Innlent

Fundinum frestað um stund að beiðni VG

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Flokkarnir fimm hafa reynt að tala sig að niðurstöðu í samstarfi síðustu daga.
Flokkarnir fimm hafa reynt að tala sig að niðurstöðu í samstarfi síðustu daga. Vísir/Eyþór
Fundi formanna flokkanna fimm sem hafa átt í óformlegum stjórnarmyndunarviðræðum hefur verið frestað um tæpa klukkustund, en hann átti að hefjast nú klukkan tólf. Fundinum er frestað að beiðni Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænni, grænna, samkvæmt heimildum fréttastofu, en þingflokksfundur VG, sem hófst í morgun, hefur dregist eitthvað á langinn.

Gert er ráð fyrir að á fundinum verði tekin ákvörðun um hvort flokkarnir fimm fari í formlegar stjórnarmyndunarviðræður eða ekki. Þingflokkar Pírata og Samfylkingarinnar samþykktu í gærkvöldi að hefja formlegar viðræður, og þá vill Björt framtíð halda viðræðunum áfram, að því er segir á mbl.is.

Vinstri græn og Viðreisn hafa ekki gefið upp afstöðu sína, en flokksmenn Viðreisnar hafa verið boðaðir á fund síðar í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×