Anis Amri leitaði upplýsinga um sprengjugerð á netinu Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2016 10:32 Anis Amri er nú leitað um alla Evrópu. Vísir/AFP Túnisinn Anis Amri sem eftirlýstur er vegna árásarinnar á jólamarkað í Berlín á mánudag, hafði leitað upplýsinga á netinu um sprengjugerð. Hann á einnig að hafa verið í samskiptum við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS í gegnum dulkóðað smáforrit, Telegram Messenger. „Við teljum að Amri hafi byrjað að leita samverkamanna til að fremja árás þegar í ársbyrjun 2016,“ hafa þýskir fjölmiðlar eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar. Amri er nú leitað um alla Evrópu en hann hafði verið undir eftirliti yfirvalda fyrr á þessu ári. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hann hafi verið undir eftirliti vegna gruns um að hafa lagt á ráðin um að fjármagna kaup á sjálfvirkum skotvopnum með ráni. Yfirvöld hættu hins vegar rannsókn sinni á Amri vegna skorts á sönnunargögnum. Áður en hann kom til Þýskalands, þar sem hann sótti um hæli, hafði hann afplánað fjögur ár í fangelsi á Ítalíu vegna íkveikju og átti yfir höfði sér fangelsisvist í Túnis. Frá því að hann kom til landsins á hann að hafa dvalið bæði í Berlín og Emmerich í vesturhluta Þýskalands. Í Berlín á hann að hafa stundað fíkniefnaviðskipti. Tólf létu lífið og 49 særðust í árás mánudagsins þegar maður ók flutningabíl inn á jólamarkaðinn á Breitscheidplatz í Berlín. New York Times segir að Amri hafi verið á lista yfir þá sem ekki mættu ferðast til Bandaríkjanna. Í frétt SVT segir að rannsóknarlögregla hafi snemma grunað að Amri hugði á árás í Þýskalandi. Hann á margsinnis að hafa ferðast milli Berlínar og Ruhr í vesturhluta landsins og notaðist við mörg ólík dulnefni. Öryggislögregla Þýskalands á að hafa varað við að hann skipulagði innbrot til að komast yfir sjálfvirkt skotvopn sem notað yrði í árás. „Sönnunargögnin virðast þó ekki hafa dugað til handtöku,“ segir ónafngreindur lögreglumaður í samtali við Bild. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47 Skildi skilríkin eftir í bílnum Hælisleitandi frá Túnis er grunaður um árásina á jólamarkaðinn í Berlín. Daish-samtökin stæra sig af ódæðinu. Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að fjölga eftirlitsmyndavélum. Vísa átti árásarmanninum úr landi. 22. desember 2016 07:00 Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Spiegel greinir nú frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. 21. desember 2016 10:30 Túnisinn hafði átt í samskiptum við predikarann Abu Walaa Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Evrópu allri að túnískum manni sem grunaður er um að hafa átt aðild að árásinni á jólamarkaðnum í Berlín. 21. desember 2016 15:14 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Túnisinn Anis Amri sem eftirlýstur er vegna árásarinnar á jólamarkað í Berlín á mánudag, hafði leitað upplýsinga á netinu um sprengjugerð. Hann á einnig að hafa verið í samskiptum við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS í gegnum dulkóðað smáforrit, Telegram Messenger. „Við teljum að Amri hafi byrjað að leita samverkamanna til að fremja árás þegar í ársbyrjun 2016,“ hafa þýskir fjölmiðlar eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar. Amri er nú leitað um alla Evrópu en hann hafði verið undir eftirliti yfirvalda fyrr á þessu ári. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hann hafi verið undir eftirliti vegna gruns um að hafa lagt á ráðin um að fjármagna kaup á sjálfvirkum skotvopnum með ráni. Yfirvöld hættu hins vegar rannsókn sinni á Amri vegna skorts á sönnunargögnum. Áður en hann kom til Þýskalands, þar sem hann sótti um hæli, hafði hann afplánað fjögur ár í fangelsi á Ítalíu vegna íkveikju og átti yfir höfði sér fangelsisvist í Túnis. Frá því að hann kom til landsins á hann að hafa dvalið bæði í Berlín og Emmerich í vesturhluta Þýskalands. Í Berlín á hann að hafa stundað fíkniefnaviðskipti. Tólf létu lífið og 49 særðust í árás mánudagsins þegar maður ók flutningabíl inn á jólamarkaðinn á Breitscheidplatz í Berlín. New York Times segir að Amri hafi verið á lista yfir þá sem ekki mættu ferðast til Bandaríkjanna. Í frétt SVT segir að rannsóknarlögregla hafi snemma grunað að Amri hugði á árás í Þýskalandi. Hann á margsinnis að hafa ferðast milli Berlínar og Ruhr í vesturhluta landsins og notaðist við mörg ólík dulnefni. Öryggislögregla Þýskalands á að hafa varað við að hann skipulagði innbrot til að komast yfir sjálfvirkt skotvopn sem notað yrði í árás. „Sönnunargögnin virðast þó ekki hafa dugað til handtöku,“ segir ónafngreindur lögreglumaður í samtali við Bild.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47 Skildi skilríkin eftir í bílnum Hælisleitandi frá Túnis er grunaður um árásina á jólamarkaðinn í Berlín. Daish-samtökin stæra sig af ódæðinu. Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að fjölga eftirlitsmyndavélum. Vísa átti árásarmanninum úr landi. 22. desember 2016 07:00 Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Spiegel greinir nú frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. 21. desember 2016 10:30 Túnisinn hafði átt í samskiptum við predikarann Abu Walaa Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Evrópu allri að túnískum manni sem grunaður er um að hafa átt aðild að árásinni á jólamarkaðnum í Berlín. 21. desember 2016 15:14 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47
Skildi skilríkin eftir í bílnum Hælisleitandi frá Túnis er grunaður um árásina á jólamarkaðinn í Berlín. Daish-samtökin stæra sig af ódæðinu. Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að fjölga eftirlitsmyndavélum. Vísa átti árásarmanninum úr landi. 22. desember 2016 07:00
Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Spiegel greinir nú frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. 21. desember 2016 10:30
Túnisinn hafði átt í samskiptum við predikarann Abu Walaa Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Evrópu allri að túnískum manni sem grunaður er um að hafa átt aðild að árásinni á jólamarkaðnum í Berlín. 21. desember 2016 15:14