
Borgarlínan – nútímasamgöngur á vaxandi borgarsvæði
Með hágæðakerfi almenningssamgangna er átt við kerfi hraðvagna (Bus Rapid Transit) eða léttlesta (Light Rail). Það sem einkennir slík kerfi, óháð því hvort um er að ræða hraðvagna eða léttlestir, er í megindráttum þrennt.
Í fyrsta lagi ferðast vagnarnir á sérakreinum og fá forgang á umferðarljósum. Þannig fæst áreiðanleiki og hraði og ferðatími er samkeppnishæfari við aðra ferðamáta.
Í öðru lagi er tíðni ferða mikil. Algeng tíðni vagna á annatímum er 5-7 mínútur en þar sem þörf er á meiri afkastagetu getur hún farið í um 2 mínútur.
Í þriðja lagi eru biðstöðvar yfirbyggðar og vandaðar, með farmiðasjálfsölum og upplýsingaskiltum sem sýna í rauntíma hvenær næsti vagn kemur. Aðgengi er fyrir alla þar sem vagnarnir stöðva þétt upp við brautarpalla sem eru í sömu hæð og gólf vagnanna.
Borgarlínan er afrakstur umfangsmikils og náins samstarfs sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu þar sem að baki liggja nákvæmar greiningar á framtíð samgangna á höfuðborgarsvæðinu.
Af hverju Borgarlína?
Hágæðakerfi almenningssamgangna er hryggjarstykkið í Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins til 2040. Borgarlína er lykilverkefni í samgöngum, hagkvæm og vistvæn leið til að auka flutningsgetu á milli sveitarfélaganna og gera þeim kleift að mæta tæplega 40% fjölgun íbúa og fjölgun ferðamanna án þess að álag á stofnvegakerfið aukist í sama hlutfalli.
Borgarlína er grundvöllur þess að sveitarfélögin geti þétt byggð í miðkjörnum og við línuna og vaxið án þess að brjóta nýtt land undir byggð utan skilgreindra vaxtarmarka. Með borgarlínu verður hægt að draga úr byggingarkostnaði og gera uppbyggingaraðilum kleift að byggja í þéttri byggð með minni kostnaði t.d. með því að fækka bílastæðum.
Á næstu 25 árum mun íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölga um a.m.k. 70.000. Umferðarspár sýna að þrátt fyrir miklar fjárfestingar í nýjum umferðarmannvirkjum aukast umferðartafir verulega ef þeim fjölgar ekki sem nýta sér aðra ferðamáta en einkabíl. Þess vegna eru afkastamiklar almenningssamgöngur mikilvægt lífsgæðamál fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins.
Hvað gera aðrar borgir?
Um allan heim hefur verið horfið frá því að skipuleggja borgir í kringum einkabílinn með fjölgun akreina og mislægra gatnamóta með tilheyrandi umferð og mengun. Líkt og á höfuðborgarsvæðinu er víða unnið að þróun og uppbyggingu hágæðakerfa almenningssamgangna samhliða þéttingu byggðar á áhrifasvæðum þeirra. Vaxandi borgir á Norðurlöndunum, sem eru sambærilegar höfuðborgarsvæðinu að stærð, vinna eftir sömu hugmyndafræði. Sem dæmi má nefna Stavanger, Þrándheim, Bergen, Álaborg og Óðinsvé.
Í Frakklandi hafa verið byggð léttlestakerfi í 25 borgum með færri en 250 þúsund íbúa. Í Bandaríkjunum og Kanada eru fjölmörg hágæðakerfi almenningssamgangna í undirbúningi eða framkvæmd samhliða þéttingu byggðar og endurnýtingu á vannýttum svæðum í borgum.
Á höfuðborgarsvæðinu og áhrifasvæði þess búa 70% af öllum íbúum landsins auk tugþúsunda ferðamanna. Rekstrargrundvöllurinn fyrir hraðvagnakerfi eða léttlestakerfi er því ótvírætt fyrir hendi.
Fjármögnunaraðferðir eru mismunandi eftir borgarsvæðum en í nær öllum tilfellum kemur ríkisvaldið að fjármögnun samgangnanna og í mörgum borgum koma einkaaðilar með fjármagn.
Samkomulagið
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu skrifuðu fyrir helgi undir samkomulag um innleiðingu hágæða almenningsamgangna. Hluti af því samkomulagi er að farið verði í viðræður við innanríkisráðuneyti og fjármálaráðuneyti ásamt Vegagerðinni um formlegt samstarf um fjármögnun og nauðsynlegar lagabreytingar.
Það er því mat okkar, borgarstjóra og bæjarstjóranna á höfuðborgarsvæðinu, að ný ríkisstjórn verði að koma að uppbyggingu hágæða almenningssamgöngukerfis á höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við sveitarfélögin og eftir atvikum einkaaðila.
Um borgarlínuna ríkir algjör samstaða meðal sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Með samstilltu átaki getum við aukið þjónustu við íbúana á svæðinu og lífsgæði þeirra um leið. Við getum dregið úr útblæstri gróðurhúsalofttegunda, fækkað slysum, stóraukið flutningsgetu samgöngukerfisins og minnkað fjárþörf til viðhalds vegakerfisins. Með tilkomu borgarlínu fæst hvatning til íbúa til að breyta ferðavenjum sínum – enda mun forgangsakstur hraðvagna eða léttlesta með hárri tíðni gera mörgum kleift að ferðast hraðar á milli staða en á einkabílnum.
Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs
Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarness
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur
Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar
Haraldur Líndal, bæjarstjóri Hafnarfjarðar
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar
Tengdar fréttir

Borgarlína og aðrar samgöngulínur
Fjármagn til samgöngumála er og hefur verið af skornum skammti. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi verður nýsamþykkt samgönguáætlun skorin niður um 13 milljarða og væntingar margra verða að engu.
Skoðun

Sanngirni að brenna 230 milljarða króna?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Strandveiðar eru ekki sóun
Örn Pálsson skrifar

„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“
Einar Ólafsson skrifar

SFS skuldar
Sigurjón Þórðarson skrifar

Hvar er hjálpin sem okkur var lofað?
Dagmar Valsdóttir skrifar

Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun
Svanur Guðmundsson skrifar

Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið
Elliði Vignisson skrifar

Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi
Matthías Arngrímsson skrifar

Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael!
Ólafur Ingólfsson skrifar

Aukið við sóun með einhverjum ráðum
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið
Arnar Laxdal skrifar

Vönduð vinnubrögð - alltaf!
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna
Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar

Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið
Gína Júlía Waltersdóttir skrifar

Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng
Katrín Sigurðardóttir skrifar

Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið!
Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar

Linsa Lífsins
Matthildur Björnsdóttir skrifar

„Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu?
Viðar Halldórsson skrifar

Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Netöryggi til framtíðar
Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar

Aftur á byrjunarreit
Hörður Arnarson skrifar

Norðurlandamet í fúski!
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám
Matthías Arngrímsson skrifar

Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja
Helen Ólafsdóttir skrifar

Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð!
Hjálmtýr Heiðdal skrifar

Hvert er markmið fulltrúalýðræðis?
Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar

Ég vona að þú gleymir mér ekki
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu?
Grétar Birgisson skrifar

Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það?
Davíð Bergmann skrifar