Anis Amri leitaði upplýsinga um sprengjugerð á netinu Atli Ísleifsson skrifar 22. desember 2016 10:32 Anis Amri er nú leitað um alla Evrópu. Vísir/AFP Túnisinn Anis Amri sem eftirlýstur er vegna árásarinnar á jólamarkað í Berlín á mánudag, hafði leitað upplýsinga á netinu um sprengjugerð. Hann á einnig að hafa verið í samskiptum við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS í gegnum dulkóðað smáforrit, Telegram Messenger. „Við teljum að Amri hafi byrjað að leita samverkamanna til að fremja árás þegar í ársbyrjun 2016,“ hafa þýskir fjölmiðlar eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar. Amri er nú leitað um alla Evrópu en hann hafði verið undir eftirliti yfirvalda fyrr á þessu ári. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hann hafi verið undir eftirliti vegna gruns um að hafa lagt á ráðin um að fjármagna kaup á sjálfvirkum skotvopnum með ráni. Yfirvöld hættu hins vegar rannsókn sinni á Amri vegna skorts á sönnunargögnum. Áður en hann kom til Þýskalands, þar sem hann sótti um hæli, hafði hann afplánað fjögur ár í fangelsi á Ítalíu vegna íkveikju og átti yfir höfði sér fangelsisvist í Túnis. Frá því að hann kom til landsins á hann að hafa dvalið bæði í Berlín og Emmerich í vesturhluta Þýskalands. Í Berlín á hann að hafa stundað fíkniefnaviðskipti. Tólf létu lífið og 49 særðust í árás mánudagsins þegar maður ók flutningabíl inn á jólamarkaðinn á Breitscheidplatz í Berlín. New York Times segir að Amri hafi verið á lista yfir þá sem ekki mættu ferðast til Bandaríkjanna. Í frétt SVT segir að rannsóknarlögregla hafi snemma grunað að Amri hugði á árás í Þýskalandi. Hann á margsinnis að hafa ferðast milli Berlínar og Ruhr í vesturhluta landsins og notaðist við mörg ólík dulnefni. Öryggislögregla Þýskalands á að hafa varað við að hann skipulagði innbrot til að komast yfir sjálfvirkt skotvopn sem notað yrði í árás. „Sönnunargögnin virðast þó ekki hafa dugað til handtöku,“ segir ónafngreindur lögreglumaður í samtali við Bild. Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47 Skildi skilríkin eftir í bílnum Hælisleitandi frá Túnis er grunaður um árásina á jólamarkaðinn í Berlín. Daish-samtökin stæra sig af ódæðinu. Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að fjölga eftirlitsmyndavélum. Vísa átti árásarmanninum úr landi. 22. desember 2016 07:00 Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Spiegel greinir nú frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. 21. desember 2016 10:30 Túnisinn hafði átt í samskiptum við predikarann Abu Walaa Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Evrópu allri að túnískum manni sem grunaður er um að hafa átt aðild að árásinni á jólamarkaðnum í Berlín. 21. desember 2016 15:14 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Túnisinn Anis Amri sem eftirlýstur er vegna árásarinnar á jólamarkað í Berlín á mánudag, hafði leitað upplýsinga á netinu um sprengjugerð. Hann á einnig að hafa verið í samskiptum við liðsmenn hryðjuverkasamtakanna ISIS í gegnum dulkóðað smáforrit, Telegram Messenger. „Við teljum að Amri hafi byrjað að leita samverkamanna til að fremja árás þegar í ársbyrjun 2016,“ hafa þýskir fjölmiðlar eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar. Amri er nú leitað um alla Evrópu en hann hafði verið undir eftirliti yfirvalda fyrr á þessu ári. Fréttastofa breska ríkisútvarpsins BBC greinir frá því að hann hafi verið undir eftirliti vegna gruns um að hafa lagt á ráðin um að fjármagna kaup á sjálfvirkum skotvopnum með ráni. Yfirvöld hættu hins vegar rannsókn sinni á Amri vegna skorts á sönnunargögnum. Áður en hann kom til Þýskalands, þar sem hann sótti um hæli, hafði hann afplánað fjögur ár í fangelsi á Ítalíu vegna íkveikju og átti yfir höfði sér fangelsisvist í Túnis. Frá því að hann kom til landsins á hann að hafa dvalið bæði í Berlín og Emmerich í vesturhluta Þýskalands. Í Berlín á hann að hafa stundað fíkniefnaviðskipti. Tólf létu lífið og 49 særðust í árás mánudagsins þegar maður ók flutningabíl inn á jólamarkaðinn á Breitscheidplatz í Berlín. New York Times segir að Amri hafi verið á lista yfir þá sem ekki mættu ferðast til Bandaríkjanna. Í frétt SVT segir að rannsóknarlögregla hafi snemma grunað að Amri hugði á árás í Þýskalandi. Hann á margsinnis að hafa ferðast milli Berlínar og Ruhr í vesturhluta landsins og notaðist við mörg ólík dulnefni. Öryggislögregla Þýskalands á að hafa varað við að hann skipulagði innbrot til að komast yfir sjálfvirkt skotvopn sem notað yrði í árás. „Sönnunargögnin virðast þó ekki hafa dugað til handtöku,“ segir ónafngreindur lögreglumaður í samtali við Bild.
Hryðjuverk í Evrópu Tengdar fréttir Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47 Skildi skilríkin eftir í bílnum Hælisleitandi frá Túnis er grunaður um árásina á jólamarkaðinn í Berlín. Daish-samtökin stæra sig af ódæðinu. Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að fjölga eftirlitsmyndavélum. Vísa átti árásarmanninum úr landi. 22. desember 2016 07:00 Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Spiegel greinir nú frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. 21. desember 2016 10:30 Túnisinn hafði átt í samskiptum við predikarann Abu Walaa Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Evrópu allri að túnískum manni sem grunaður er um að hafa átt aðild að árásinni á jólamarkaðnum í Berlín. 21. desember 2016 15:14 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Árásin í Berlín: Leita að Túnisa á sjúkrahúsunum Þýskir fjölmiðlar nafngreina manninn, segja hann vera á aldrinum 21 til 23 ára og hafa áður komið við sögu lögreglu. 21. desember 2016 10:47
Skildi skilríkin eftir í bílnum Hælisleitandi frá Túnis er grunaður um árásina á jólamarkaðinn í Berlín. Daish-samtökin stæra sig af ódæðinu. Þýsk stjórnvöld hafa ákveðið að fjölga eftirlitsmyndavélum. Vísa átti árásarmanninum úr landi. 22. desember 2016 07:00
Bild: Pólski vörubílstjórinn var á lífi þegar ekið var inn á jólamarkaðinn Spiegel greinir nú frá því að lögregla leiti að Túnismanni sem gæti mögulega tengst málinu. 21. desember 2016 10:30
Túnisinn hafði átt í samskiptum við predikarann Abu Walaa Umfangsmikil leit stendur nú yfir í Evrópu allri að túnískum manni sem grunaður er um að hafa átt aðild að árásinni á jólamarkaðnum í Berlín. 21. desember 2016 15:14