Sonja og Helgi best á árinu 7. desember 2016 06:00 Sonja og Helgi með verðlaunin sín í hófi ÍF á Hótel Sögu í gær. Visir/Eyþór Það var skemmtileg stemning í hinu árlega hófi Íþróttasambands fatlaðra þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu. Byrjað var á því að veita Hvataverðlaun ÍF og þau hlaut að þessu sinni Helga Olsen, kennari og skautaþjálfari. Hún byrjaði að vinna með Íþróttasambandi fatlaðra árið 2005 er hún tók að sér þjálfun keppenda í listhlaupi á skautum fyrir alþjóðaleika Special Olympics í Japan. Hún hefur leitt skautastarf fyrir fatlaða á Íslandi og starfar nú hjá skautadeild Aspar. Í gegnum skautastarfið hafa fjölmargir Íslendingar fengið tækifæri til þátttöku á mótum bæði innanlands sem og erlendis.Jón Margeir fékk skjöldinn Afreksskjöld ÍF fékk síðan sundkappinn Jón Margeir Sverrisson. Skjöldinn fær Jón Margeir fyrir sitt framlag til íþrótta fatlaðra en hann hætti eftir Ólympíumótið í Ríó og ætlar að snúa sér að annarri íþróttaiðkun. Jón Margeir átti glæsilegan feril í lauginni en hápunkturinn kom klárlega á Ólympíumótinu í London árið 2012. Þá vann Jón Margeir til gullverðlauna og setti heimsmet í 200 metra skriðsundi í flokki S14 sem er flokkur þroskahamlaðra.Sonja best hjá konunum Íþróttakona ársins er sundkonan Sonja Sigurðardóttir en hún var að hljóta nafnbótina í þriðja sinn á ferlinum. Hún var einnig íþróttakona ársins árin 2008 og 2009. Sonja setti Íslandsmet í 50 metra baksundi á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó. Þar komst hún í úrslit og hafnaði í áttunda sæti. Sonja tók einnig þátt á Evrópumeistaramótinu og opna þýska meistaramótinu. „Það er mjög skemmtilegt að vinna þennan bikar,“ segir Sonja brosmild en hún var ánægð með árið hjá sér. Sérstaklega með Ólympíumótið í Ríó. „Ég var mjög ánægð með árið. Fór á þessi þrjú mót en náði toppnum í Ríó. Ég var ánægð með allt í Ríó, umhverfið, og mér leið mjög vel þar. Allir í hjólastólum og enginn að horfa á mig af því að ég væri öðruvísi.“ Sonja er búin að vera í sundinu í nítján ár en hún er alls ekkert á þeim buxunum að hætta á næstunni. „Ég mun halda eitthvað áfram. Kristín Rós [Hákonardóttir] var að synda í 20 ár minnir mig. Ég er alls ekkert á því að hætta strax. Á næsta ári fer ég á heimsmeistaramótið og þar er stefnan að toppa sjálfa mig eins og ég gerði í Ríó.“Helgi aftur bestur Helgi Sveinsson spjótkastari var svo útnefndur íþróttakarl ársins en þetta er annað árið í röð sem hann hlýtur þessa nafnbót og í þriðja sinn alls. Helgi varð Evrópumeistari á árinu. Helgi tók svo þátt á Ólympíumóti fatlaðra, setti Ólympíumet en hafnaði að lokum í fimmta sæti. Búið var að sameina nokkra flokka í spjótkastinu fyrir leikana og árangur Helga í hans flokki var framúrskarandi. „Svona nafnbót skiptir gríðarlegu máli og gaman að fá æðstu nafnbótina í flokki fatlaðra. Það er stefnan á hverju ári að ná sem bestum árangri,“ segir Helgi kátur en hann var ánægður með árið hjá sér. „Ég var ósáttur eftir Ólympíumetið en þegar ég lít yfir heildina get ég ekki verið annað en ánægður með þetta. Ég varð Evrópumeistari, setti nýtt Ólympíumótsmet og er sá eini í mínum fötlunarflokki sem komst í úrslit í spjótkastskeppninni. Þetta hefur breyst svolítið mikið við þessa sameiningu. Ég er að keppa við stráka sem eru minna fatlaðir en ég og þetta var því mjög gott.“ Helgi er æfa af krafti þessa dagana og á nýju ári bíða nýjar áskoranir. „Það er HM í London þar sem Ólympíumótið var 2012. Það verður gaman að mæta á þann völl aftur og gera enn betur en síðast. Ég er ekkert á því að fara að hætta. Á meðan skrokkurinn er í lagi og löngunin er svona mikil þá ætla ég að halda áfram. Ég held áfram þar til ég get ekki meir,“ segir Helgi og hlær við. Aðrar íþróttir Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Sjá meira
