Þeir fengu viðurkenningar sínar aðalfundi KÞÍ í höfuðstöðvum KSÍ í Laugardalnum í gær.
Heimir gerði karlalið FH að Íslandsmeisturum annað árið í röð og í fimmta sinn alls. FH fékk 43 stig í Pepsi-deild karla í sumar, fjórum stigum meira en Stjarnan sem endaði í 2. sæti.
Ólafur stýrði Stjörnunni til sigurs í Pepsi-deild kvenna í annað sinn á þremur árum.
Stjarnan vann 14 af 18 leikjum sínum í Pepsi-deild kvenna í sumar og tryggði sér titilinn með 4-0 sigri á FH í lokaumferð deildarinnar.
Þjálfarar ársins 2016 i mfl kk og kvk: Heimir Gudjónsson @fhingar og Ólafur Gudbjőrnsson @FCStjarnan . Til lukku drengir. pic.twitter.com/NMrHIv6hZ4
— KÞÍ (@kthiiceland) December 9, 2016
Verdlaun árid 2016 fyrir vel unnin stőrf i yngriflokkum: Halldor Ragnar @FCStjarnan ,Einar Gudna @Vikesfotbolti og Þórarinn E @FCStjarnan pic.twitter.com/EeGyQetb15
— KÞÍ (@kthiiceland) December 9, 2016