Einn fremsti íþróttamaður Belga fékk leyfi fyrir líknardrápi: „Friðsæll dauði lætur mér líða vel“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2016 13:00 Marieke Vervoort vill ráða því sjálf hvenær hún kveður þennan heim. vísir/getty Marieke Vervoort, 37 ára belgísk kona sem vann gull og silfur í hjólastólaspretti á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í sumar, hefur fengið leyfi fyrir líknardrápi en hún vakti mikla athygli í sumar þegar hún sagði opinberlega að hún íhugaði að taka eigið líf beint eftir mótið í Ríó. Vervoort glímir við sjaldgæfan vöðvahrörnunarsjúkdóm en verkirnir eru svo svakalegir að hún vekur nágranna sína með öskrum á næturnar. Hún segir sögu sína í afar áhugaverðu viðtali við breska ríkisútvarpið. Vervoort er frá bænum Diest í Belgíu og er kölluð „The Beast from Diest“ eða skrímslið frá Diest. Þar er hún elskuð og dáð en risa auglýsingaskilti má finna í bænum með mynd af henni. Líknardráp var gert löglegt í Belgíu árið 2002 en afar erfitt er að komast í gegnum pappírsvinnuna og fá leyfið. Líknardráp er aðeins fyrir fólk með ólæknandi sjúkdóma en það er því miður raunveruleiki þessarar belgísku afrekskonu.Vervoort vann gull og silfur á ÓL.vísir/gettyDauðinn lætur mér líða vel „Ég veit hvernig mér líður núna en ég veit ekki hvernig líðanin verður eftir hálftíma. Kannski mun mér líða alveg skelfilega og ég fer í flogakast. Ég græt og öskra af sársauka. Ég þarf mikið af verkjalyfjum til að ráða við þetta,“ segir Vervoort sem greindist með sjúkdóminn 21 árs gömul. „Ég er oft spurð hvernig ég get náð svona árangri og brosað þrátt fyrir að vera á svona mikið af lyfjum sem éta upp vöðvana. Fyrir mér eru íþróttir og hjólastólasprettur einskonar lyf.“ Vervoort vann sem fyrr segir gull og silfurverðlaun á Ólympíumótinu í Ríó en þangað ætlaði hún ekki að fara nema að hún væri komin með líknardrápsleyfið. „Ég var svo þunglynd að ég hefði aldrei geta keppt án þess að vita af leyfinu. Ég hugsaði bara um hvernig ég ætti að taka eigið líf,“ segir hún. „Öllum sem fá þetta leyfi í Belgíu líður vel því það vill enginn deyja í sársauka. Það er gott að geta valið stundina sjálf. Það að geta valið hvenær þú ferð og vera með þeim sem þú elskar er svo fallegur dauðdagi. Fyrir mér er dauðinn friðsæll. Eitthvað sem lætur mér líða vel,“ segir Marieke Vervoort. Aðrar íþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sjá meira
Marieke Vervoort, 37 ára belgísk kona sem vann gull og silfur í hjólastólaspretti á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í sumar, hefur fengið leyfi fyrir líknardrápi en hún vakti mikla athygli í sumar þegar hún sagði opinberlega að hún íhugaði að taka eigið líf beint eftir mótið í Ríó. Vervoort glímir við sjaldgæfan vöðvahrörnunarsjúkdóm en verkirnir eru svo svakalegir að hún vekur nágranna sína með öskrum á næturnar. Hún segir sögu sína í afar áhugaverðu viðtali við breska ríkisútvarpið. Vervoort er frá bænum Diest í Belgíu og er kölluð „The Beast from Diest“ eða skrímslið frá Diest. Þar er hún elskuð og dáð en risa auglýsingaskilti má finna í bænum með mynd af henni. Líknardráp var gert löglegt í Belgíu árið 2002 en afar erfitt er að komast í gegnum pappírsvinnuna og fá leyfið. Líknardráp er aðeins fyrir fólk með ólæknandi sjúkdóma en það er því miður raunveruleiki þessarar belgísku afrekskonu.Vervoort vann gull og silfur á ÓL.vísir/gettyDauðinn lætur mér líða vel „Ég veit hvernig mér líður núna en ég veit ekki hvernig líðanin verður eftir hálftíma. Kannski mun mér líða alveg skelfilega og ég fer í flogakast. Ég græt og öskra af sársauka. Ég þarf mikið af verkjalyfjum til að ráða við þetta,“ segir Vervoort sem greindist með sjúkdóminn 21 árs gömul. „Ég er oft spurð hvernig ég get náð svona árangri og brosað þrátt fyrir að vera á svona mikið af lyfjum sem éta upp vöðvana. Fyrir mér eru íþróttir og hjólastólasprettur einskonar lyf.“ Vervoort vann sem fyrr segir gull og silfurverðlaun á Ólympíumótinu í Ríó en þangað ætlaði hún ekki að fara nema að hún væri komin með líknardrápsleyfið. „Ég var svo þunglynd að ég hefði aldrei geta keppt án þess að vita af leyfinu. Ég hugsaði bara um hvernig ég ætti að taka eigið líf,“ segir hún. „Öllum sem fá þetta leyfi í Belgíu líður vel því það vill enginn deyja í sársauka. Það er gott að geta valið stundina sjálf. Það að geta valið hvenær þú ferð og vera með þeim sem þú elskar er svo fallegur dauðdagi. Fyrir mér er dauðinn friðsæll. Eitthvað sem lætur mér líða vel,“ segir Marieke Vervoort.
Aðrar íþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sjá meira