Gáfu lag til að gera heiminn betri Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. desember 2016 11:15 Gosar og Prins Póló í góðu jólastuði. Það er geggjað að fá svona frábært jólalag að gjöf,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Unicef á Íslandi. „Lagið mun veita okkur ómetanlega hjálp við að vekja athygli á sönnum gjöfum. Hægt er að hlusta á það og horfa á myndbandið við það á vefnum sannargjafir.is þar sem fólk getur keypt gjafabréf og gefið hvert öðru í jólagjöf. Hvert gjafabréf gefur hjálpargögn fyrir börn, svo sem námsgögn, hlý teppi og moskítónet. Þannig gera sannar gjafir fólki kleift að rétta hjálparhönd á einfaldan og skemmtilegan hátt.“ Sigríður segir sannar gjafir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi, ekki síst fyrir jólin, og nú leggi Prins Póló og hljómsveitin Gosar sitt af mörkum til að benda enn fleirum á þennan skemmtilega möguleika og gera heiminn betri. Í myndbandinu sem fylgir laginu koma meðal annars fyrir ofskreytt jólatré, jólaskreyttur Valdimar og tónlistarmenn að smakka vítamínbætt jarðhnetumauk í ískulda. „Við erum himinlifandi með lagið og myndbandið og þetta hlýja og góða framtak,“ segir Sigríður. „Lagið kemur manni síðan beint í jólaskapið!“ Hér er lagið tekið úti á götu. Þetta segir svo listamaðurinn Prins Póló um gerð lagsins Jólakveðju. Rétt fyrir síðustu jól greip mig gríðarleg jólastemning. Þar sem ég stóð inni í stofunni heima var eins og andi jólanna ætlaði að bera mig ofurliði. Ég staulaðist inn í svefnherbergi og greip með mér lítið Casio-hljómborð. Ég settist á rúmstokkinn og á skömmum tíma vall upp úr mér lítið jólalag. Ég stakk laginu ofan í skúffu þar til nú í haust þegar ég dustaði af því rykið. Þegar Gosarnir, þeir Valdimar Guðmundsson, Snorri Helgason, Teitur Magnússon og Jón Mýrdal, heimsóttu okkur fjölskylduna í sveitina um daginn þá var ég langt kominn með að hljóðrita lagið og fékk ég því drengina til að leggja raddir sínar og gítarþukl ofan á upptökuna. Því næst sendi ég lagið í hljóðblöndun til Axels Árnasonar. Þegar ég fékk lagið aftur í hendurnar velti ég því fyrir mér hvað ég ætti að gera við það og í anda boðskapar lagsins ákvað ég að gefa Unicef það.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. desember 2016. Lífið Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Það er geggjað að fá svona frábært jólalag að gjöf,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýsingafulltrúi hjá Unicef á Íslandi. „Lagið mun veita okkur ómetanlega hjálp við að vekja athygli á sönnum gjöfum. Hægt er að hlusta á það og horfa á myndbandið við það á vefnum sannargjafir.is þar sem fólk getur keypt gjafabréf og gefið hvert öðru í jólagjöf. Hvert gjafabréf gefur hjálpargögn fyrir börn, svo sem námsgögn, hlý teppi og moskítónet. Þannig gera sannar gjafir fólki kleift að rétta hjálparhönd á einfaldan og skemmtilegan hátt.“ Sigríður segir sannar gjafir hafa notið mikilla vinsælda hér á landi, ekki síst fyrir jólin, og nú leggi Prins Póló og hljómsveitin Gosar sitt af mörkum til að benda enn fleirum á þennan skemmtilega möguleika og gera heiminn betri. Í myndbandinu sem fylgir laginu koma meðal annars fyrir ofskreytt jólatré, jólaskreyttur Valdimar og tónlistarmenn að smakka vítamínbætt jarðhnetumauk í ískulda. „Við erum himinlifandi með lagið og myndbandið og þetta hlýja og góða framtak,“ segir Sigríður. „Lagið kemur manni síðan beint í jólaskapið!“ Hér er lagið tekið úti á götu. Þetta segir svo listamaðurinn Prins Póló um gerð lagsins Jólakveðju. Rétt fyrir síðustu jól greip mig gríðarleg jólastemning. Þar sem ég stóð inni í stofunni heima var eins og andi jólanna ætlaði að bera mig ofurliði. Ég staulaðist inn í svefnherbergi og greip með mér lítið Casio-hljómborð. Ég settist á rúmstokkinn og á skömmum tíma vall upp úr mér lítið jólalag. Ég stakk laginu ofan í skúffu þar til nú í haust þegar ég dustaði af því rykið. Þegar Gosarnir, þeir Valdimar Guðmundsson, Snorri Helgason, Teitur Magnússon og Jón Mýrdal, heimsóttu okkur fjölskylduna í sveitina um daginn þá var ég langt kominn með að hljóðrita lagið og fékk ég því drengina til að leggja raddir sínar og gítarþukl ofan á upptökuna. Því næst sendi ég lagið í hljóðblöndun til Axels Árnasonar. Þegar ég fékk lagið aftur í hendurnar velti ég því fyrir mér hvað ég ætti að gera við það og í anda boðskapar lagsins ákvað ég að gefa Unicef það.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. desember 2016.
Lífið Mest lesið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Langar fyrst og fremst að mínar stelpur eigi sem best líf“ Lífið Fleiri fréttir Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Cooper bað móðurina um hönd Hadid „Mér finnst gaman að láta sjokkera mig“ Brúðkaup ársins 2025 Heitt í hamsi hjá gestum á „helvíti á jörðu“ í Breiðholti Chris Rea hefur ekið heim um jólin í síðasta skipti Saga jarðaði alla við borðið Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein