Úrslita að vænta í tilraunum til myndunar ACD stjórnar Heimir Már Pétursson skrifar 28. desember 2016 11:49 Formenn flokkanna þriggja sem eru í viðræðum. Vísir/Vilhelm/Anton Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. Líklegasta stjórnarmynstrið í stöðunni eins og hún er núna er þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að leiðtogar þessara flokka hafi átt fund í gær en sameiginlega hafa þessir þrír flokkar minnsta mögulega meirihluta á Alþingi eða 32 þingmenn. Staðan á taflborði stjórnmálanna hefur breyst eftir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fékk umboð til myndunar ríkisstjórnar fljótlega eftir kosningar og náði þá ekki saman með Viðreisn og Bjartri framtíð. Bjarni sagði að þeim viðræðum loknum að meirihluti þessara þriggja flokka stæði of tæpt miðað við mögulegan málefnagrunn þeirra. Síðan þá hafa bæði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Birgitta Jónsdóttir og viðræðuhópur hennar reynt að mynda fimm flokka ríkisstjórn án árangurs. Það eru því ekki margir leikir eftir í stöðunni. Guðni Th. Jóhannesson forseti íslands sagði í viðtali við fréttastofu á föstudag að hann væri bjartsýnn á að stjórn yrði mynduð fljótlega og sagðist ekki vera farinn að íhuga utanþingsstjórn. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funduðu í gærdag og samkvæmt heimildum fréttastofu ætluðu þeir að funda aftur fyrir hádegi í dag. Enn eru það sjávarútvegs- og evrópumálin sem reynast erfiðust í viðræðum flokkanna en eins og staðan er nú hlýtur viljinn til að gefa eftir að hafa aukist, vilji menn á annað borð mynda starfhæfa ríkisstjórn. Sumir fullyrða aðformennirnir séu langt komnir með að landa samkomulagi og muni jafnvel ganga á fund forseta í dag eða á morgun. Kosningar 2016 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Leiðtogar stjórnmálaflokkanna láta ekki ná í sig þessar klukkustundirnar sem bendir til þess að einhverjar viðræður sé í gangi á milli þeirra. Líklegasta stjórnarmynstrið í stöðunni eins og hún er núna er þriggja flokka stjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að leiðtogar þessara flokka hafi átt fund í gær en sameiginlega hafa þessir þrír flokkar minnsta mögulega meirihluta á Alþingi eða 32 þingmenn. Staðan á taflborði stjórnmálanna hefur breyst eftir að Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins fékk umboð til myndunar ríkisstjórnar fljótlega eftir kosningar og náði þá ekki saman með Viðreisn og Bjartri framtíð. Bjarni sagði að þeim viðræðum loknum að meirihluti þessara þriggja flokka stæði of tæpt miðað við mögulegan málefnagrunn þeirra. Síðan þá hafa bæði Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Birgitta Jónsdóttir og viðræðuhópur hennar reynt að mynda fimm flokka ríkisstjórn án árangurs. Það eru því ekki margir leikir eftir í stöðunni. Guðni Th. Jóhannesson forseti íslands sagði í viðtali við fréttastofu á föstudag að hann væri bjartsýnn á að stjórn yrði mynduð fljótlega og sagðist ekki vera farinn að íhuga utanþingsstjórn. Formenn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar funduðu í gærdag og samkvæmt heimildum fréttastofu ætluðu þeir að funda aftur fyrir hádegi í dag. Enn eru það sjávarútvegs- og evrópumálin sem reynast erfiðust í viðræðum flokkanna en eins og staðan er nú hlýtur viljinn til að gefa eftir að hafa aukist, vilji menn á annað borð mynda starfhæfa ríkisstjórn. Sumir fullyrða aðformennirnir séu langt komnir með að landa samkomulagi og muni jafnvel ganga á fund forseta í dag eða á morgun.
Kosningar 2016 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira