Geir gríðarlega stoltur af sínu starfi hjá KSÍ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. nóvember 2016 06:00 vísir/anton Það bendir margt til þess að formannsslagur verði á ársþingi KSÍ í febrúar næstkomandi. Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, íhugar nú að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Geir Þorsteinssyni. „Þessi tíðindi komu mér á óvart,“ segir Geir er hann frétti af því að Guðni væri að íhuga framboð. Formaðurinn telur sig þó vera rétta manninn í starfið. „Það eru fram undan mörg stór verkefni hjá Knattspyrnusambandinu þar sem ég tel að reynsla mín og þekking komi til með að nýtast sambandinu vel á komandi árum.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða um framboð Guðna ber á góma. Hann hefur þó hingað til ekki viljað taka slaginn og er, eins og áður segir, ekki búinn að taka endanlega ákvörðun. Guðni vildi ekki gefa íþróttadeild viðtal á þessum tímapunkti og staðfesti eingöngu að hann væri að íhuga framboð.Mörg stór verkefni Þó svo Guðni ákveði að bjóða sig fram þá mun það ekki verða til þess að Geir stígi til hliðar og hleypi Guðna að borðinu baráttulaust. „Ég hafði ákveðið að bjóða mig aftur aftur fram enda er ég á kafi í stórum verkefnum eins og málefnum Laugardalsvallar. Ég hef hug á að halda áfram með þau og fá niðurstöðu í þau mál,“ segir formaðurinn. En hafði hann heyrt af því síðustu misseri að Guðni væri að íhuga framboð? „Nei. Það er alltaf einhver orðrómur samt um slíkt á lofti enda gengur Knattspyrnusambandinu frábærlega og það hefur gengið frábærlega síðustu ár. Ég er því ekkert hissa á því að menn líti til þess hýru auga.“Stoltur af mínu starfi Nú er að ljúka einstöku ári í íslenskri knattspyrnusögu þar sem A-landslið karla tók í fyrsta skipti þátt í lokakeppni stórmóts og A-landslið kvenna tryggði sig inn á lokamót EM í þriðja sinn. „Ég er gríðarlega stoltur af okkar, og mínu, starfi og er reiðubúinn til að leiða Knattspyrnusambandið áfram,“ segir Geir en hann fékk viðbrögð við væntanlegu mótframboði Guðna strax á mánudag. „Þetta vakti athygli og umræðu innan okkar hreyfingar. Ég held að það skipti miklu máli að halda áfram því góða starfi sem við höfum unnið. Að sú eining sem hefur ríkt haldi áfram og við getum haldið áfram að ná frábærum árangri.“ Þó svo vel hafi gengið hjá KSÍ þá hefur Geir oft verið gagnrýndur. Til að mynda á þessu ári fyrir að þiggja tveggja mánaða bónuslaunagreiðslur fyrir vinnu sína á EM á meðan aðrir starfsmenn KSÍ fengu einn mánuð greiddan í bónus. Formaðurinn var einnig gagnrýndur fyrir að ná ekki samningum við EA Sports svo Ísland yrði í FIFA-leiknum vinsæla. Á þeim tíma fór af stað umræða um hvort einhver ætlaði að bjóða sig fram gegn Geir á ársþinginu. Nafn Guðna kom fljótt upp í þeirri umræðu innan hreyfingarinnar og nú hillir undir að Guðni taki ákvörðun.Klár í formannsslag Þó svo það hafi komið sitjandi formanni á óvart að hugsanlega væri von á mótframboði þá er hann alls ekkert vonsvikinn yfir því að vera hugsanlega á leiðinni í formannsslag. „Það get ég aldrei verið. Mér finnst eðlilegt að menn horfi til þessa starfs. Þetta er starf sem örugglega margir horfa til og hefðu áhuga á að sinna. Ég er alltaf tilbúinn í kosningabaráttu,“ segir Geir en hann hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2007. Tíu ár þar á undan var hann framkvæmdastjóri sambandsins þannig að hann er að ná 20 árum í starfi fyrir Knattspyrnusamband Íslands. KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Það bendir margt til þess að formannsslagur verði á ársþingi KSÍ í febrúar næstkomandi. Guðni Bergsson, fyrrum landsliðsfyrirliði, íhugar nú að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni, Geir Þorsteinssyni. „Þessi tíðindi komu mér á óvart,“ segir Geir er hann frétti af því að Guðni væri að íhuga framboð. Formaðurinn telur sig þó vera rétta manninn í starfið. „Það eru fram undan mörg stór verkefni hjá Knattspyrnusambandinu þar sem ég tel að reynsla mín og þekking komi til með að nýtast sambandinu vel á komandi árum.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem umræða um framboð Guðna ber á góma. Hann hefur þó hingað til ekki viljað taka slaginn og er, eins og áður segir, ekki búinn að taka endanlega ákvörðun. Guðni vildi ekki gefa íþróttadeild viðtal á þessum tímapunkti og staðfesti eingöngu að hann væri að íhuga framboð.Mörg stór verkefni Þó svo Guðni ákveði að bjóða sig fram þá mun það ekki verða til þess að Geir stígi til hliðar og hleypi Guðna að borðinu baráttulaust. „Ég hafði ákveðið að bjóða mig aftur aftur fram enda er ég á kafi í stórum verkefnum eins og málefnum Laugardalsvallar. Ég hef hug á að halda áfram með þau og fá niðurstöðu í þau mál,“ segir formaðurinn. En hafði hann heyrt af því síðustu misseri að Guðni væri að íhuga framboð? „Nei. Það er alltaf einhver orðrómur samt um slíkt á lofti enda gengur Knattspyrnusambandinu frábærlega og það hefur gengið frábærlega síðustu ár. Ég er því ekkert hissa á því að menn líti til þess hýru auga.“Stoltur af mínu starfi Nú er að ljúka einstöku ári í íslenskri knattspyrnusögu þar sem A-landslið karla tók í fyrsta skipti þátt í lokakeppni stórmóts og A-landslið kvenna tryggði sig inn á lokamót EM í þriðja sinn. „Ég er gríðarlega stoltur af okkar, og mínu, starfi og er reiðubúinn til að leiða Knattspyrnusambandið áfram,“ segir Geir en hann fékk viðbrögð við væntanlegu mótframboði Guðna strax á mánudag. „Þetta vakti athygli og umræðu innan okkar hreyfingar. Ég held að það skipti miklu máli að halda áfram því góða starfi sem við höfum unnið. Að sú eining sem hefur ríkt haldi áfram og við getum haldið áfram að ná frábærum árangri.“ Þó svo vel hafi gengið hjá KSÍ þá hefur Geir oft verið gagnrýndur. Til að mynda á þessu ári fyrir að þiggja tveggja mánaða bónuslaunagreiðslur fyrir vinnu sína á EM á meðan aðrir starfsmenn KSÍ fengu einn mánuð greiddan í bónus. Formaðurinn var einnig gagnrýndur fyrir að ná ekki samningum við EA Sports svo Ísland yrði í FIFA-leiknum vinsæla. Á þeim tíma fór af stað umræða um hvort einhver ætlaði að bjóða sig fram gegn Geir á ársþinginu. Nafn Guðna kom fljótt upp í þeirri umræðu innan hreyfingarinnar og nú hillir undir að Guðni taki ákvörðun.Klár í formannsslag Þó svo það hafi komið sitjandi formanni á óvart að hugsanlega væri von á mótframboði þá er hann alls ekkert vonsvikinn yfir því að vera hugsanlega á leiðinni í formannsslag. „Það get ég aldrei verið. Mér finnst eðlilegt að menn horfi til þessa starfs. Þetta er starf sem örugglega margir horfa til og hefðu áhuga á að sinna. Ég er alltaf tilbúinn í kosningabaráttu,“ segir Geir en hann hefur verið formaður KSÍ frá árinu 2007. Tíu ár þar á undan var hann framkvæmdastjóri sambandsins þannig að hann er að ná 20 árum í starfi fyrir Knattspyrnusamband Íslands.
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ Fótbolti „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Fótbolti Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Fótbolti Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Íslenski boltinn Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Körfubolti Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti