
Peningalegur ómöguleiki
Seðlabanki Íslands starfar eftir verðbólgumarkmiði þar sem meginmarkmiðið er að halda ársverðbólgu sem næst 2,5%. Frá febrúar 2014 hefur verðbólga að meðaltali mælst 1,7% og því haldist talsvert undir skilgreindu markmiði, verðbólgan hefur með öðrum orðum verið of lág. Seðlabankinn hefur á þessum tíma kerfisbundið spáð hærri verðbólgu en raungerst hefur og því viðhaldið hærra raunvaxtastigi en ætlunin var. Nú er svo komið að raunvextir eru nánast hvergi hærri en á Íslandi og hafa verið hátt í 4% að meðaltali frá ársbyrjun 2014. Við skerum okkur úr.
Á vaxtaákvörðunarfundi þann 16. nóvember sl. birti Seðlabankinn spá um verðbólgu, spá sem lögð er til grundvallar vaxtaákvörðunum, en þar er gert ráð fyrir að verðbólga verði áfram undir markmiði fram á seinni árshelming 2018. Þrátt fyrir horfur á lágri verðbólgu og verðbólguvæntingar í markmiði töldu nefndarmenn ekki tilefni til vaxtalækkunar vegna hættu á vaxandi spennu í hagkerfinu. Hvað gerist þegar góðærinu lýkur og efnahagsslaki myndast á ný, krónan veikist og verðbólguhorfur versna, munu vextir þá lækka? Leyfum okkur að efast um það.
Það virðist sem hér ríki peningalegur ómöguleiki. Vextir hér á landi þurfa að haldast háir sama hvað á gengur.
Hávaxtastefna Seðlabankans dregur úr fjárfestingu í landinu, dregur úr hvata til nýsköpunar og ýtir undir efnahagslegt ójafnvægi þar sem gengisstyrking krónunnar færir neyslu úr landi. Það átti við fyrir hrun og á enn við í dag. Þessi hliðaráhrif er lítið rætt um á vaxtákvörðunarfundum. Það er ekki nauðsynlegt að vera eitt mesta hávaxtaríki heims. Ef ekki er hægt að lækka vexti núna hvenær þá?
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar

Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar
Sigvaldi Einarsson skrifar

Enginn skilinn eftir á götunni
Dagmar Valsdóttir skrifar

Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum
Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna
Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar

Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman?
Guðmundur Edgarsson skrifar

Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota?
Svanur Guðmundsson skrifar

Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við
Ian McDonald skrifar

Málþóf á kostnað ungs fólks
Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar

Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar

Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax
Dagmar Valsdóttir skrifar

Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum
Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu
Guttormur Þorsteinsson skrifar

Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig?
Haukur V. Alfreðsson skrifar

Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni?
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Sanngirni að brenna 230 milljarða króna?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Strandveiðar eru ekki sóun
Örn Pálsson skrifar

„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“
Einar Ólafsson skrifar

SFS skuldar
Sigurjón Þórðarson skrifar

Hvar er hjálpin sem okkur var lofað?
Dagmar Valsdóttir skrifar

Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun
Svanur Guðmundsson skrifar

Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið
Elliði Vignisson skrifar