Það var skemmtileg stemning í hinu árlega hófi Íþróttasambands fatlaðra þar sem veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur á árinu. Byrjað var á því að veita Hvataverðlaun ÍF og þau hlaut að þessu sinni Helga Olsen, kennari og skautaþjálfari. Hún byrjaði að vinna með Íþróttasambandi fatlaðra árið 2005 er hún tók að sér þjálfun keppenda í listhlaupi á skautum fyrir alþjóðaleika Special Olympics í Japan. Hún hefur leitt skautastarf fyrir fatlaða á Íslandi og starfar nú hjá skautadeild Aspar. Í gegnum skautastarfið hafa fjölmargir Íslendingar fengið tækifæri til þátttöku á mótum bæði innanlands sem og erlendis.Jón Margeir fékk skjöldinn Afreksskjöld ÍF fékk síðan sundkappinn Jón Margeir Sverrisson. Skjöldinn fær Jón Margeir fyrir sitt framlag til íþrótta fatlaðra en hann hætti eftir Ólympíumótið í Ríó og ætlar að snúa sér að annarri íþróttaiðkun. Jón Margeir átti glæsilegan feril í lauginni en hápunkturinn kom klárlega á Ólympíumótinu í London árið 2012. Þá vann Jón Margeir til gullverðlauna og setti heimsmet í 200 metra skriðsundi í flokki S14 sem er flokkur þroskahamlaðra.Sonja best hjá konunum Íþróttakona ársins er sundkonan Sonja Sigurðardóttir en hún var að hljóta nafnbótina í þriðja sinn á ferlinum. Hún var einnig íþróttakona ársins árin 2008 og 2009. Sonja setti Íslandsmet í 50 metra baksundi á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó. Þar komst hún í úrslit og hafnaði í áttunda sæti. Sonja tók einnig þátt á Evrópumeistaramótinu og opna þýska meistaramótinu. „Það er mjög skemmtilegt að vinna þennan bikar,“ segir Sonja brosmild en hún var ánægð með árið hjá sér. Sérstaklega með Ólympíumótið í Ríó. „Ég var mjög ánægð með árið. Fór á þessi þrjú mót en náði toppnum í Ríó. Ég var ánægð með allt í Ríó, umhverfið, og mér leið mjög vel þar. Allir í hjólastólum og enginn að horfa á mig af því að ég væri öðruvísi.“ Sonja er búin að vera í sundinu í nítján ár en hún er alls ekkert á þeim buxunum að hætta á næstunni. „Ég mun halda eitthvað áfram. Kristín Rós [Hákonardóttir] var að synda í 20 ár minnir mig. Ég er alls ekkert á því að hætta strax. Á næsta ári fer ég á heimsmeistaramótið og þar er stefnan að toppa sjálfa mig eins og ég gerði í Ríó.“Helgi aftur bestur Helgi Sveinsson spjótkastari var svo útnefndur íþróttakarl ársins en þetta er annað árið í röð sem hann hlýtur þessa nafnbót og í þriðja sinn alls. Helgi varð Evrópumeistari á árinu. Helgi tók svo þátt á Ólympíumóti fatlaðra, setti Ólympíumet en hafnaði að lokum í fimmta sæti. Búið var að sameina nokkra flokka í spjótkastinu fyrir leikana og árangur Helga í hans flokki var framúrskarandi. „Svona nafnbót skiptir gríðarlegu máli og gaman að fá æðstu nafnbótina í flokki fatlaðra. Það er stefnan á hverju ári að ná sem bestum árangri,“ segir Helgi kátur en hann var ánægður með árið hjá sér. „Ég var ósáttur eftir Ólympíumetið en þegar ég lít yfir heildina get ég ekki verið annað en ánægður með þetta. Ég varð Evrópumeistari, setti nýtt Ólympíumótsmet og er sá eini í mínum fötlunarflokki sem komst í úrslit í spjótkastskeppninni. Þetta hefur breyst svolítið mikið við þessa sameiningu. Ég er að keppa við stráka sem eru minna fatlaðir en ég og þetta var því mjög gott.“ Helgi er æfa af krafti þessa dagana og á nýju ári bíða nýjar áskoranir. „Það er HM í London þar sem Ólympíumótið var 2012. Það verður gaman að mæta á þann völl aftur og gera enn betur en síðast. Ég er ekkert á því að fara að hætta. Á meðan skrokkurinn er í lagi og löngunin er svona mikil þá ætla ég að halda áfram. Ég held áfram þar til ég get ekki meir,“ segir Helgi og hlær við.
Aðrar íþróttir Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Celtics festa þjálfarann í sessi Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Galdur orðinn leikmaður KR Eir hljóp inn í undanúrslitin „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fyrsta mamman til að verða númer eitt í heiminum Samdi við kríuna um að koma sér á brott Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti