Þegar líður að jólum – Hugleiðing í skammdeginu Sigríður Ásta Olgeirsdóttir skrifar 9. desember 2016 00:00 Um þessar mundir er jólaundirbúningurinn í fullum gangi á flestum íslenskum heimilum. Annar sunnudagur í aðventu liðinn og sá þriðji rétt handan við hornið. Æ fleiri jólaseríum er stungið í samband og margir farnir að huga að jólasteikinni. Börnin föndra jólaskraut í skólanum og innan skamms kemur fyrsti jólasveinninn til byggða. En hvað eru þessi jól og til hvers höldum við upp á þau? Við höldum upp á jólin í svartasta skammdeginu, þegar sólin og sumarið er eins langt frá okkur og það getur orðið. Í heiðnum sið héldu menn stórar jólaveislur með mat og drykk og voru þær hugsaðar til að létta biðina eftir vori og lífga sálaryl. Ekki svo vitlaust. Þegar ég var barn héldum við upp á jólin til að fagna fæðingu frelsarans. Það er svolítið tabú viðhorf í íslensku samfélagi í dag. Skólarnir eiga helst að sleppa því að fara með börnin í kirkju fyrir jólin þar sem við erum jú mistrúuð og í hinum ýmsu trúfélögum. En hvað gerist þegar við förum í kirkju? Margir upplifa sérstakt andrúmsloft sem gæti stafað af því að í kirkjum er yfirleitt hátt til lofts og vítt til veggja enda hannaðar með ákveðið hlutverk í huga. Aðrir heillast af arkitektúrnum. Enn öðrum finnst gaman að syngja og ganga þess vegna í kirkjukórinn. Svo eru aðrir sem fara í kirkju til að fá tækifæri til að ræða við hinn heilaga anda. Það er kannski bara svolítið ævintýri að fá að koma inn í kirkju. Hvað gerum við þegar við förum til útlanda? Við förum meðal annars að skoða kirkjurnar og trúarhofin sama hverrar trúar við erum því það er eitthvað við þessar byggingar sem heillar okkur hvort sem það er skrautið, stóru rýmin, athafnirnar eða hvað sem er annað. Við skiptum hins vegar fæst snarlega um trú við eina heimsókn í kirkju eða annars konar trúarhof.Hollt að læra um sem flest trúarbrögð Trúin er yfirleitt eitthvað sem við fáum með uppeldinu og finnum svo einhvern tíma á lífsleiðinni hvort hún á við okkur eða ekki. Það er voðalega erfitt að fá einhvern sem trúir til að hætta að trúa og eins að fá einhvern sem ekki trúir til að trúa. Enda þó trúarbrögð hafi í gegn um tíðina oft verið notuð til misjafnra verka og valdið allt of mörgum stríðum og hörmungum þá eru þau í grunninn ekkert nema hjálpartæki einstaklingsins. Við höfum öll val, enginn veit hvort þú trúir nema þú og það kemur heldur engum við. Ég tel að það sé hollt að læra um sem flest trúarbrögð og kynnast boðskap þeirra og menningu. Við ættum þess vegna að velta því fyrir okkur hvort þessar kirkjuheimsóknir eru trúboð eða kannski bara eitt lítið jólaævintýri sama hvort við höldum upp á jólin til að stytta biðina eftir vori, fagna fæðingu frelsarans eða nýtum tækifærið til að fá frí frá vinnu eða skóla. Gleðileg jól! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jólafréttir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Um þessar mundir er jólaundirbúningurinn í fullum gangi á flestum íslenskum heimilum. Annar sunnudagur í aðventu liðinn og sá þriðji rétt handan við hornið. Æ fleiri jólaseríum er stungið í samband og margir farnir að huga að jólasteikinni. Börnin föndra jólaskraut í skólanum og innan skamms kemur fyrsti jólasveinninn til byggða. En hvað eru þessi jól og til hvers höldum við upp á þau? Við höldum upp á jólin í svartasta skammdeginu, þegar sólin og sumarið er eins langt frá okkur og það getur orðið. Í heiðnum sið héldu menn stórar jólaveislur með mat og drykk og voru þær hugsaðar til að létta biðina eftir vori og lífga sálaryl. Ekki svo vitlaust. Þegar ég var barn héldum við upp á jólin til að fagna fæðingu frelsarans. Það er svolítið tabú viðhorf í íslensku samfélagi í dag. Skólarnir eiga helst að sleppa því að fara með börnin í kirkju fyrir jólin þar sem við erum jú mistrúuð og í hinum ýmsu trúfélögum. En hvað gerist þegar við förum í kirkju? Margir upplifa sérstakt andrúmsloft sem gæti stafað af því að í kirkjum er yfirleitt hátt til lofts og vítt til veggja enda hannaðar með ákveðið hlutverk í huga. Aðrir heillast af arkitektúrnum. Enn öðrum finnst gaman að syngja og ganga þess vegna í kirkjukórinn. Svo eru aðrir sem fara í kirkju til að fá tækifæri til að ræða við hinn heilaga anda. Það er kannski bara svolítið ævintýri að fá að koma inn í kirkju. Hvað gerum við þegar við förum til útlanda? Við förum meðal annars að skoða kirkjurnar og trúarhofin sama hverrar trúar við erum því það er eitthvað við þessar byggingar sem heillar okkur hvort sem það er skrautið, stóru rýmin, athafnirnar eða hvað sem er annað. Við skiptum hins vegar fæst snarlega um trú við eina heimsókn í kirkju eða annars konar trúarhof.Hollt að læra um sem flest trúarbrögð Trúin er yfirleitt eitthvað sem við fáum með uppeldinu og finnum svo einhvern tíma á lífsleiðinni hvort hún á við okkur eða ekki. Það er voðalega erfitt að fá einhvern sem trúir til að hætta að trúa og eins að fá einhvern sem ekki trúir til að trúa. Enda þó trúarbrögð hafi í gegn um tíðina oft verið notuð til misjafnra verka og valdið allt of mörgum stríðum og hörmungum þá eru þau í grunninn ekkert nema hjálpartæki einstaklingsins. Við höfum öll val, enginn veit hvort þú trúir nema þú og það kemur heldur engum við. Ég tel að það sé hollt að læra um sem flest trúarbrögð og kynnast boðskap þeirra og menningu. Við ættum þess vegna að velta því fyrir okkur hvort þessar kirkjuheimsóknir eru trúboð eða kannski bara eitt lítið jólaævintýri sama hvort við höldum upp á jólin til að stytta biðina eftir vori, fagna fæðingu frelsarans eða nýtum tækifærið til að fá frí frá vinnu eða skóla. Gleðileg jól!
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun