Sjómannaverkfall fram á nýtt ár Þorgeir Helgason skrifar 15. desember 2016 07:00 Sjómenn lögðu niður störf klukkan átta í gærkvöldi og héldu til hafnar. Vísir/Vilhelm „Maður áttar sig illa á hvaða forsendur liggja að baki því að sjómenn eru enn ósáttir. Þess vegna verður erfitt fyrir samninganefndir að setjast aftur niður og átta sig á stöðunni til þess að hægt sé að bæta úr henni,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Verkfall sjómanna brast á klukkan átta í gærkvöldi í kjölfarið á því að Sjómannasamband Íslands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur felldu kjarasamninga í kosningu sem lauk í gær. Niðurstaðan var mjög afgerandi en rúmlega 86 prósent meðlima Sjómannafélags Íslands hafnaði samningnum. „Við áttum von á því að þetta yrði fellt en það kom á óvart hve afgerandi niðurstaðan var. Það er ágætt veganesti fyrir okkur þegar viðræðurnar hefjast á ný,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann telur að ekki muni nást að semja fyrir jól og því muni verkfallið standa fram á næsta ár.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka félags í sjávarútvegi.Heiðrún segir að niðurstaðan hafi ekki komið sér mikið á óvart. „Næsta skref er að ríkissáttasemjari boðar aðila á sinn fund en ég tel ólíklegt að það takist að semja fyrir jól. Þeir hafa fellt samninga í tvígang og við teljum að með síðasta samningnum hafi verið komið að miklu leyti til móts við kröfur sjómanna,“ segir Heiðrún. Jónas segir að laun sjómanna hafi lækkað um 30 prósent á einu ári vegna styrkingar krónunnar. „Ósættið felst, að því er ég best heyri, í stöðu efnahagsmála. Á meðan sjómenn eru á hlutaskiptum verður það auðvitað aldrei læknað með kjarasamningum,“ segir Heiðrún. „Staðan er sú að sjómenn vilja ekki þennan samning og þá þýðir það bara að við verðum að setja pressu á útgerðina. Það gerum við ekkert öðruvísi en með verkfalli. Við höfum verið beðnir af nokkrum aðilum að fresta aðgerðum en það er ekki í boði. Þá værum við ekki samkvæmir sjálfum okkur,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins. „Verkfall sjómanna verður til þess að öll vinnsla leggst af á landinu og tjónið verður verulegt. Að því er má áætla munu um sjö þúsund manns leggja niður störf. Allt þetta fólk er þá launalaust um lengri eða skemmri tíma,“ segir Heiðrún. Sé tekið mið af útflutningsverðmætum fiskafurða og að verkfallið vari í um 2 mánuði áætlar Heiðrún að tapið gæti numið 40 milljörðum króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira
„Maður áttar sig illa á hvaða forsendur liggja að baki því að sjómenn eru enn ósáttir. Þess vegna verður erfitt fyrir samninganefndir að setjast aftur niður og átta sig á stöðunni til þess að hægt sé að bæta úr henni,“ segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Verkfall sjómanna brast á klukkan átta í gærkvöldi í kjölfarið á því að Sjómannasamband Íslands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Sjómannafélag Íslands og Sjómanna- og Vélstjórafélag Grindavíkur felldu kjarasamninga í kosningu sem lauk í gær. Niðurstaðan var mjög afgerandi en rúmlega 86 prósent meðlima Sjómannafélags Íslands hafnaði samningnum. „Við áttum von á því að þetta yrði fellt en það kom á óvart hve afgerandi niðurstaðan var. Það er ágætt veganesti fyrir okkur þegar viðræðurnar hefjast á ný,“ segir Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann telur að ekki muni nást að semja fyrir jól og því muni verkfallið standa fram á næsta ár.Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka félags í sjávarútvegi.Heiðrún segir að niðurstaðan hafi ekki komið sér mikið á óvart. „Næsta skref er að ríkissáttasemjari boðar aðila á sinn fund en ég tel ólíklegt að það takist að semja fyrir jól. Þeir hafa fellt samninga í tvígang og við teljum að með síðasta samningnum hafi verið komið að miklu leyti til móts við kröfur sjómanna,“ segir Heiðrún. Jónas segir að laun sjómanna hafi lækkað um 30 prósent á einu ári vegna styrkingar krónunnar. „Ósættið felst, að því er ég best heyri, í stöðu efnahagsmála. Á meðan sjómenn eru á hlutaskiptum verður það auðvitað aldrei læknað með kjarasamningum,“ segir Heiðrún. „Staðan er sú að sjómenn vilja ekki þennan samning og þá þýðir það bara að við verðum að setja pressu á útgerðina. Það gerum við ekkert öðruvísi en með verkfalli. Við höfum verið beðnir af nokkrum aðilum að fresta aðgerðum en það er ekki í boði. Þá værum við ekki samkvæmir sjálfum okkur,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins. „Verkfall sjómanna verður til þess að öll vinnsla leggst af á landinu og tjónið verður verulegt. Að því er má áætla munu um sjö þúsund manns leggja niður störf. Allt þetta fólk er þá launalaust um lengri eða skemmri tíma,“ segir Heiðrún. Sé tekið mið af útflutningsverðmætum fiskafurða og að verkfallið vari í um 2 mánuði áætlar Heiðrún að tapið gæti numið 40 milljörðum króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Verkfall sjómanna Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Sjá meira