Dómur þyngdur vegna pókerstaðar í Skeifunni Birgir Olgeirsson skrifar 15. desember 2016 16:17 Þríeykið var sakfellt fyrir að reka spilavíti í atvinnuskyni. Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir rekstur spilavítisins Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt manninn til 12 mánaða fangelsisvistar en þar af voru níu mánuðir á skilorði til tveggja ára. Hæstiréttur ákvað að að þyngja dóminn í 18 mánaða fangelsisvist, en við ákvörðun refsingarinnar var þess gætt að þáttur hans í málinu var veigamestur í þeim brotum sem sakfellt hefur verið fyrir. Ákvað Hæstiréttur að fresta skuli fullnustu 15 mánaða af refsingunni skilorðsbundið í tvö ár. Annar maður og kona höfðu einnig hlotið dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsins. Fengu þau níu mánaða fangelsisdóm í héraði, þar af sex mánuði á skilorði til tveggja ára. Hæstiréttur ákvað hins vegar í dag að milda refsingu þeirra þannig að fresta skal fullnustu refsingar þeirra og að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms haldi þau skilorði. Var það gert í ljósi þess að þáttur þeirra hafði verið mun veigaminni en mannsins sem fékk þyngsta dóminn og var einnig tekið tillit til þess að málsmeðferðin dróst verulega. Voru þau sakfelld fyrir brot almennra hegningarlaga og fyrir peningaþvætti með því að hafa á tilteknu tímabili rekið fjárhættuspilið og tekið, nýtt eða aflað sér ávinnings með því að reka það í atvinnuskyni og komið öðrum til þátttöku í þeim í húsnæði sem félag, sem þau voru í forsvari fyrir, leigði.Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Tengdar fréttir Dæmd í fangelsi fyrir rekstur á spilavíti í Skeifunni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn og eina konu til refsingar fyrir að reka spilavítið Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. 3. nóvember 2015 09:14 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hæstiréttur Íslands þyngdi í dag dóm yfir manni sem var sakfelldur fyrir rekstur spilavítisins Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði dæmt manninn til 12 mánaða fangelsisvistar en þar af voru níu mánuðir á skilorði til tveggja ára. Hæstiréttur ákvað að að þyngja dóminn í 18 mánaða fangelsisvist, en við ákvörðun refsingarinnar var þess gætt að þáttur hans í málinu var veigamestur í þeim brotum sem sakfellt hefur verið fyrir. Ákvað Hæstiréttur að fresta skuli fullnustu 15 mánaða af refsingunni skilorðsbundið í tvö ár. Annar maður og kona höfðu einnig hlotið dóma í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsins. Fengu þau níu mánaða fangelsisdóm í héraði, þar af sex mánuði á skilorði til tveggja ára. Hæstiréttur ákvað hins vegar í dag að milda refsingu þeirra þannig að fresta skal fullnustu refsingar þeirra og að hún falli niður að liðnum tveimur árum frá uppkvaðningu dóms haldi þau skilorði. Var það gert í ljósi þess að þáttur þeirra hafði verið mun veigaminni en mannsins sem fékk þyngsta dóminn og var einnig tekið tillit til þess að málsmeðferðin dróst verulega. Voru þau sakfelld fyrir brot almennra hegningarlaga og fyrir peningaþvætti með því að hafa á tilteknu tímabili rekið fjárhættuspilið og tekið, nýtt eða aflað sér ávinnings með því að reka það í atvinnuskyni og komið öðrum til þátttöku í þeim í húsnæði sem félag, sem þau voru í forsvari fyrir, leigði.Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Tengdar fréttir Dæmd í fangelsi fyrir rekstur á spilavíti í Skeifunni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn og eina konu til refsingar fyrir að reka spilavítið Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. 3. nóvember 2015 09:14 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Dæmd í fangelsi fyrir rekstur á spilavíti í Skeifunni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt tvo karlmenn og eina konu til refsingar fyrir að reka spilavítið Poker and Play í Skeifunni frá árinu 2010 til 2012. 3. nóvember 2015 09:14