Körfubolti

Meistaraefnin í vandræðum með New Orleans | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stephen Curry skoraði 30 stig í sigri á New Orleans.
Stephen Curry skoraði 30 stig í sigri á New Orleans. vísir/getty
Sex leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt.

Golden State Warriors þurfti að hafa mikið fyrir því að vinna New Orleans Pelicans á útivelli. Lokatölur 109-113, Golden State í vil.

Stephen Curry var með 30 stig í liði Golden State og Kevin Durant skoraði 27 stig. Þá var Draymond Green með þrefalda tvennu; 12 stig, 12 fráköst og 10 stoðsendingar. Hann stal einnig fjórum boltum, þ.á.m. einu sinni frá Anthony Davis á mikilvægu augnabliki á lokasekúndunum.

Davis var stigahæstur í liði New Orleans með 28 stig.

Kevin Love skoraði 29 stig og tók 13 fráköst þegar Cleveland Cavaliers vann sterkan sigur á Memphis Grizzlies, 103-86. Þetta var fimmti sigur meistarana í röð en þeir sitja á toppnum í Austurdeildinni. LeBron James og J.R. Smith skoruðu báðir 23 stig fyrir Cleveland í nótt.

Zach Randolph skoraði 18 stig fyrir Memphis sem var búið að vinna fimm leiki í röð áður en að leiknum í nótt kom.

Portland Trail Blazers vann góðan sigur á Oklahoma City Thunder, 114-95.

Mason Plumlee var stigahæstur í jöfnu liði Portland með 18 stig. Damian Lillard kom næstur með 17 stig.

Russell Westbrook var að vanda atkvæðamestur hjá Oklahoma. Hann skoraði 20 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar.

Úrslitin í nótt:

New Orleans 109-113 Oklahoma

Cleveland 103-86 Memphis

Portland 114-95 Oklahoma

Atlanta 120-131 Orlando

Chicago 94-99 Minnesota

Phoenix 113-111 NY Knicks

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×