Jómfrúarræða Nichole: Helsti styrkleiki tvítyngdra barna vanræktur í íslensku skólakerfi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. desember 2016 13:05 Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í morgun. Vísir/Anton Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, segist vona að í starfi sínu á Alþingi fái hún tækifæri til að greiða leið fyrir fleiri innflytjendur til að taka virkan þátt í íslensku samfélagi. Nichole hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í morgun undir dagskrárliðnum Störf þingsins. „Mér er það mikill heiður að standa hér í dag, í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotinn, sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgarrétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu. Ég tilheyri minnihlutahópi sem hefur nú réttilega fengið málsvara á Alþingi,“ sagði Nichole. Hún sagðist lánsöm að búa á Íslandi „þar sem mannréttindi, jafnrétti og lýðræði eru gildi sem við höldum hátt á lofti.“Helsti styrkleiki tvítyngdra barna hefur lítið sem ekkert gildi Nichole starfaði sem leikskólastjóri áður en hún tók sæti á Alþingi og segir hún að í menntakerfinu felist tækifæri til að jafna stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi, en þó finnist þar einnig mismunun milli innflytjenda og innfæddra. „Börnum sem tala fleiri en eitt tungumál er ekki boðið að efla móðurmál samhliða íslensku með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinu og að brottfall nemenda af erlendu bergi brotnu er töluvert hærra en íslenskra nemenda.“ Ræða Nichole virðist hafa snert marga í þingsalnum, meðal annars segist Björt Ólafsdóttir, flokksystir Nichole, hafa grátið og að mörg hjörtu í salnum hafi tekið kipp.Ræða Nichole í heild sinni:Virðulegur forsetiMér er það mikill heiður að standa hér í dag, í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotinn, sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgarrétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu. Ég tilheyri minnihlutahópi sem hefur nú réttilega fengið málsvara á Alþingi.Ég er lánsöm að búa á Íslandi þar sem mannréttindi, jafnrétti og lýðræði eru gildi sem við höldum hátt á lofti. Það þýðir auðvitað að innflytjendur hafa sama réttindi og standa jafnfætis Íslendingum hvað varðar tækifæri á vinnumarkaði, í skólakerfinu og almennt í samfélaginu.Sem leikskólastjóri var það minn heiður að þjóna mörgum fjölskyldum sem voru af erlendu bergi brotnar. Í því starfi upplifði ég að tækifæri allra á Íslandi eru ekki jöfn. Allt of oft heyrum við um mansal, mismun og brot á réttindum innflytjenda. Á sama tíma er talað um þörf fyrir „erlent vinnuafl“. Það er alls staðar skortur á vinnuafli í samfélaginu en allt of fáir útlendingar sem fá erlenda menntun sína metna til fulls. Þó að við innflytjendur séum einungis 10% af samfélaginu hér, erum við nóg stór hópur til þess að gera gagn og hafa áhrif á þróun samfélagsins.Í menntun og menntunarkerfi felst tækifæri til að jafna stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi. Þar finnst þó einnig mismunun á milli innflytjenda og innfæddra. Börnum sem tala fleiri en eitt tungumál er ekki boðið að efla móðurmál samhliða íslensku með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinu og að brottfall nemenda af erlendu bergi brotnu er töluvert hærra en íslenskra nemenda.Það er mín bjartasta von að í starfi mínu á Alþingi fái ég tækifæri til að greiða leið fyrir fleiri innflytjendur til að taka virkan þátt í íslensku samfélagi. Við þurfum á því að halda og þannig búum við til betra samfélag. Alþingi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Sjá meira
Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, segist vona að í starfi sínu á Alþingi fái hún tækifæri til að greiða leið fyrir fleiri innflytjendur til að taka virkan þátt í íslensku samfélagi. Nichole hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í morgun undir dagskrárliðnum Störf þingsins. „Mér er það mikill heiður að standa hér í dag, í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotinn, sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgarrétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu. Ég tilheyri minnihlutahópi sem hefur nú réttilega fengið málsvara á Alþingi,“ sagði Nichole. Hún sagðist lánsöm að búa á Íslandi „þar sem mannréttindi, jafnrétti og lýðræði eru gildi sem við höldum hátt á lofti.“Helsti styrkleiki tvítyngdra barna hefur lítið sem ekkert gildi Nichole starfaði sem leikskólastjóri áður en hún tók sæti á Alþingi og segir hún að í menntakerfinu felist tækifæri til að jafna stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi, en þó finnist þar einnig mismunun milli innflytjenda og innfæddra. „Börnum sem tala fleiri en eitt tungumál er ekki boðið að efla móðurmál samhliða íslensku með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinu og að brottfall nemenda af erlendu bergi brotnu er töluvert hærra en íslenskra nemenda.“ Ræða Nichole virðist hafa snert marga í þingsalnum, meðal annars segist Björt Ólafsdóttir, flokksystir Nichole, hafa grátið og að mörg hjörtu í salnum hafi tekið kipp.Ræða Nichole í heild sinni:Virðulegur forsetiMér er það mikill heiður að standa hér í dag, í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotinn, sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgarrétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu. Ég tilheyri minnihlutahópi sem hefur nú réttilega fengið málsvara á Alþingi.Ég er lánsöm að búa á Íslandi þar sem mannréttindi, jafnrétti og lýðræði eru gildi sem við höldum hátt á lofti. Það þýðir auðvitað að innflytjendur hafa sama réttindi og standa jafnfætis Íslendingum hvað varðar tækifæri á vinnumarkaði, í skólakerfinu og almennt í samfélaginu.Sem leikskólastjóri var það minn heiður að þjóna mörgum fjölskyldum sem voru af erlendu bergi brotnar. Í því starfi upplifði ég að tækifæri allra á Íslandi eru ekki jöfn. Allt of oft heyrum við um mansal, mismun og brot á réttindum innflytjenda. Á sama tíma er talað um þörf fyrir „erlent vinnuafl“. Það er alls staðar skortur á vinnuafli í samfélaginu en allt of fáir útlendingar sem fá erlenda menntun sína metna til fulls. Þó að við innflytjendur séum einungis 10% af samfélaginu hér, erum við nóg stór hópur til þess að gera gagn og hafa áhrif á þróun samfélagsins.Í menntun og menntunarkerfi felst tækifæri til að jafna stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi. Þar finnst þó einnig mismunun á milli innflytjenda og innfæddra. Börnum sem tala fleiri en eitt tungumál er ekki boðið að efla móðurmál samhliða íslensku með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinu og að brottfall nemenda af erlendu bergi brotnu er töluvert hærra en íslenskra nemenda.Það er mín bjartasta von að í starfi mínu á Alþingi fái ég tækifæri til að greiða leið fyrir fleiri innflytjendur til að taka virkan þátt í íslensku samfélagi. Við þurfum á því að halda og þannig búum við til betra samfélag.
Alþingi Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Fleiri fréttir Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent