svolítið skiptingalaust og þar eru menn í nýjum hlutverkum. Hvort sem litið er til sóknar eða varnar er þetta lið nánast alveg nýtt, allavega ef litið er til leikmannanna sem eru í ábyrgðarhlutverkum. Þetta þarf tíma en já, vörnin þarf að lagast,“ segir Einar Andri Einarsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan en nánar verður rætt við Einar Andra í Fréttablaðinu á morgun.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins Haukamaðurinn Janus Daði Smárason hefur stimplað sig vel inn í íslenska handboltalandsliðið í Bygma bikarnum, æfingamóti sem fer fram í Danmörku þessa dagana. 7. janúar 2017 12:30 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 26-34 | Rassskelling í síðasta leiknum fyrir HM Ísland steinlá fyrir Danmörku, 26-34, í síðasta leiknum í Bygma bikarnum í handbolta í Árósum í kvöld. 8. janúar 2017 21:00 Þetta er náttúrulega bara ótrúlegur leikmaður Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið inn á vellinum í meira en 6500 mínútur með íslenska landsliðinu á stórmótum. Undanfarin sautján ár hefur Guðjón Valur alltaf verið til taks og tilbúinn að gefa allt sitt fyrir íslenska landsliði 9. janúar 2017 07:00 Tandri Már ekki með á HM | Vignir heim vegna veikinda Sextán leikmenn fara með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi sem hefst á miðvikudag. 9. janúar 2017 12:01 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti N-Írland - Ísland | Stelpurnar okkar verja sætið í umspili Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Fleiri fréttir Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Sjá meira
HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins Haukamaðurinn Janus Daði Smárason hefur stimplað sig vel inn í íslenska handboltalandsliðið í Bygma bikarnum, æfingamóti sem fer fram í Danmörku þessa dagana. 7. janúar 2017 12:30
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 26-34 | Rassskelling í síðasta leiknum fyrir HM Ísland steinlá fyrir Danmörku, 26-34, í síðasta leiknum í Bygma bikarnum í handbolta í Árósum í kvöld. 8. janúar 2017 21:00
Þetta er náttúrulega bara ótrúlegur leikmaður Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið inn á vellinum í meira en 6500 mínútur með íslenska landsliðinu á stórmótum. Undanfarin sautján ár hefur Guðjón Valur alltaf verið til taks og tilbúinn að gefa allt sitt fyrir íslenska landsliði 9. janúar 2017 07:00
Tandri Már ekki með á HM | Vignir heim vegna veikinda Sextán leikmenn fara með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi sem hefst á miðvikudag. 9. janúar 2017 12:01