Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Þorgeir Helgason skrifar 15. desember 2016 07:00 Sjómenn lögðu niður störf klukkan átta í gærkvöldi og héldu til hafnar. Vísir/Vilhelm „Maður áttar sig illa á hvaða forsendur liggja að baki því að sjómenn eru enn ósáttir. Þess vegna verður erfitt fyrir samninganefndir að setjast aftur niður og átta sig á stöðunni til þess að hægt sé að bæta úr henni,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Verkfall sjómanna brast á klukkan átta í gærkvöldi í kjölfarið á því að Sjómannasamband Íslands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur felldu kjarasamninga í kosningu sem lauk í gær. Niðurstaðan var mjög afgerandi en rúmlega 86 prósent meðlima Sjómannafélags Íslands hafnaði samningnum. „Við áttum von á því að þetta yrði fellt en það kom á óvart hve afgerandi niðurstaðan var. Það er ágætt veganesti fyrir okkur þegar viðræðurnar hefjast á ný,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann telur að ekki muni nást að semja fyrir jól og því muni verkfallið standa fram á næsta ár.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka félags í sjávarútvegi.Heiðrún segir að niðurstaðan hafi ekki komið sér mikið á óvart. „Næsta skref er að ríkissáttasemjari boðar aðila á sinn fund en ég tel ólíklegt að það takist að semja fyrir jól. Þeir hafa fellt samninga í tvígang og við teljum að með síðasta samningnum hafi verið komið að miklu leyti til móts við kröfur sjómanna,“ segir Heiðrún. Jónas segir að laun sjómanna hafi lækkað um 30 prósent á einu ári vegna styrkingar krónunnar. „Ósættið felst, að því er ég best heyri, í stöðu efnahagsmála. Á meðan sjómenn eru á hlutaskiptum verður það auðvitað aldrei læknað með kjarasamningum,“ segir Heiðrún. „Staðan er sú að sjómenn vilja ekki þennan samning og þá þýðir það bara að við verðum að setja pressu á útgerðina. Það gerum við ekkert öðruvísi en með verkfalli. Við höfum verið beðnir af nokkrum aðilum að fresta aðgerðum en það er ekki í boði. Þá værum við ekki samkvæmir sjálfum okkur,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins. „Verkfall sjómanna verður til þess að öll vinnsla leggst af á landinu og tjónið verður verulegt. Að því er má áætla munu um sjö þúsund manns leggja niður störf. Allt þetta fólk er þá launalaust um lengri eða skemmri tíma,“ segir Heiðrún. Sé tekið mið af útflutningsverðmætum fiskafurða og að verkfallið vari í um 2 mánuði áætlar Heiðrún að tapið gæti numið 40 milljörðum króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
„Maður áttar sig illa á hvaða forsendur liggja að baki því að sjómenn eru enn ósáttir. Þess vegna verður erfitt fyrir samninganefndir að setjast aftur niður og átta sig á stöðunni til þess að hægt sé að bæta úr henni,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Verkfall sjómanna brast á klukkan átta í gærkvöldi í kjölfarið á því að Sjómannasamband Íslands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur felldu kjarasamninga í kosningu sem lauk í gær. Niðurstaðan var mjög afgerandi en rúmlega 86 prósent meðlima Sjómannafélags Íslands hafnaði samningnum. „Við áttum von á því að þetta yrði fellt en það kom á óvart hve afgerandi niðurstaðan var. Það er ágætt veganesti fyrir okkur þegar viðræðurnar hefjast á ný,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann telur að ekki muni nást að semja fyrir jól og því muni verkfallið standa fram á næsta ár.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka félags í sjávarútvegi.Heiðrún segir að niðurstaðan hafi ekki komið sér mikið á óvart. „Næsta skref er að ríkissáttasemjari boðar aðila á sinn fund en ég tel ólíklegt að það takist að semja fyrir jól. Þeir hafa fellt samninga í tvígang og við teljum að með síðasta samningnum hafi verið komið að miklu leyti til móts við kröfur sjómanna,“ segir Heiðrún. Jónas segir að laun sjómanna hafi lækkað um 30 prósent á einu ári vegna styrkingar krónunnar. „Ósættið felst, að því er ég best heyri, í stöðu efnahagsmála. Á meðan sjómenn eru á hlutaskiptum verður það auðvitað aldrei læknað með kjarasamningum,“ segir Heiðrún. „Staðan er sú að sjómenn vilja ekki þennan samning og þá þýðir það bara að við verðum að setja pressu á útgerðina. Það gerum við ekkert öðruvísi en með verkfalli. Við höfum verið beðnir af nokkrum aðilum að fresta aðgerðum en það er ekki í boði. Þá værum við ekki samkvæmir sjálfum okkur,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins. „Verkfall sjómanna verður til þess að öll vinnsla leggst af á landinu og tjónið verður verulegt. Að því er má áætla munu um sjö þúsund manns leggja niður störf. Allt þetta fólk er þá launalaust um lengri eða skemmri tíma,“ segir Heiðrún. Sé tekið mið af útflutningsverðmætum fiskafurða og að verkfallið vari í um 2 mánuði áætlar Heiðrún að tapið gæti numið 40 milljörðum króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Innlent Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Innlent Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Innlent Fleiri fréttir Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Sjá meira
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent
Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Innlent