„Hefur sárnað nokkuð hversu hart var gengið fram við að reyna að koma mér frá“ Anton Egilsson skrifar 2. nóvember 2016 19:05 Mikið var strikað yfir nafn Sigmundar í nýafstöðnum kosningum. Vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi samflokksmönnum sínum í Norðausturkjördæmi. Hann segir jafnframt í yfirlýsingunni að það hljóti að vera einsdæmi að fólk úr öðrum kjördæmum blandi sér í kosningabaráttu með þessum tilgangi. Honum segist hafa sárnað hversu hart var gengið fram við að reyna að koma mér frá. „Sérstaklega þótti mér miður að fólk úr öðrum kjördæmum skyldi blanda sér í kosningabaráttu okkar í Norðausturkjördæmi. Það hlýtur að vera einsdæmi. Sú tilraun til að fella mig úr fyrsta sæti tókst þó ekki og raunar má segja að hvað þetta varðar hafi kosningarnar komið enn betur út en kjördæmisþingið. Ég ítreka því þakkir til þess frábæra hóps sem Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi er.” Fjallað var um það á Vísi í gær að mikið hafi verið um útstrikanir á nafni Sigmundar í nýafstöðnum kosningum. Alls strikuðu 817 yfir nafn Sigumundar eða 18 prósent þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi í kosningunum. Sigmundur telur þó ástæðu til að gleðjast yfir þeim árangri sem náðist í Framsóknarflokknum í Norðausturkjördæmi í kosningunum. Flokkurinn hafi misst hlutfallslega minnst fylgi í kjördæminu ásamt Norðvesturkjördæmi þrátt fyrir að hafa verið fáliðuð í kosningabaráttunni.Hér má lesa yfirlýsingu Sigmundar í heild sinni:Kæru félagar og vinirÉg færi ykkur kærar þakkir fyrir stuðninginn undanfarnar vikur, á kjördæmisþingi, flokksþingi og í kosningabaráttunni. Kosningabaráttan var um margt óvenjuleg. Hjá okkar flokki kom hún í beinu framhaldi af mánaðalöngu óvissu- og átakaástandi. Fyrir vikið lenti óvenju mikil vinna á færra fólki í kosningabaráttunni nú en í síðustu kosningum. Mig langar því að þakka þeim sérstaklega sem lögðu á sig þá vinnu. Í ljósi þessa er auk þess ástæða til að gleðjast sérstaklega yfir þeim árangri sem náðist í kosningunum. Kjördæmi okkar missti hlutfallslega minnst fylgi á milli kosninga, ásamt Norðvesturkjördæmi.Mér hefur sárnað nokkuð hversu hart var gengið fram við að reyna að koma mér frá en ég er hins vegar þeim mun þakklátari þeim yfirgnæfandi meirihluta Framsóknarmanna í kjördæminu sem hefur stutt mig með ráðum og dáð undanfarin misseri og í kosningunum. Þann stuðning fæ ég seint fullþakkað.Eins og þið urðuð eflaust mörg vör við ákvað hópur fólks að verja kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að taka þátt í að afla flokknum fylgis. Sérstaklega þótti mér miður að fólk úr öðrum kjördæmum skyldi blanda sér í kosningabaráttu okkar í Norðausturkjördæmi. Það hlýtur að vera einsdæmi. Sú tilraun til að fella mig úr fyrsta sæti tókst þó ekki og raunar má segja að hvað þetta varðar hafi kosningarnar komið enn betur út en kjördæmisþingið. Ég ítreka því þakkir til þess frábæra hóps sem Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi er.Mörg ykkar hafið haft áhyggjur af stöðu mála í flokknum og spurt ýmissa spurninga um gang mála að undanförnu og stöðuna nú. Ég hafði nefnt að rétt væri að bíða með að ræða þau mál fram yfir kosningar en tel líka rétt að við bíðum með slíka umræðu á meðan enn er óvissa um stjórn landsins. Þegar þau mál hafa verið til lykta leitt gefst tækifæri til að ræða og leysa önnur mál.Að lokum ítreka ég hversu mikið ég hlakka til að vinna með ykkur að því að Norðausturkjördæmi og landið okkar fái notið þeirra miklu tækifæra sem framtíðin ber í skauti sér.Með kærri kveðju,Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Tengdar fréttir Kjósendur óvægnir í útstrikunum á Sigmundi 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins strikuðu yfir nafn oddvitans. 1. nóvember 2016 22:19 Sigmundur Davíð er sagður einangra sig Heimildarmenn innan Framsóknar segja Sigmund Davíð einangra sig frá flokknum. Formaðurinn fyrrverandi sagðist geta sótt meira fylgi en Sigurður Ingi. Niðurstaðan í Norðausturkjördæmi er sögð sýna fram á annað. 1. nóvember 2016 06:00 Þessir frambjóðendur voru oftast strikaðir út Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skipa efstu þrjú sætin. 2. nóvember 2016 16:07 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, segir ákveðinn hóp fólks hafa varið kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að afla flokknum fylgis. Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi samflokksmönnum sínum í Norðausturkjördæmi. Hann segir jafnframt í yfirlýsingunni að það hljóti að vera einsdæmi að fólk úr öðrum kjördæmum blandi sér í kosningabaráttu með þessum tilgangi. Honum segist hafa sárnað hversu hart var gengið fram við að reyna að koma mér frá. „Sérstaklega þótti mér miður að fólk úr öðrum kjördæmum skyldi blanda sér í kosningabaráttu okkar í Norðausturkjördæmi. Það hlýtur að vera einsdæmi. Sú tilraun til að fella mig úr fyrsta sæti tókst þó ekki og raunar má segja að hvað þetta varðar hafi kosningarnar komið enn betur út en kjördæmisþingið. Ég ítreka því þakkir til þess frábæra hóps sem Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi er.” Fjallað var um það á Vísi í gær að mikið hafi verið um útstrikanir á nafni Sigmundar í nýafstöðnum kosningum. Alls strikuðu 817 yfir nafn Sigumundar eða 18 prósent þeirra sem kusu Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi í kosningunum. Sigmundur telur þó ástæðu til að gleðjast yfir þeim árangri sem náðist í Framsóknarflokknum í Norðausturkjördæmi í kosningunum. Flokkurinn hafi misst hlutfallslega minnst fylgi í kjördæminu ásamt Norðvesturkjördæmi þrátt fyrir að hafa verið fáliðuð í kosningabaráttunni.Hér má lesa yfirlýsingu Sigmundar í heild sinni:Kæru félagar og vinirÉg færi ykkur kærar þakkir fyrir stuðninginn undanfarnar vikur, á kjördæmisþingi, flokksþingi og í kosningabaráttunni. Kosningabaráttan var um margt óvenjuleg. Hjá okkar flokki kom hún í beinu framhaldi af mánaðalöngu óvissu- og átakaástandi. Fyrir vikið lenti óvenju mikil vinna á færra fólki í kosningabaráttunni nú en í síðustu kosningum. Mig langar því að þakka þeim sérstaklega sem lögðu á sig þá vinnu. Í ljósi þessa er auk þess ástæða til að gleðjast sérstaklega yfir þeim árangri sem náðist í kosningunum. Kjördæmi okkar missti hlutfallslega minnst fylgi á milli kosninga, ásamt Norðvesturkjördæmi.Mér hefur sárnað nokkuð hversu hart var gengið fram við að reyna að koma mér frá en ég er hins vegar þeim mun þakklátari þeim yfirgnæfandi meirihluta Framsóknarmanna í kjördæminu sem hefur stutt mig með ráðum og dáð undanfarin misseri og í kosningunum. Þann stuðning fæ ég seint fullþakkað.Eins og þið urðuð eflaust mörg vör við ákvað hópur fólks að verja kosningabaráttunni í að hvetja til útstrikana fremur en að taka þátt í að afla flokknum fylgis. Sérstaklega þótti mér miður að fólk úr öðrum kjördæmum skyldi blanda sér í kosningabaráttu okkar í Norðausturkjördæmi. Það hlýtur að vera einsdæmi. Sú tilraun til að fella mig úr fyrsta sæti tókst þó ekki og raunar má segja að hvað þetta varðar hafi kosningarnar komið enn betur út en kjördæmisþingið. Ég ítreka því þakkir til þess frábæra hóps sem Framsóknarmenn í Norðausturkjördæmi er.Mörg ykkar hafið haft áhyggjur af stöðu mála í flokknum og spurt ýmissa spurninga um gang mála að undanförnu og stöðuna nú. Ég hafði nefnt að rétt væri að bíða með að ræða þau mál fram yfir kosningar en tel líka rétt að við bíðum með slíka umræðu á meðan enn er óvissa um stjórn landsins. Þegar þau mál hafa verið til lykta leitt gefst tækifæri til að ræða og leysa önnur mál.Að lokum ítreka ég hversu mikið ég hlakka til að vinna með ykkur að því að Norðausturkjördæmi og landið okkar fái notið þeirra miklu tækifæra sem framtíðin ber í skauti sér.Með kærri kveðju,Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Tengdar fréttir Kjósendur óvægnir í útstrikunum á Sigmundi 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins strikuðu yfir nafn oddvitans. 1. nóvember 2016 22:19 Sigmundur Davíð er sagður einangra sig Heimildarmenn innan Framsóknar segja Sigmund Davíð einangra sig frá flokknum. Formaðurinn fyrrverandi sagðist geta sótt meira fylgi en Sigurður Ingi. Niðurstaðan í Norðausturkjördæmi er sögð sýna fram á annað. 1. nóvember 2016 06:00 Þessir frambjóðendur voru oftast strikaðir út Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skipa efstu þrjú sætin. 2. nóvember 2016 16:07 Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Kjósendur óvægnir í útstrikunum á Sigmundi 18 prósent kjósenda Framsóknarflokksins strikuðu yfir nafn oddvitans. 1. nóvember 2016 22:19
Sigmundur Davíð er sagður einangra sig Heimildarmenn innan Framsóknar segja Sigmund Davíð einangra sig frá flokknum. Formaðurinn fyrrverandi sagðist geta sótt meira fylgi en Sigurður Ingi. Niðurstaðan í Norðausturkjördæmi er sögð sýna fram á annað. 1. nóvember 2016 06:00
Þessir frambjóðendur voru oftast strikaðir út Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skipa efstu þrjú sætin. 2. nóvember 2016 16:07
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent