Körfubolti

Durant gaf skóla í OKC sex og hálf milljón

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kevin Durant.
Kevin Durant. Vísir/Getty
Kevin Durant hefur ennþá sterkar taugar til Oklahoma City og kappinn sýndi það í verki á dögunum.

Kevin Durant yfirgaf Oklahoma City Thunder liðið í sumar eftir átta ár með liðinu og samdi við Golden State Warriors. Margir íbúar í Oklahoma City og nágrenni máluðu hann sem svikara.  

Durant hefur fundið sig vel á nýjum stað í Oakland en hann hefur ekki gleymt tengingum sínum til Oklahoma City.

Góðgerðasamtök Kevin Durant ákváðu að gefa skóla heimilislausra barna,  Positive Tomorrows , 57 þúsund dollara á dögunum en það jafngildir sex og hálfri milljón í íslenskum krónum.

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Kevin Durant kemur sterkur inn hjá Positive Tomorrows skólanum. Hann hefur gefið börnum skólans skó á jólum, hann fjármagnaði sumarnámskeið og hann borgaði fyrir nýtt eldhús og kaffiteríu í skólanum.

Nú er að sjá hvort fólkið í Oklahoma City sé tilbúið að taka Kevin Durant eitthvað í sátt en hann mætir þangað í fyrsta sinn með Golden State Warriors liðinu 11. febrúar á nýju ári.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×