Nýju lögin um TR eru meingölluð Björgvin Guðmundsson skrifar 14. desember 2016 07:00 Nýju lögin um almannatryggingar, sem samþykkt voru á Alþingi á lokadögum þingsins fyrir þingslit sl. haust, eru meingölluð. Stærsti gallinn er sá, að lífeyrir aldraðra og öryrkja, sem einungis hafa lífeyri frá TR, dugar ekki til framfærslu. Annar stór galli á nýju lögunum er sá, að skerðingar tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni eru alltof miklar. Einkum kvarta eldri borgarar mikið vegna aukinna skerðinga af völdum atvinnutekna. Þeir segja, að það sé verið að flæma þá af vinnumarkaðnum enda þótt fráfarandi ríkisstjórn hafi sagt, að hún vildi greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. En gert var þveröfugt: Frítekjumark vegna atvinnutekna var lækkað úr 109 þúsund á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Óánægja vegna skerðinga af völdum lífeyrissjóða er einnig mikil en sjóðfélagar eru orðnir dofnir vegna áratuga skerðinga á lífeyri þeirra; þar er um að ræða skerðingu (hálfgerða eignaupptöku) vegna lífeyris, sem eldri borgarar eiga í lífeyrissjóðunum og fá greiddan. Það er dregið aðeins úr þessum skerðingum í nýju lögunum en það er ekki nóg: Það á að afnema skerðingarnar alveg. Það er krafa Félags eldri borgara í Reykjavík og það er krafa mín. Það verður enginn friður fyrr en stjórnvöld verða við þessari kröfu. Ríkið hrifsar óbeint mikinn hluta lífeyrissparnaðar aldraðra með skerðingum og sköttum. Það er óásættanlegt.Klúður Öll framganga fráfarandi félagsmálaráðherra og ríkisstjórnar í sambandi við nýju lögin um TR hefur verið eitt klúður. Upphaflega var frumvarp um lögin lagt fram án nokkurrar hækkunar lífeyris þeirra, sem höfðu einungis lífeyri frá TR. Það var m.ö.o. lagt til, að lífeyrir þessa fólks héldist áfram við fátæktarmörk! Öll frítekjumörk voru afnumin í upphaflegu frumvarpi og skerðingarhlutfall 45%. Vegna mikilla mótmæla eldri borgara lét ríkisstjórnin undan og hækkaði lífeyri þeirra verst stöddu meðal aldraðra og öryrkja lítilsháttar og jafnframt var þá tekið upp 25 þús. kr. frítekjumark vegna allra tekna. Það þýddi lækkun á frítekjumarki vegna atvinnutekna úr 109 þúsund á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Enn meira klúður var vegna öryrkja. Vegna þess, að öryrkjar voru ekki tilbúnir að samþykkja starfsgetumat ætlaði ríkisstjórnin upphaflega ekki að hækka lífeyri öryrkja um eina krónu en féll síðan frá því og ákvað að hækka lífeyri öryrkja með framfærsluuppbót. Framfærsluuppbótin verður síðan skert um krónu á móti krónu við minnstu tekjur sem öryrkjar afla sér. Þannig er öryrkjum og öldruðum mismunað, þar eð krónu á móti krónu skerðingin er afnumin hjá öldruðum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Sjá meira
Nýju lögin um almannatryggingar, sem samþykkt voru á Alþingi á lokadögum þingsins fyrir þingslit sl. haust, eru meingölluð. Stærsti gallinn er sá, að lífeyrir aldraðra og öryrkja, sem einungis hafa lífeyri frá TR, dugar ekki til framfærslu. Annar stór galli á nýju lögunum er sá, að skerðingar tryggingalífeyris vegna greiðslna úr lífeyrissjóði og vegna tekna af atvinnu og fjármagni eru alltof miklar. Einkum kvarta eldri borgarar mikið vegna aukinna skerðinga af völdum atvinnutekna. Þeir segja, að það sé verið að flæma þá af vinnumarkaðnum enda þótt fráfarandi ríkisstjórn hafi sagt, að hún vildi greiða fyrir atvinnuþátttöku eldri borgara. En gert var þveröfugt: Frítekjumark vegna atvinnutekna var lækkað úr 109 þúsund á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Óánægja vegna skerðinga af völdum lífeyrissjóða er einnig mikil en sjóðfélagar eru orðnir dofnir vegna áratuga skerðinga á lífeyri þeirra; þar er um að ræða skerðingu (hálfgerða eignaupptöku) vegna lífeyris, sem eldri borgarar eiga í lífeyrissjóðunum og fá greiddan. Það er dregið aðeins úr þessum skerðingum í nýju lögunum en það er ekki nóg: Það á að afnema skerðingarnar alveg. Það er krafa Félags eldri borgara í Reykjavík og það er krafa mín. Það verður enginn friður fyrr en stjórnvöld verða við þessari kröfu. Ríkið hrifsar óbeint mikinn hluta lífeyrissparnaðar aldraðra með skerðingum og sköttum. Það er óásættanlegt.Klúður Öll framganga fráfarandi félagsmálaráðherra og ríkisstjórnar í sambandi við nýju lögin um TR hefur verið eitt klúður. Upphaflega var frumvarp um lögin lagt fram án nokkurrar hækkunar lífeyris þeirra, sem höfðu einungis lífeyri frá TR. Það var m.ö.o. lagt til, að lífeyrir þessa fólks héldist áfram við fátæktarmörk! Öll frítekjumörk voru afnumin í upphaflegu frumvarpi og skerðingarhlutfall 45%. Vegna mikilla mótmæla eldri borgara lét ríkisstjórnin undan og hækkaði lífeyri þeirra verst stöddu meðal aldraðra og öryrkja lítilsháttar og jafnframt var þá tekið upp 25 þús. kr. frítekjumark vegna allra tekna. Það þýddi lækkun á frítekjumarki vegna atvinnutekna úr 109 þúsund á mánuði í 25 þúsund á mánuði. Enn meira klúður var vegna öryrkja. Vegna þess, að öryrkjar voru ekki tilbúnir að samþykkja starfsgetumat ætlaði ríkisstjórnin upphaflega ekki að hækka lífeyri öryrkja um eina krónu en féll síðan frá því og ákvað að hækka lífeyri öryrkja með framfærsluuppbót. Framfærsluuppbótin verður síðan skert um krónu á móti krónu við minnstu tekjur sem öryrkjar afla sér. Þannig er öryrkjum og öldruðum mismunað, þar eð krónu á móti krónu skerðingin er afnumin hjá öldruðum. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar