Rússneski utanríkisráðherrann Sergei Lavrov segir að Sýrlandsstjórn eigi nú í viðræðum við stjórnarandstöðu í landinu í aðdraganda mögulegra friðarviðræðna sem fari fram í kasöksku höfuðborginni Astana.
Interfax greinir frá þessu. Í frétt Reuters um málið segir að Lavrov hafi ekki greint frá því hvar viðræðurnar eigi sér stað eða hvaða hópar taki þar þátt.
Hópur, sem á ensku gengur undir nafninu High Negotiations Committee og samanstendur af hópum sem andsnúnir eru stjórn Bashar al-Assad Sýrlandsforseta, segist ekkert hafa heyrt um slíkar viðræður.
Stjórnvöld í Rússlandi, Íran og Tyrklandi greindu frá því í síðustu viku að þau væru reiðubúin að hafa milligöngu um friðarviðræður í Sýrlandi.
Vladimír Pútín Rússlandsforseri sagði að stjórnvöld í ríkjunum þremur og Assad hafi sammælst um að væntanlegar friðarviðræður fari fram í höfuðborg Kasakstan.
Rússar segja Sýrlandsstjórn eiga í viðræðum við stjórnarandstöðu
Atli Ísleifsson skrifar
