Náttúruperlur við Rauðufossa Ólafur Örn Haraldsson skrifar 8. desember 2016 07:00 Það er stefna og starf Ferðafélags Íslands að kynna íslenska náttúru og hvetja fólk til að njóta hennar en um leið að vernda hana. Þetta kemur meðal annars fram í árbókum félagsins sem gefnar hafa verið út samfellt í 90 ár frá stofnun félagsins. Árbækur félagsins eru ein víðtækasta og vandaðasta heimild um náttúrufar, staðhætti, byggðir og óbyggðir landsins. Það var því ekki rétta orðalagið sem ég notaði á samfélagsmiðli og í blaðaviðtali þegar ég vildi benda á hversu ofurviðkvæm náttúra við uppsprettu Rauðufossakvíslar væri. Þetta var mín ónákvæmni og því töldu einhverjir að ætlunin hafi verið að halda svæðinu leyndu. Það er fjarri því að þetta sé ætlun Ferðafélagsins eða árbókarhöfundar. Þetta þarf að leiðrétta. Þvert á móti er svæðinu haldið mjög á lofti í árbók Ferðafélagsins 2010 sem undirritaður samdi og eru náttúruunnendur hvattir til að ganga þar en gæta að viðkvæmri náttúru. Í bókinni var svæðinu lýst heildstætt með fallegum myndum og texta sbr. hér að neðan. Í árbók Ferðafélagsins 2010 (bls. 74) eru birtar glæsilegar myndir af Rauðufossakvíslinni á bls. 72–75, fegurð svæðisins lýst og göngumenn hvattir til að leita þangað. Þar segir m.a. í texta: „Það er til mikils að vinna að skoða Rauðufossa og svæðið upp að Rauðufossafjöllum en þar leynast fagrir og óvenjulegir staðir … Göngumaður ætti að snúa för sinni upp með Rauðufossakvísl fyrir ofan fossinn … Fegurðin á þessari göngu er fyrst og fremst í ánni sjálfri og við hana því að þar er gróður einstaklega fallegur, bæði á árbökkum og í grynnsta vatninu. Hér er lögð þung áhersla á að svæðið er viðkvæmt enda í 700-800 m hæð, dýjamosi við ána og þurr mosi á melum og önnur náttúrufegurð bíður þess seint bætur ef margir spora ógætilega. Því eru náttúruunnendur, sem leggja þessa göngu á sig, beðnir um að hlífa náttúrunni, taka sveig fram hjá viðkæmum stöðum, þannig að hún fái að standa óspillt og öllum til yndis sem þangað koma. Við Rauðufossafjöll og Dalakvísl er ósnortin fegurð og öræfakyrrð. Þeir sem leita að sterkum áhrifum óbyggðanna finna þau þarna.“Tilgangurinn að kynna landið Tilgangur Ferðafélags Íslands er að kynna landið og opna fyrir ferðamönnum og er það gert meðal annars með landlýsingum, kortagerð, uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferðamenn og ferðum um landið. Þegar vakin er athygli á einstökum náttúruperlum landsins þarf um leið að tryggja verndun þeirra og stýringu ferðamanna um svæðið. Þar þurfa margir að koma að verki. Ferðafélag Íslands hefur í áratugi átt gott samstarf og samleið með Ómari Ragnarssyni og nú með vönduðum þáttum Láru Ómarsdóttur sem vinna að sömu markmiðum og félagið. Nú hefur komið á daginn að þegar eru skemmdir við upptök Rauðufossakvíslar. Styrkja þarf skipulag sem verndar þetta náttúrufyrirbrigði um leið og sem flestir fái að njóta. Þar þurfa bæði áhugafólk, fjallmenn á Landmannaafrétti, sveitarfélag, ferðaþjónusta og Umhverfisstofnun að koma að verki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stefna og starf Ferðafélags Íslands að kynna íslenska náttúru og hvetja fólk til að njóta hennar en um leið að vernda hana. Þetta kemur meðal annars fram í árbókum félagsins sem gefnar hafa verið út samfellt í 90 ár frá stofnun félagsins. Árbækur félagsins eru ein víðtækasta og vandaðasta heimild um náttúrufar, staðhætti, byggðir og óbyggðir landsins. Það var því ekki rétta orðalagið sem ég notaði á samfélagsmiðli og í blaðaviðtali þegar ég vildi benda á hversu ofurviðkvæm náttúra við uppsprettu Rauðufossakvíslar væri. Þetta var mín ónákvæmni og því töldu einhverjir að ætlunin hafi verið að halda svæðinu leyndu. Það er fjarri því að þetta sé ætlun Ferðafélagsins eða árbókarhöfundar. Þetta þarf að leiðrétta. Þvert á móti er svæðinu haldið mjög á lofti í árbók Ferðafélagsins 2010 sem undirritaður samdi og eru náttúruunnendur hvattir til að ganga þar en gæta að viðkvæmri náttúru. Í bókinni var svæðinu lýst heildstætt með fallegum myndum og texta sbr. hér að neðan. Í árbók Ferðafélagsins 2010 (bls. 74) eru birtar glæsilegar myndir af Rauðufossakvíslinni á bls. 72–75, fegurð svæðisins lýst og göngumenn hvattir til að leita þangað. Þar segir m.a. í texta: „Það er til mikils að vinna að skoða Rauðufossa og svæðið upp að Rauðufossafjöllum en þar leynast fagrir og óvenjulegir staðir … Göngumaður ætti að snúa för sinni upp með Rauðufossakvísl fyrir ofan fossinn … Fegurðin á þessari göngu er fyrst og fremst í ánni sjálfri og við hana því að þar er gróður einstaklega fallegur, bæði á árbökkum og í grynnsta vatninu. Hér er lögð þung áhersla á að svæðið er viðkvæmt enda í 700-800 m hæð, dýjamosi við ána og þurr mosi á melum og önnur náttúrufegurð bíður þess seint bætur ef margir spora ógætilega. Því eru náttúruunnendur, sem leggja þessa göngu á sig, beðnir um að hlífa náttúrunni, taka sveig fram hjá viðkæmum stöðum, þannig að hún fái að standa óspillt og öllum til yndis sem þangað koma. Við Rauðufossafjöll og Dalakvísl er ósnortin fegurð og öræfakyrrð. Þeir sem leita að sterkum áhrifum óbyggðanna finna þau þarna.“Tilgangurinn að kynna landið Tilgangur Ferðafélags Íslands er að kynna landið og opna fyrir ferðamönnum og er það gert meðal annars með landlýsingum, kortagerð, uppbyggingu á aðstöðu fyrir ferðamenn og ferðum um landið. Þegar vakin er athygli á einstökum náttúruperlum landsins þarf um leið að tryggja verndun þeirra og stýringu ferðamanna um svæðið. Þar þurfa margir að koma að verki. Ferðafélag Íslands hefur í áratugi átt gott samstarf og samleið með Ómari Ragnarssyni og nú með vönduðum þáttum Láru Ómarsdóttur sem vinna að sömu markmiðum og félagið. Nú hefur komið á daginn að þegar eru skemmdir við upptök Rauðufossakvíslar. Styrkja þarf skipulag sem verndar þetta náttúrufyrirbrigði um leið og sem flestir fái að njóta. Þar þurfa bæði áhugafólk, fjallmenn á Landmannaafrétti, sveitarfélag, ferðaþjónusta og Umhverfisstofnun að koma að verki.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar