Ungu strákarnir lofa góðu en varnarleikurinn er enn þá til vandræða Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. janúar 2017 19:00 Ungu strákarnir í íslenska landsliðinu í handbolta lofuðu góðu á æfingamótinu Danmörku en þeir eiga langt í land eins og íslenska liðið segir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, um strákana okkar. Þeir hefja leik á HM í Frakklandi á fimmtudaginn. Það sáust bæði góðir og slæmir hlutir hjá íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Danmörku sem lauk í gær með skell gegn Ólympíumeisturum Dana. Mesta athygli fengu þrír ungir strákar; leikstjórnandinn Janus Daði Smárason, línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson og hægri skyttan Ómar Ingi Magnússon sem voru hvergi bangnir sama hversu mikla ábyrgð þeir þurftu að taka í leikjunum. „Þeir stóðu sig mjög vel um helgina. Sérstaklega þessir þrír strákar; Ómar, Arnar og Janus, sem eru að koma úr U21 árs landsliðinu. Þeir voru ákafir og grimmir og létu finna fyrir sér. Ég hef litlar væntingar en vona það besta. Maður er bara spenntur að sjá hvernig þessir stráka munu stimpla sig inn í þetta lið,“ segir Einar Andri. Janus Daði spilaði mest þessara þriggja leikmanna þar sem hinir tveir voru sendir í verkefni með U21 árs landsliðinu um helgina. Hann var mjög grimmur í sínum leik og skoraði ellefu mörk í 18 skotum og fiskaði fjögur víti. Það var það góða en hann skorti svolítið að búa til fyrir aðra. „Janus var virkilega ákafur og grimmur. Hann lét til sín taka og þorði að taka á skarið. Það skilaði sér í mörkum en síðan var hin hliðin að við töpuðum boltum og fengum hraðaupphlaupsmörk í bakið. Það vantaði ákveðið skipulag enda strákar þarna að spila í fyrsta skipti saman þannig það var ákveðið óöryggi í hlutunum. Menn voru að mæta á vitlausum hraða á boltann og losa hann á röngum augnablikum,“ segir Einar Andri. Íslenska liðið fékk 30 mörk á sig að meðaltali á mótinu og varnarleikurinn því enn þá hausverkur eins og hann hefur verið undanfarin misseri. „Það eru vandamál í varnarleiknum sem þarf að tækla. Það þarf að finna réttu blönduna og finna út hverjir virka best í miðju varnarinnar. Það er verið að spila núna svolítið skiptingalaust og þar eru menn í nýjum hlutverkum. Hvort sem litið er til sóknar eða varnar er þetta lið nánast alveg nýtt, allavega ef litið er til leikmannanna sem eru í ábyrgðarhlutverkum. Þetta þarf tíma en já, vörnin þarf að lagast,“ segir Einar Andri Einarsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan en nánar verður rætt við Einar Andra í Fréttablaðinu á morgun. HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins Haukamaðurinn Janus Daði Smárason hefur stimplað sig vel inn í íslenska handboltalandsliðið í Bygma bikarnum, æfingamóti sem fer fram í Danmörku þessa dagana. 7. janúar 2017 12:30 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 26-34 | Rassskelling í síðasta leiknum fyrir HM Ísland steinlá fyrir Danmörku, 26-34, í síðasta leiknum í Bygma bikarnum í handbolta í Árósum í kvöld. 8. janúar 2017 21:00 Þetta er náttúrulega bara ótrúlegur leikmaður Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið inn á vellinum í meira en 6500 mínútur með íslenska landsliðinu á stórmótum. Undanfarin sautján ár hefur Guðjón Valur alltaf verið til taks og tilbúinn að gefa allt sitt fyrir íslenska landsliði 9. janúar 2017 07:00 Tandri Már ekki með á HM | Vignir heim vegna veikinda Sextán leikmenn fara með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi sem hefst á miðvikudag. 9. janúar 2017 12:01 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
Ungu strákarnir í íslenska landsliðinu í handbolta lofuðu góðu á æfingamótinu Danmörku en þeir eiga langt í land eins og íslenska liðið segir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, um strákana okkar. Þeir hefja leik á HM í Frakklandi á fimmtudaginn. Það sáust bæði góðir og slæmir hlutir hjá íslenska landsliðinu á æfingamótinu í Danmörku sem lauk í gær með skell gegn Ólympíumeisturum Dana. Mesta athygli fengu þrír ungir strákar; leikstjórnandinn Janus Daði Smárason, línumaðurinn Arnar Freyr Arnarsson og hægri skyttan Ómar Ingi Magnússon sem voru hvergi bangnir sama hversu mikla ábyrgð þeir þurftu að taka í leikjunum. „Þeir stóðu sig mjög vel um helgina. Sérstaklega þessir þrír strákar; Ómar, Arnar og Janus, sem eru að koma úr U21 árs landsliðinu. Þeir voru ákafir og grimmir og létu finna fyrir sér. Ég hef litlar væntingar en vona það besta. Maður er bara spenntur að sjá hvernig þessir stráka munu stimpla sig inn í þetta lið,“ segir Einar Andri. Janus Daði spilaði mest þessara þriggja leikmanna þar sem hinir tveir voru sendir í verkefni með U21 árs landsliðinu um helgina. Hann var mjög grimmur í sínum leik og skoraði ellefu mörk í 18 skotum og fiskaði fjögur víti. Það var það góða en hann skorti svolítið að búa til fyrir aðra. „Janus var virkilega ákafur og grimmur. Hann lét til sín taka og þorði að taka á skarið. Það skilaði sér í mörkum en síðan var hin hliðin að við töpuðum boltum og fengum hraðaupphlaupsmörk í bakið. Það vantaði ákveðið skipulag enda strákar þarna að spila í fyrsta skipti saman þannig það var ákveðið óöryggi í hlutunum. Menn voru að mæta á vitlausum hraða á boltann og losa hann á röngum augnablikum,“ segir Einar Andri. Íslenska liðið fékk 30 mörk á sig að meðaltali á mótinu og varnarleikurinn því enn þá hausverkur eins og hann hefur verið undanfarin misseri. „Það eru vandamál í varnarleiknum sem þarf að tækla. Það þarf að finna réttu blönduna og finna út hverjir virka best í miðju varnarinnar. Það er verið að spila núna svolítið skiptingalaust og þar eru menn í nýjum hlutverkum. Hvort sem litið er til sóknar eða varnar er þetta lið nánast alveg nýtt, allavega ef litið er til leikmannanna sem eru í ábyrgðarhlutverkum. Þetta þarf tíma en já, vörnin þarf að lagast,“ segir Einar Andri Einarsson. Alla fréttina úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan en nánar verður rætt við Einar Andra í Fréttablaðinu á morgun.
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins Haukamaðurinn Janus Daði Smárason hefur stimplað sig vel inn í íslenska handboltalandsliðið í Bygma bikarnum, æfingamóti sem fer fram í Danmörku þessa dagana. 7. janúar 2017 12:30 Umfjöllun: Ísland - Danmörk 26-34 | Rassskelling í síðasta leiknum fyrir HM Ísland steinlá fyrir Danmörku, 26-34, í síðasta leiknum í Bygma bikarnum í handbolta í Árósum í kvöld. 8. janúar 2017 21:00 Þetta er náttúrulega bara ótrúlegur leikmaður Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið inn á vellinum í meira en 6500 mínútur með íslenska landsliðinu á stórmótum. Undanfarin sautján ár hefur Guðjón Valur alltaf verið til taks og tilbúinn að gefa allt sitt fyrir íslenska landsliði 9. janúar 2017 07:00 Tandri Már ekki með á HM | Vignir heim vegna veikinda Sextán leikmenn fara með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi sem hefst á miðvikudag. 9. janúar 2017 12:01 Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Sjá meira
HBStatz: Janus Daði aftur maður leiksins Haukamaðurinn Janus Daði Smárason hefur stimplað sig vel inn í íslenska handboltalandsliðið í Bygma bikarnum, æfingamóti sem fer fram í Danmörku þessa dagana. 7. janúar 2017 12:30
Umfjöllun: Ísland - Danmörk 26-34 | Rassskelling í síðasta leiknum fyrir HM Ísland steinlá fyrir Danmörku, 26-34, í síðasta leiknum í Bygma bikarnum í handbolta í Árósum í kvöld. 8. janúar 2017 21:00
Þetta er náttúrulega bara ótrúlegur leikmaður Guðjón Valur Sigurðsson hefur verið inn á vellinum í meira en 6500 mínútur með íslenska landsliðinu á stórmótum. Undanfarin sautján ár hefur Guðjón Valur alltaf verið til taks og tilbúinn að gefa allt sitt fyrir íslenska landsliði 9. janúar 2017 07:00
Tandri Már ekki með á HM | Vignir heim vegna veikinda Sextán leikmenn fara með íslenska landsliðinu á HM í Frakklandi sem hefst á miðvikudag. 9. janúar 2017 12:01