Nýfædd dóttir þingmanns greindist með kíghósta: „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín, skammist ykkar“ Birgir Olgeirsson skrifar 10. desember 2016 18:39 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Anton Brink „Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín; skammist ykkar og lesið ykkur til,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook þar sem hún segir frá veikindum tæplega sex vikna gamallar dóttur hennar. Dóttir Þórdísar greindist nýverið með kíghósta en Þórdís segir fjögur tilfelli hafa greinst árið 2015, eitt árið 2014 en rúmlega 30 árin 2012 og 2013. „Hún er að mér skilst eina skráða tilfellið á árinu. Kíghósti er hættulegur, sérstaklega fyrir börn yngri en sex mánaða. Hún var tæplega sex vikna. Smit getur farið á milli manna án þess að smitberi sýkist sjálfur.“ Hún segir óbólusett börn fleiri en þau þyrftu að vera. „Af því það eru í alvöru foreldrar sem bólusetja ekki börnin sín og fullorðnir geta fengið kíghósta án þess að veikjast svo mikið að þeir kveiki á því hvers kyns er. Kíghósti er bráðsmitandi svo hún getur hafa fengið þetta með milljón mismunandi leiðum en óheppnin er ótrúleg,“ skrifar Þórdís. Hún segir síðustu tvær vikur hafa verið erfiðar og að sérstaklega hafi verið erfitt að horfa upp á barnið sitt agnarsmátt verða blátt í framan í hóstaköstum. Þórdís segir fjölskylduna þó líta á björtu hliðarnar. Kíghóstinn greindist fljótt og stúlkan hefur ekki enn fengið hita, eða í lungun eða þurft aðstoð við að koma sér í gegnum hóstaköstin fyrir utan einstaka súrefnisblástur í nokkrar sekúndur. Hún bendir á að það séu mörg tilfelli þar sem foreldrar láta ekki bólusetja börn sín vegna kíghósta og segir þeim að skammast sín. Þórdís tekur fram í Facebook-færslunni að hún leyfi sér að segja þetta sem mamma, en ekki þingmaður. „Ef þeir foreldrar vildu líta við í einangrunarherbergi Kristínar Fjólu og fylgjast með henni í hóstaköstum, þar sem lífsmörk falla, hún blánar, hóstar sárum hósta og súrefnismettun fellur væru þeir meira en velkomnir. Foreldrar sem höfðu ekki val fyrir mörgum áratugum vildu myndu örugglega taka undir með mér,“ segir Þórdís. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Foreldrar sem ekki bólusetja börnin sín; skammist ykkar og lesið ykkur til,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook þar sem hún segir frá veikindum tæplega sex vikna gamallar dóttur hennar. Dóttir Þórdísar greindist nýverið með kíghósta en Þórdís segir fjögur tilfelli hafa greinst árið 2015, eitt árið 2014 en rúmlega 30 árin 2012 og 2013. „Hún er að mér skilst eina skráða tilfellið á árinu. Kíghósti er hættulegur, sérstaklega fyrir börn yngri en sex mánaða. Hún var tæplega sex vikna. Smit getur farið á milli manna án þess að smitberi sýkist sjálfur.“ Hún segir óbólusett börn fleiri en þau þyrftu að vera. „Af því það eru í alvöru foreldrar sem bólusetja ekki börnin sín og fullorðnir geta fengið kíghósta án þess að veikjast svo mikið að þeir kveiki á því hvers kyns er. Kíghósti er bráðsmitandi svo hún getur hafa fengið þetta með milljón mismunandi leiðum en óheppnin er ótrúleg,“ skrifar Þórdís. Hún segir síðustu tvær vikur hafa verið erfiðar og að sérstaklega hafi verið erfitt að horfa upp á barnið sitt agnarsmátt verða blátt í framan í hóstaköstum. Þórdís segir fjölskylduna þó líta á björtu hliðarnar. Kíghóstinn greindist fljótt og stúlkan hefur ekki enn fengið hita, eða í lungun eða þurft aðstoð við að koma sér í gegnum hóstaköstin fyrir utan einstaka súrefnisblástur í nokkrar sekúndur. Hún bendir á að það séu mörg tilfelli þar sem foreldrar láta ekki bólusetja börn sín vegna kíghósta og segir þeim að skammast sín. Þórdís tekur fram í Facebook-færslunni að hún leyfi sér að segja þetta sem mamma, en ekki þingmaður. „Ef þeir foreldrar vildu líta við í einangrunarherbergi Kristínar Fjólu og fylgjast með henni í hóstaköstum, þar sem lífsmörk falla, hún blánar, hóstar sárum hósta og súrefnismettun fellur væru þeir meira en velkomnir. Foreldrar sem höfðu ekki val fyrir mörgum áratugum vildu myndu örugglega taka undir með mér,“ segir Þórdís.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira