Jómfrúarræða Nichole: Helsti styrkleiki tvítyngdra barna vanræktur í íslensku skólakerfi Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 15. desember 2016 13:05 Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í morgun. Vísir/Anton Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, segist vona að í starfi sínu á Alþingi fái hún tækifæri til að greiða leið fyrir fleiri innflytjendur til að taka virkan þátt í íslensku samfélagi. Nichole hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í morgun undir dagskrárliðnum Störf þingsins. „Mér er það mikill heiður að standa hér í dag, í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotinn, sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgarrétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu. Ég tilheyri minnihlutahópi sem hefur nú réttilega fengið málsvara á Alþingi,“ sagði Nichole. Hún sagðist lánsöm að búa á Íslandi „þar sem mannréttindi, jafnrétti og lýðræði eru gildi sem við höldum hátt á lofti.“Helsti styrkleiki tvítyngdra barna hefur lítið sem ekkert gildi Nichole starfaði sem leikskólastjóri áður en hún tók sæti á Alþingi og segir hún að í menntakerfinu felist tækifæri til að jafna stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi, en þó finnist þar einnig mismunun milli innflytjenda og innfæddra. „Börnum sem tala fleiri en eitt tungumál er ekki boðið að efla móðurmál samhliða íslensku með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinu og að brottfall nemenda af erlendu bergi brotnu er töluvert hærra en íslenskra nemenda.“ Ræða Nichole virðist hafa snert marga í þingsalnum, meðal annars segist Björt Ólafsdóttir, flokksystir Nichole, hafa grátið og að mörg hjörtu í salnum hafi tekið kipp.Ræða Nichole í heild sinni:Virðulegur forsetiMér er það mikill heiður að standa hér í dag, í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotinn, sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgarrétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu. Ég tilheyri minnihlutahópi sem hefur nú réttilega fengið málsvara á Alþingi.Ég er lánsöm að búa á Íslandi þar sem mannréttindi, jafnrétti og lýðræði eru gildi sem við höldum hátt á lofti. Það þýðir auðvitað að innflytjendur hafa sama réttindi og standa jafnfætis Íslendingum hvað varðar tækifæri á vinnumarkaði, í skólakerfinu og almennt í samfélaginu.Sem leikskólastjóri var það minn heiður að þjóna mörgum fjölskyldum sem voru af erlendu bergi brotnar. Í því starfi upplifði ég að tækifæri allra á Íslandi eru ekki jöfn. Allt of oft heyrum við um mansal, mismun og brot á réttindum innflytjenda. Á sama tíma er talað um þörf fyrir „erlent vinnuafl“. Það er alls staðar skortur á vinnuafli í samfélaginu en allt of fáir útlendingar sem fá erlenda menntun sína metna til fulls. Þó að við innflytjendur séum einungis 10% af samfélaginu hér, erum við nóg stór hópur til þess að gera gagn og hafa áhrif á þróun samfélagsins.Í menntun og menntunarkerfi felst tækifæri til að jafna stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi. Þar finnst þó einnig mismunun á milli innflytjenda og innfæddra. Börnum sem tala fleiri en eitt tungumál er ekki boðið að efla móðurmál samhliða íslensku með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinu og að brottfall nemenda af erlendu bergi brotnu er töluvert hærra en íslenskra nemenda.Það er mín bjartasta von að í starfi mínu á Alþingi fái ég tækifæri til að greiða leið fyrir fleiri innflytjendur til að taka virkan þátt í íslensku samfélagi. Við þurfum á því að halda og þannig búum við til betra samfélag. Alþingi Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Sjá meira
Nichole Leigh Mosty, þingmaður Bjartrar framtíðar, segist vona að í starfi sínu á Alþingi fái hún tækifæri til að greiða leið fyrir fleiri innflytjendur til að taka virkan þátt í íslensku samfélagi. Nichole hélt jómfrúarræðu sína á Alþingi í morgun undir dagskrárliðnum Störf þingsins. „Mér er það mikill heiður að standa hér í dag, í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotinn, sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgarrétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu. Ég tilheyri minnihlutahópi sem hefur nú réttilega fengið málsvara á Alþingi,“ sagði Nichole. Hún sagðist lánsöm að búa á Íslandi „þar sem mannréttindi, jafnrétti og lýðræði eru gildi sem við höldum hátt á lofti.“Helsti styrkleiki tvítyngdra barna hefur lítið sem ekkert gildi Nichole starfaði sem leikskólastjóri áður en hún tók sæti á Alþingi og segir hún að í menntakerfinu felist tækifæri til að jafna stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi, en þó finnist þar einnig mismunun milli innflytjenda og innfæddra. „Börnum sem tala fleiri en eitt tungumál er ekki boðið að efla móðurmál samhliða íslensku með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinu og að brottfall nemenda af erlendu bergi brotnu er töluvert hærra en íslenskra nemenda.“ Ræða Nichole virðist hafa snert marga í þingsalnum, meðal annars segist Björt Ólafsdóttir, flokksystir Nichole, hafa grátið og að mörg hjörtu í salnum hafi tekið kipp.Ræða Nichole í heild sinni:Virðulegur forsetiMér er það mikill heiður að standa hér í dag, í fyrsta sinn í pontu sem kjörinn þingmaður af erlendu bergi brotinn, sem hefur áunnið sér íslenskan ríkisborgarrétt. Ég segi það með þakklæti, stolti og virðingu. Ég tilheyri minnihlutahópi sem hefur nú réttilega fengið málsvara á Alþingi.Ég er lánsöm að búa á Íslandi þar sem mannréttindi, jafnrétti og lýðræði eru gildi sem við höldum hátt á lofti. Það þýðir auðvitað að innflytjendur hafa sama réttindi og standa jafnfætis Íslendingum hvað varðar tækifæri á vinnumarkaði, í skólakerfinu og almennt í samfélaginu.Sem leikskólastjóri var það minn heiður að þjóna mörgum fjölskyldum sem voru af erlendu bergi brotnar. Í því starfi upplifði ég að tækifæri allra á Íslandi eru ekki jöfn. Allt of oft heyrum við um mansal, mismun og brot á réttindum innflytjenda. Á sama tíma er talað um þörf fyrir „erlent vinnuafl“. Það er alls staðar skortur á vinnuafli í samfélaginu en allt of fáir útlendingar sem fá erlenda menntun sína metna til fulls. Þó að við innflytjendur séum einungis 10% af samfélaginu hér, erum við nóg stór hópur til þess að gera gagn og hafa áhrif á þróun samfélagsins.Í menntun og menntunarkerfi felst tækifæri til að jafna stöðu innflytjenda í íslensku samfélagi. Þar finnst þó einnig mismunun á milli innflytjenda og innfæddra. Börnum sem tala fleiri en eitt tungumál er ekki boðið að efla móðurmál samhliða íslensku með þeim afleiðingum að þeirra helsti styrkleiki hefur lítið sem ekkert gildi í íslenska skólakerfinu og að brottfall nemenda af erlendu bergi brotnu er töluvert hærra en íslenskra nemenda.Það er mín bjartasta von að í starfi mínu á Alþingi fái ég tækifæri til að greiða leið fyrir fleiri innflytjendur til að taka virkan þátt í íslensku samfélagi. Við þurfum á því að halda og þannig búum við til betra samfélag.
Alþingi Mest lesið Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Fleiri fréttir Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk á rússnesku landamærin Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri Sjá meira