Forsetinn vitnaði í Goethe í samúðarkveðju til þýska forsetans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2016 12:39 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Anton Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag samúðarkveðju til forseta Þýskalands, Joachims Gaucks, vegna hryðjuverksins sem framið var á jólamarkaði í Berlín í gærkvöldi. Í tilkynningu frá forsetaembættinu kemur fram að í kveðju forseta fyrir hönd íslensku þjóðarinnar votti hann Þjóðverjum samúð sína og að hugurinn leiti nú til allra þeirra sem eigi um sárt að binda í Berlín. „Í okkar huga er árásin ekki aðeins atlaga gegn því saklausa fólki sem fyrir henni varð heldur beinist hún gegn dýrmætum gildum og lífsgæðum á borð við frelsi og persónulegt öryggi manna. Þannig verk eru eins andstæð þeim friðarboðskap sem jólin og raunar flest trúarbrögð bera í sér og hugsast getur.“ Guðni vitnaði svo til þýska skáldsins til Goethe: „Wir hoffen immer, und in allen Dingen ist hoffen besser als verzweifeln“ („Við höldum alltaf í vonina; alltaf er betra að vona en örvænta“). Þá sendi Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, samúðarskeyti til Michael Müller, borgarstjóra Berlínar, en skeytið er svohljóðandi: „Kæri borgarstjóri, Fyrir hönd allra Reykvíkinga, vil ég votta þér mína dýpstu samúð vegna þeirra voveiflegu atburða sem áttu sér stað á jólamarkaðnum í Breitscheidplatz í gærkvöld. Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, íbúum Berlínar og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna þessara óskiljanlegu voðaverka.“ Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Í beinni: Árás á jólamarkað í Berlín Á annan tug eru látnir og tæplega fimmtíu slasaðir eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 10:02 Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 09:05 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendi í dag samúðarkveðju til forseta Þýskalands, Joachims Gaucks, vegna hryðjuverksins sem framið var á jólamarkaði í Berlín í gærkvöldi. Í tilkynningu frá forsetaembættinu kemur fram að í kveðju forseta fyrir hönd íslensku þjóðarinnar votti hann Þjóðverjum samúð sína og að hugurinn leiti nú til allra þeirra sem eigi um sárt að binda í Berlín. „Í okkar huga er árásin ekki aðeins atlaga gegn því saklausa fólki sem fyrir henni varð heldur beinist hún gegn dýrmætum gildum og lífsgæðum á borð við frelsi og persónulegt öryggi manna. Þannig verk eru eins andstæð þeim friðarboðskap sem jólin og raunar flest trúarbrögð bera í sér og hugsast getur.“ Guðni vitnaði svo til þýska skáldsins til Goethe: „Wir hoffen immer, und in allen Dingen ist hoffen besser als verzweifeln“ („Við höldum alltaf í vonina; alltaf er betra að vona en örvænta“). Þá sendi Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, samúðarskeyti til Michael Müller, borgarstjóra Berlínar, en skeytið er svohljóðandi: „Kæri borgarstjóri, Fyrir hönd allra Reykvíkinga, vil ég votta þér mína dýpstu samúð vegna þeirra voveiflegu atburða sem áttu sér stað á jólamarkaðnum í Breitscheidplatz í gærkvöld. Hugur okkar er hjá fórnarlömbunum, íbúum Berlínar og öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna þessara óskiljanlegu voðaverka.“
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Í beinni: Árás á jólamarkað í Berlín Á annan tug eru látnir og tæplega fimmtíu slasaðir eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 10:02 Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 09:05 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Fleiri fréttir Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Sjá meira
Í beinni: Árás á jólamarkað í Berlín Á annan tug eru látnir og tæplega fimmtíu slasaðir eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 10:02
Þetta vitum við um árásina á jólamarkaðinn í Berlín Staðfest er að tólf hafi látið lífið og 48 eru slasaðir, nokkrir lífshættulega, eftir að maður ók vörubíl inn á jólamarkað í Berlín í gærkvöldi. 20. desember 2016 09:05