Skattamálin áhyggjuefni í viðræðunum Snærós Sindradóttir skrifar 22. nóvember 2016 06:00 Það mun ekki reynast vandamál að ná málamiðlun um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið í stjórnarmyndunarviðræðunum. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins innan Vinstri grænna sem reyna nú að mynda ríkisstjórn með fjórum flokkum sem allir leggja áherslu á að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um hvort þjóðin vilji aðildarviðræður við Evrópusambandið. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hófust í gær og verða með sama fyrirkomulagi og í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem sigldu í strand. Flokkarnir hafa allir tilnefnt fulltrúa sem fara yfir afmörkuð málefni fyrir hönd flokks síns.Baldur Þórhallsson.VÍSIR/HANNAFormenn flokkanna vinna að því að samræma stefnu, taka á álitamálum eða ágreiningsmálum sem málefnahóparnir ná ekki að leysa. „Það virðist vera mest bil á milli flokkanna þegar kemur að stjórnarskrárbreytingum, sjávarútvegsmálum og skattamálum,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Þátttakendur í stjórnarmyndunarviðræðunum sem Fréttablaðið ræddi við hafa áhyggjur af því að skattamálin muni reynast hvað erfiðust. Sérstaklega renni hugmyndir Vinstri grænna um að leggja á hátekjuskatt ekki ljúflega ofan í Viðreisnarfólk. „Ég hugsa að lausnin gæti orðið sú að skattleggja sjávarútveginn og ferðaþjónustuna sem gengur mjög vel og gæti að margra mati greitt meira í sameiginlega sjóði landsmanna,“ segir Baldur sem telur þá stöðu sem komin er upp í stjórnmálunum, sem og að nú þegar hafi stjórnarmyndunarviðræður runnið út í sandinn, auki samstarfs- og málamiðlunarvilja flokkanna. „Píratar hafa, að mér finnst, allir verið af vilja gerðir til að vinna með þessum miðju- og vinstriflokkum. Þeir eru stöðugt að senda frá sér þau skilaboð að þeir séu stjórntækur flokkur. Varðandi VG þá hefur flokkurinn ekki marga aðra kosti ef þetta gengur ekki upp. Ég held að þar á bæ leggi menn allt kapp á að þessir flokkar nái saman því það þýðir að öllum líkindum að formaður þeirra verði forsætisráðherra. Þessi stjórn er svo eina leið Samfylkingar til áhrifa á þessu kjörtímabili. Það er misskilningur að flokkar byggi sig betur upp utan stjórnar en innan.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Katrín búin að ræða við forsetann Formlegar stjórnarmyndunarviðræður, undir forystu VG, hefjast í dag. 21. nóvember 2016 09:01 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Það mun ekki reynast vandamál að ná málamiðlun um þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið í stjórnarmyndunarviðræðunum. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins innan Vinstri grænna sem reyna nú að mynda ríkisstjórn með fjórum flokkum sem allir leggja áherslu á að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um hvort þjóðin vilji aðildarviðræður við Evrópusambandið. Formlegar stjórnarmyndunarviðræður hófust í gær og verða með sama fyrirkomulagi og í stjórnarmyndunarviðræðum Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar sem sigldu í strand. Flokkarnir hafa allir tilnefnt fulltrúa sem fara yfir afmörkuð málefni fyrir hönd flokks síns.Baldur Þórhallsson.VÍSIR/HANNAFormenn flokkanna vinna að því að samræma stefnu, taka á álitamálum eða ágreiningsmálum sem málefnahóparnir ná ekki að leysa. „Það virðist vera mest bil á milli flokkanna þegar kemur að stjórnarskrárbreytingum, sjávarútvegsmálum og skattamálum,“ segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Þátttakendur í stjórnarmyndunarviðræðunum sem Fréttablaðið ræddi við hafa áhyggjur af því að skattamálin muni reynast hvað erfiðust. Sérstaklega renni hugmyndir Vinstri grænna um að leggja á hátekjuskatt ekki ljúflega ofan í Viðreisnarfólk. „Ég hugsa að lausnin gæti orðið sú að skattleggja sjávarútveginn og ferðaþjónustuna sem gengur mjög vel og gæti að margra mati greitt meira í sameiginlega sjóði landsmanna,“ segir Baldur sem telur þá stöðu sem komin er upp í stjórnmálunum, sem og að nú þegar hafi stjórnarmyndunarviðræður runnið út í sandinn, auki samstarfs- og málamiðlunarvilja flokkanna. „Píratar hafa, að mér finnst, allir verið af vilja gerðir til að vinna með þessum miðju- og vinstriflokkum. Þeir eru stöðugt að senda frá sér þau skilaboð að þeir séu stjórntækur flokkur. Varðandi VG þá hefur flokkurinn ekki marga aðra kosti ef þetta gengur ekki upp. Ég held að þar á bæ leggi menn allt kapp á að þessir flokkar nái saman því það þýðir að öllum líkindum að formaður þeirra verði forsætisráðherra. Þessi stjórn er svo eina leið Samfylkingar til áhrifa á þessu kjörtímabili. Það er misskilningur að flokkar byggi sig betur upp utan stjórnar en innan.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00 Katrín búin að ræða við forsetann Formlegar stjórnarmyndunarviðræður, undir forystu VG, hefjast í dag. 21. nóvember 2016 09:01 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Sjá meira
Píratar og Viðreisn lýsa yfir samstarfsvilja Formenn Pírata og Viðreisnar blása á sögusagnir um lítinn samstarfsvilja sín í milli. Flokkarnir hafa þótt líklegastir til að vera ljón í vegi við myndun fimm flokka ríkisstjórnar undir stjórn Vinstri grænna. Mál skýrast betur um helg 19. nóvember 2016 07:00
Katrín búin að ræða við forsetann Formlegar stjórnarmyndunarviðræður, undir forystu VG, hefjast í dag. 21. nóvember 2016 09:01