Körfubolti

Golden State með tangarhald á Clippers | Myndbönd

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Golden State Warriors er með tangarhald á Los Angeles Clippers í vesturdeild NBA-deildarinnar í körfubolta en Warriors vann sjöunda leikinn í röð í rimmu þessara liða í nótt og nú á útivelli, 115-98.

Klay Thompson var stigahæstur annan leikinn í röð hjá Golden State en hann skoraði 24 stig og hitti úr þremur af sex þriggja stiga skotum sínum. Klay var sjóðheitur í byrjun vikunnar þegar hann skoraði 60 stig á 29 mínútum.

Draymond Green skoraði 22 stig fyrir gestina en Steph Curry og Kevin Durant voru rólegir með 19 og 16 stig. Jamal Crawford var stigahæstur Clippers-manna með 21 stig af bekknum.

Cleveland Cavaliers er komið aftur í gang eftir þriggja leikja taphrinu og er nú búið að vinna tvo í röð. Það lagði New York Knicks örugglega í nótt á útivelli. 126-94, og er með árangurinn 15-5 í fyrstu 20 leikjum tímabilsins.

Kyrie Irvin var stigahæstur í liði Cleveland með 28 stig en LeBron James skoraði 25 stig, tók sex fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Tristan Thompson var eins og skrímsli undir körfunni en hann tók 20 fráköst.

Úrslit næturinnar:

Charlotte Hornes - Detroit Pistons 87-77

Orlando Magic - Boston Celtics 87-117

Brooklyn Nets - Denver Nuggets 116-111

Atlanta Hawks - Portland Trail Blazers 115-107

Houston Rockets - LA Lakers 134-95

NY Knicks - Cleveland Cavaliers 94-126

Dallas Mavericks - Sacramento Kings 89-120

Phoenix Suns - Indiana Pacers 94-109

LA Clippers - Golden State Warriors 98-115

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×