Fullkomin afsökun Trumps fyrir verndarstefnu Lars Christensen skrifar 23. nóvember 2016 09:00 Það er erfitt að finna góð hagfræðileg rök fyrir verndarstefnu. Hagfræðingar hafa vitað þetta að minnsta kosti síðan Adam Smith skrifaði Auðlegð þjóðanna 1776. Það hefur hins vegar ekki komið í veg fyrir að nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hafi lagt fram verndarstefnu sína. Kjarninn í verndarhugsun Trumps er sú hugmynd að viðskipti séu í eðli sínu jafnvirðisleikur. Öfugt við hefðbundna hagfræðilega hugsun, sem sér viðskipti sem hag beggja aðila, talar Trump um viðskipti út frá hugmyndinni um sigurvegara og tapara. Þetta þýðir að Trump aðhyllist í raun kaupauðgisstefnu þar sem auðlegð þjóðar er mæld eftir því hve mikið landið flytur út í samanburði við innflutning. Þess vegna má búast við því að stjórn Trumps muni fylgjast sérstaklega með viðskiptahalla Bandaríkjanna og ef viðskiptahallinn eykst er líklegt að Trump kenni löndum eins og Mexíkó og Kína um það.Stefnublanda Yellen og Trumps mun stórauka viðskiptahallannÞversögnin er sú að eigin stefna Trumps – sérstaklega fyrirhugaðar skattalækkanir og miklar fjárfestingar ríkisins í innviðum – ásamt líklegum viðbrögðum Seðlabankans við þenslu í ríkisfjármálum (hærri vextir) er í sjálfu sér líkleg til að auka viðskiptahalla Bandaríkjanna. Þannig mun þensla í ríkisfjármálum valda aukinni eftirspurn innanlands sem aftur leiðir til meiri innflutnings. Auk þess höfum við þegar séð dollarinn hressast í kjölfar kosningasigurs Donalds Trump þar sem markaðirnir reikna með ákveðnari vaxtahækkunum hjá Seðlabankanum til að halda aftur af „Trumpbólguþrýstingi“. Styrking dollarsins mun enn draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna og auka enn á viðskiptahallann. Auk þess hefur styrking dollarsins og óttinn við bandaríska verndarstefnu nú þegar valdið því að flestir nýmarkaðsgjaldmiðlar – þar á meðal kínverska renminbi og mexíkóski pesóinn – hafa veikst gagnvart Bandaríkjadollar.Hin fullkomna afsökunDonald Trump hefur þegar sagt að hann vilji að fjármálaráðuneytið skilgreini Kína sem gengisfalsara því hann telur að Kínverjar haldi gengi renminbi óeðlilega lágu gagnvart dollarnum til að ná „ósanngjörnu“ forskoti í viðskiptum við Bandaríkin. Og brátt mun hann hafa „sönnunina“ – viðskiptahalli Bandaríkjanna blæs út, útflutningur Kínverja til Bandaríkjanna eykst og renminbi heldur áfram að veikjast. Hins vegar myndu allir hagfræðingar auðvitað vita að þetta væri ekki afleiðing gengisstefnu Kínverja heldur bein afleiðing Trump-hagfræðinnar, nánar tiltekið fyrirhugaðrar þenslu í ríkisfjármálum. En það er ólíklegt að Trump hlusti á það. Það er greinilegt bergmál frá 9. áratugnum hérna. Skattalækkanir Reagans og aukin útgjöld til hernaðarmála ollu einnig „tvöföldum halla“ – meiri fjárlagahalla og auknum viðskiptahalla, og þótt Reagan hafi sannarlega ekki verið verndarsinni á sama hátt og Trump þá beygði hann sig engu að síður fyrir pólitískum þrýstingi heima fyrir og þrýstingi frá bandarískum útflytjendum. Á meðan hann sat í embætti var margvíslegum innflutningskvótum og tollum komið á, aðallega til að draga úr innflutningi til Bandaríkjanna frá Japan. Því miður virðist Trump áfjáður í að taka upp þessa misheppnuðu stefnu. Loks skal þess getið að 1985 tók svokallað Plaza-samkomulag gildi, sem neyddi Japani til að leyfa jeninu að styrkjast verulega (og dollarnum að veikjast). Plaza-samkomulagið stuðlaði vafalaust að verðhjöðnunarkreppunni í Japan sem hefur í raun verið viðvarandi fram á þennan dag. Maður óttast að nýtt Plaza-samkomulag, sem myndi styrkja renminbi og valda því að kínverska hagkerfið lenti í kreppu, sé blautur draumur Trumps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt að finna góð hagfræðileg rök fyrir verndarstefnu. Hagfræðingar hafa vitað þetta að minnsta kosti síðan Adam Smith skrifaði Auðlegð þjóðanna 1776. Það hefur hins vegar ekki komið í veg fyrir að nýkjörinn forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hafi lagt fram verndarstefnu sína. Kjarninn í verndarhugsun Trumps er sú hugmynd að viðskipti séu í eðli sínu jafnvirðisleikur. Öfugt við hefðbundna hagfræðilega hugsun, sem sér viðskipti sem hag beggja aðila, talar Trump um viðskipti út frá hugmyndinni um sigurvegara og tapara. Þetta þýðir að Trump aðhyllist í raun kaupauðgisstefnu þar sem auðlegð þjóðar er mæld eftir því hve mikið landið flytur út í samanburði við innflutning. Þess vegna má búast við því að stjórn Trumps muni fylgjast sérstaklega með viðskiptahalla Bandaríkjanna og ef viðskiptahallinn eykst er líklegt að Trump kenni löndum eins og Mexíkó og Kína um það.Stefnublanda Yellen og Trumps mun stórauka viðskiptahallannÞversögnin er sú að eigin stefna Trumps – sérstaklega fyrirhugaðar skattalækkanir og miklar fjárfestingar ríkisins í innviðum – ásamt líklegum viðbrögðum Seðlabankans við þenslu í ríkisfjármálum (hærri vextir) er í sjálfu sér líkleg til að auka viðskiptahalla Bandaríkjanna. Þannig mun þensla í ríkisfjármálum valda aukinni eftirspurn innanlands sem aftur leiðir til meiri innflutnings. Auk þess höfum við þegar séð dollarinn hressast í kjölfar kosningasigurs Donalds Trump þar sem markaðirnir reikna með ákveðnari vaxtahækkunum hjá Seðlabankanum til að halda aftur af „Trumpbólguþrýstingi“. Styrking dollarsins mun enn draga úr samkeppnishæfni Bandaríkjanna og auka enn á viðskiptahallann. Auk þess hefur styrking dollarsins og óttinn við bandaríska verndarstefnu nú þegar valdið því að flestir nýmarkaðsgjaldmiðlar – þar á meðal kínverska renminbi og mexíkóski pesóinn – hafa veikst gagnvart Bandaríkjadollar.Hin fullkomna afsökunDonald Trump hefur þegar sagt að hann vilji að fjármálaráðuneytið skilgreini Kína sem gengisfalsara því hann telur að Kínverjar haldi gengi renminbi óeðlilega lágu gagnvart dollarnum til að ná „ósanngjörnu“ forskoti í viðskiptum við Bandaríkin. Og brátt mun hann hafa „sönnunina“ – viðskiptahalli Bandaríkjanna blæs út, útflutningur Kínverja til Bandaríkjanna eykst og renminbi heldur áfram að veikjast. Hins vegar myndu allir hagfræðingar auðvitað vita að þetta væri ekki afleiðing gengisstefnu Kínverja heldur bein afleiðing Trump-hagfræðinnar, nánar tiltekið fyrirhugaðrar þenslu í ríkisfjármálum. En það er ólíklegt að Trump hlusti á það. Það er greinilegt bergmál frá 9. áratugnum hérna. Skattalækkanir Reagans og aukin útgjöld til hernaðarmála ollu einnig „tvöföldum halla“ – meiri fjárlagahalla og auknum viðskiptahalla, og þótt Reagan hafi sannarlega ekki verið verndarsinni á sama hátt og Trump þá beygði hann sig engu að síður fyrir pólitískum þrýstingi heima fyrir og þrýstingi frá bandarískum útflytjendum. Á meðan hann sat í embætti var margvíslegum innflutningskvótum og tollum komið á, aðallega til að draga úr innflutningi til Bandaríkjanna frá Japan. Því miður virðist Trump áfjáður í að taka upp þessa misheppnuðu stefnu. Loks skal þess getið að 1985 tók svokallað Plaza-samkomulag gildi, sem neyddi Japani til að leyfa jeninu að styrkjast verulega (og dollarnum að veikjast). Plaza-samkomulagið stuðlaði vafalaust að verðhjöðnunarkreppunni í Japan sem hefur í raun verið viðvarandi fram á þennan dag. Maður óttast að nýtt Plaza-samkomulag, sem myndi styrkja renminbi og valda því að kínverska hagkerfið lenti í kreppu, sé blautur draumur Trumps.
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun