Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Þorgeir Helgason skrifar 15. desember 2016 07:00 Sjómenn lögðu niður störf klukkan átta í gærkvöldi og héldu til hafnar. Vísir/Vilhelm „Maður áttar sig illa á hvaða forsendur liggja að baki því að sjómenn eru enn ósáttir. Þess vegna verður erfitt fyrir samninganefndir að setjast aftur niður og átta sig á stöðunni til þess að hægt sé að bæta úr henni,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Verkfall sjómanna brast á klukkan átta í gærkvöldi í kjölfarið á því að Sjómannasamband Íslands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur felldu kjarasamninga í kosningu sem lauk í gær. Niðurstaðan var mjög afgerandi en rúmlega 86 prósent meðlima Sjómannafélags Íslands hafnaði samningnum. „Við áttum von á því að þetta yrði fellt en það kom á óvart hve afgerandi niðurstaðan var. Það er ágætt veganesti fyrir okkur þegar viðræðurnar hefjast á ný,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann telur að ekki muni nást að semja fyrir jól og því muni verkfallið standa fram á næsta ár.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka félags í sjávarútvegi.Heiðrún segir að niðurstaðan hafi ekki komið sér mikið á óvart. „Næsta skref er að ríkissáttasemjari boðar aðila á sinn fund en ég tel ólíklegt að það takist að semja fyrir jól. Þeir hafa fellt samninga í tvígang og við teljum að með síðasta samningnum hafi verið komið að miklu leyti til móts við kröfur sjómanna,“ segir Heiðrún. Jónas segir að laun sjómanna hafi lækkað um 30 prósent á einu ári vegna styrkingar krónunnar. „Ósættið felst, að því er ég best heyri, í stöðu efnahagsmála. Á meðan sjómenn eru á hlutaskiptum verður það auðvitað aldrei læknað með kjarasamningum,“ segir Heiðrún. „Staðan er sú að sjómenn vilja ekki þennan samning og þá þýðir það bara að við verðum að setja pressu á útgerðina. Það gerum við ekkert öðruvísi en með verkfalli. Við höfum verið beðnir af nokkrum aðilum að fresta aðgerðum en það er ekki í boði. Þá værum við ekki samkvæmir sjálfum okkur,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins. „Verkfall sjómanna verður til þess að öll vinnsla leggst af á landinu og tjónið verður verulegt. Að því er má áætla munu um sjö þúsund manns leggja niður störf. Allt þetta fólk er þá launalaust um lengri eða skemmri tíma,“ segir Heiðrún. Sé tekið mið af útflutningsverðmætum fiskafurða og að verkfallið vari í um 2 mánuði áætlar Heiðrún að tapið gæti numið 40 milljörðum króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
„Maður áttar sig illa á hvaða forsendur liggja að baki því að sjómenn eru enn ósáttir. Þess vegna verður erfitt fyrir samninganefndir að setjast aftur niður og átta sig á stöðunni til þess að hægt sé að bæta úr henni,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Verkfall sjómanna brast á klukkan átta í gærkvöldi í kjölfarið á því að Sjómannasamband Íslands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur felldu kjarasamninga í kosningu sem lauk í gær. Niðurstaðan var mjög afgerandi en rúmlega 86 prósent meðlima Sjómannafélags Íslands hafnaði samningnum. „Við áttum von á því að þetta yrði fellt en það kom á óvart hve afgerandi niðurstaðan var. Það er ágætt veganesti fyrir okkur þegar viðræðurnar hefjast á ný,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann telur að ekki muni nást að semja fyrir jól og því muni verkfallið standa fram á næsta ár.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka félags í sjávarútvegi.Heiðrún segir að niðurstaðan hafi ekki komið sér mikið á óvart. „Næsta skref er að ríkissáttasemjari boðar aðila á sinn fund en ég tel ólíklegt að það takist að semja fyrir jól. Þeir hafa fellt samninga í tvígang og við teljum að með síðasta samningnum hafi verið komið að miklu leyti til móts við kröfur sjómanna,“ segir Heiðrún. Jónas segir að laun sjómanna hafi lækkað um 30 prósent á einu ári vegna styrkingar krónunnar. „Ósættið felst, að því er ég best heyri, í stöðu efnahagsmála. Á meðan sjómenn eru á hlutaskiptum verður það auðvitað aldrei læknað með kjarasamningum,“ segir Heiðrún. „Staðan er sú að sjómenn vilja ekki þennan samning og þá þýðir það bara að við verðum að setja pressu á útgerðina. Það gerum við ekkert öðruvísi en með verkfalli. Við höfum verið beðnir af nokkrum aðilum að fresta aðgerðum en það er ekki í boði. Þá værum við ekki samkvæmir sjálfum okkur,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins. „Verkfall sjómanna verður til þess að öll vinnsla leggst af á landinu og tjónið verður verulegt. Að því er má áætla munu um sjö þúsund manns leggja niður störf. Allt þetta fólk er þá launalaust um lengri eða skemmri tíma,“ segir Heiðrún. Sé tekið mið af útflutningsverðmætum fiskafurða og að verkfallið vari í um 2 mánuði áætlar Heiðrún að tapið gæti numið 40 milljörðum króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira