Um síðust helgi varð hann fyrsti leikmaður fæddur eftir 2000 til að spila í einum af fimm stærstu deildum Evrópu og í gær varð hann síðan sá fyrsti fæddur eftir 1. janúar 2000 sem spilar í Meistaradeildinni.
Moise Kean er fæddur 28. febrúar 2000 og því enn bara sextán ára gamall. Það er því líka stórmerkilegt að hann fái að spila hjá ítölsku meisturunum í viðbót við það að vera fyrsti leikmaðurinn frá 21. öldinni.
Moise Kean er fæddur í bæ sem er aðeins í klukkutíma fjarlægð frá Torinó sem er einmitt heimaborg Juventus-liðsins.
Moise Kean kom inná sem varamaður fyrir Miralem Pjanic á 84. mínútu í 3-1 sigurleik Juventus á móti Sevilla í gær. Staðan var bara 1-1 þegar hann kom inn í leikinn.
Moise Kean fékk einnig sex mínútur í ítölsku A-deildinni um helgina þegar Juve vann 3-0 sigur á Pescara.
HISTÓRICO!!! Moise Kean es el PRIMER JUGADOR nacido a partir del 1 de enero del año 2000 que juega la Champions League. pic.twitter.com/DPCKzaL9fV
— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) November 22, 2016