Sigmundur Davíð býður til eigin veislu á sama tíma og Framsóknarflokkurinn fagnar 100 ára afmæli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. desember 2016 11:30 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, hefur boðað Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi til veislu á sama tíma og flokkurinn hefur skipulagt hátíðarhöld í tilefni 100 ára afmælis flokksins. „Almenn reiði“ ríkir í flokknum vegna útspils Sigmundar Davíðs. Kaffid.is greindi fyrst frá.Búið er að undirbúa 100 ára afmælishátíð flokksins í nokkurn tíma og fer afmælishátíðin fram í Þjóðleikhúsinu næstkomandi föstudag. Þar mun Sigurður Ingi Jóhannson, formaður flokksins, flytja ávarp, en eftir athöfn verður móttaka í þjóðleikhúsinu. Í gær bauð Framsóknarfélag Akureyrar til morgunverðarfundar í tilefni afmælisins. Sigmundur afboðaði komu sína þangað í sms-skilaboðum en bauð flokksmönnum einnig til veislu næstkomandi föstudag á Akureyri, klukkstund áður en afmælishátíð flokksins fer fram í Reykjavík. Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir „almenn reiði“ i flokknum vegna þessa útspils Sigmundar Davíð sem þykir mjög einangraður innan þingflokks Framsóknarflokksins. Athygli vakti þegar Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að Framsóknarflokkurinn yrði að leysa deilur í eigin röðum áður en að hann gæti gert sér vonir um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum. Flokkurinn er sá eini sem á sæti á Alþingi sem ekki hefur komið að slíkum viðræðum eftir þingkosningar. Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð tókust á um formannsembættið í september. Sigmundur Davíð sakaði Sigurð Inga um að svíkja loforð sitt um að bjóða sig ekki fram gegn sér en eftir að niðurstöður kosninganna lágu fyrir yfirgaf Sigmundur Davíð sal Háskólabíós þar sem kosningin fór fram. Sigmundur Davíð hefur sagt að flokknum hefði gengið betur í þingkosningunum í október hefði hann stýrt skútunni. Í viðtali við Fréttablaðið sagðist Sigmundur hafa lagt drög að kosningabaráttu sem hefði skilað 19 prósent fylgi, í stað 11,5 prósenta fylgi flokksins í kosningunum. Ljóst er að Sigmundur Davíð er umdeildir á meðal flokksmanna en mikið var um útstrikanir á frambjóðendum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Alls var strikað 817 sinnum yfir nafn Sigmundar Davíðs. Það þýðir að um 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins í kjördæminu strikuðu yfir nafn hans á kjörseðlinum í október. Í yfirlýsingu frá Sigmundi Davíð eftir þingkosningar sagði hann ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. Sagði hann að fólk úr öðrum kjördæmum hefði reynt að fella sig úr fyrsta sæti lista flokksins í Norðaustur-kjördæmi. „Sérstaklega þótti mér miður að fólk úr öðrum kjördæmum skyldi blanda sér í kosningabaráttu okkar í Norðausturkjördæmi. Það hlýtur að vera einsdæmi. Sú tilraun til að fella mig úr fyrsta sæti tókst þó ekki,“ sagði Sigmundur Davíð. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar. Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, hefur boðað Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi til veislu á sama tíma og flokkurinn hefur skipulagt hátíðarhöld í tilefni 100 ára afmælis flokksins. „Almenn reiði“ ríkir í flokknum vegna útspils Sigmundar Davíðs. Kaffid.is greindi fyrst frá.Búið er að undirbúa 100 ára afmælishátíð flokksins í nokkurn tíma og fer afmælishátíðin fram í Þjóðleikhúsinu næstkomandi föstudag. Þar mun Sigurður Ingi Jóhannson, formaður flokksins, flytja ávarp, en eftir athöfn verður móttaka í þjóðleikhúsinu. Í gær bauð Framsóknarfélag Akureyrar til morgunverðarfundar í tilefni afmælisins. Sigmundur afboðaði komu sína þangað í sms-skilaboðum en bauð flokksmönnum einnig til veislu næstkomandi föstudag á Akureyri, klukkstund áður en afmælishátíð flokksins fer fram í Reykjavík. Samkvæmt heimildum fréttastofu ríkir „almenn reiði“ i flokknum vegna þessa útspils Sigmundar Davíð sem þykir mjög einangraður innan þingflokks Framsóknarflokksins. Athygli vakti þegar Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að Framsóknarflokkurinn yrði að leysa deilur í eigin röðum áður en að hann gæti gert sér vonir um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum. Flokkurinn er sá eini sem á sæti á Alþingi sem ekki hefur komið að slíkum viðræðum eftir þingkosningar. Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð tókust á um formannsembættið í september. Sigmundur Davíð sakaði Sigurð Inga um að svíkja loforð sitt um að bjóða sig ekki fram gegn sér en eftir að niðurstöður kosninganna lágu fyrir yfirgaf Sigmundur Davíð sal Háskólabíós þar sem kosningin fór fram. Sigmundur Davíð hefur sagt að flokknum hefði gengið betur í þingkosningunum í október hefði hann stýrt skútunni. Í viðtali við Fréttablaðið sagðist Sigmundur hafa lagt drög að kosningabaráttu sem hefði skilað 19 prósent fylgi, í stað 11,5 prósenta fylgi flokksins í kosningunum. Ljóst er að Sigmundur Davíð er umdeildir á meðal flokksmanna en mikið var um útstrikanir á frambjóðendum Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Alls var strikað 817 sinnum yfir nafn Sigmundar Davíðs. Það þýðir að um 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins í kjördæminu strikuðu yfir nafn hans á kjörseðlinum í október. Í yfirlýsingu frá Sigmundi Davíð eftir þingkosningar sagði hann ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. Sagði hann að fólk úr öðrum kjördæmum hefði reynt að fella sig úr fyrsta sæti lista flokksins í Norðaustur-kjördæmi. „Sérstaklega þótti mér miður að fólk úr öðrum kjördæmum skyldi blanda sér í kosningabaráttu okkar í Norðausturkjördæmi. Það hlýtur að vera einsdæmi. Sú tilraun til að fella mig úr fyrsta sæti tókst þó ekki,“ sagði Sigmundur Davíð. Ekki náðist í Sigmund Davíð við vinnslu fréttarinnar.
Alþingi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira