Alfreð Gíslason: Það sem hefur gengið á er algjörlega út í hött Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2016 09:30 Vísir/Samsett mynd Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins Kiel, segir það útilokað að hann geti tekið við þýska landsliðinu af Degi Sigurðssyni. Alfreð lokar á möguleikann á það að taka við af Degi í viðtali í Morgunblaðinu í morgun. „Ég afþakkaði tilboð frá Þjóðverjum fyrir tveimur árum og ég get vel sagt að það sé freistandi að komast út úr þessu álagi að spila á þriggja daga fresti og taka við landsliði,“ sagði Alfreð í viðtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu. Það er bara einn hængur á. „Kiel gaf strax út þá tilkynningu að það væri útilokað að ég kæmist í burtu frá félaginu. Það var í rauninni gert áður en nokkur umræða fór í gang um nýjan þjálfara. Ég var alinn upp við það að standa við það sem maður lofar og það væri ekki sanngjarnt gegn þessum ungu leikmönnum sem ég hef verið að fá til Kiel og í rauninni að búa til nýtt lið að segja við þá að ég sé farinn,“ sagði Alfreð en samningur hans rennur út í júní 2019. Alfreð segir að ákvörðun Dags að hætta með þýska landsliðið hafi komið honum á óvart. „Ég veit ekki nákvæmlega af hverju Dagur tekur þessa ákvörðun en ég skil hann að mörgu leyti mjög vel. Fyrir þýska landsliðið eru þetta slæmar fréttir en núna er komin mikil breidd í liðið og margir ungir strákar sem eiga eftir að spila saman í mörg ár,“ sagði Alfreð. Alfreð tjáði sig líka um það að Guðmundur Guðmundsson væri að hætta með danska landsliðið þrátt fyrir að hafa gert liðið að Ólympíumeisturum. „Þetta sem hefur gengið á í danska landsliðinu er algjörlega út í hött. Það sem gerðist á Ólympíuleikunum er varla hægt að útskýra fyrir nokkrum heilvita manni. Ekki gátu Danir kvartað yfir lélegum árangri og ég skildi vel þá ákvörðun Guðmundar að láta ekki bjóða sér þetta lengur,“ sagði Alfreð og velti sér upp úr framtíð landa síns. „Það var aðeins í umræðunni hér í Þýskalandi að Gummi gæti tekið við þýska landsliðinu en ég held að sú stefna verði tekin að ráða þýskan þjálfara. Nafn hans hlýtur að koma upp þegar störf losna hjá stórum félögum eins og Paris SG og Veszprém.,“ sagði Alfreð. EM 2018 í handbolta Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira
Alfreð Gíslason, þjálfari þýska stórliðsins Kiel, segir það útilokað að hann geti tekið við þýska landsliðinu af Degi Sigurðssyni. Alfreð lokar á möguleikann á það að taka við af Degi í viðtali í Morgunblaðinu í morgun. „Ég afþakkaði tilboð frá Þjóðverjum fyrir tveimur árum og ég get vel sagt að það sé freistandi að komast út úr þessu álagi að spila á þriggja daga fresti og taka við landsliði,“ sagði Alfreð í viðtali við Guðmund Hilmarsson í Morgunblaðinu. Það er bara einn hængur á. „Kiel gaf strax út þá tilkynningu að það væri útilokað að ég kæmist í burtu frá félaginu. Það var í rauninni gert áður en nokkur umræða fór í gang um nýjan þjálfara. Ég var alinn upp við það að standa við það sem maður lofar og það væri ekki sanngjarnt gegn þessum ungu leikmönnum sem ég hef verið að fá til Kiel og í rauninni að búa til nýtt lið að segja við þá að ég sé farinn,“ sagði Alfreð en samningur hans rennur út í júní 2019. Alfreð segir að ákvörðun Dags að hætta með þýska landsliðið hafi komið honum á óvart. „Ég veit ekki nákvæmlega af hverju Dagur tekur þessa ákvörðun en ég skil hann að mörgu leyti mjög vel. Fyrir þýska landsliðið eru þetta slæmar fréttir en núna er komin mikil breidd í liðið og margir ungir strákar sem eiga eftir að spila saman í mörg ár,“ sagði Alfreð. Alfreð tjáði sig líka um það að Guðmundur Guðmundsson væri að hætta með danska landsliðið þrátt fyrir að hafa gert liðið að Ólympíumeisturum. „Þetta sem hefur gengið á í danska landsliðinu er algjörlega út í hött. Það sem gerðist á Ólympíuleikunum er varla hægt að útskýra fyrir nokkrum heilvita manni. Ekki gátu Danir kvartað yfir lélegum árangri og ég skildi vel þá ákvörðun Guðmundar að láta ekki bjóða sér þetta lengur,“ sagði Alfreð og velti sér upp úr framtíð landa síns. „Það var aðeins í umræðunni hér í Þýskalandi að Gummi gæti tekið við þýska landsliðinu en ég held að sú stefna verði tekin að ráða þýskan þjálfara. Nafn hans hlýtur að koma upp þegar störf losna hjá stórum félögum eins og Paris SG og Veszprém.,“ sagði Alfreð.
EM 2018 í handbolta Handbolti HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Unnu seinni leikinn en eru úr leik „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Viggó markahæstur í góðum sigri Erlangen Eins marks sigur Eyjamanna í Mosfellsbænum Donni með skotsýningu Átta marka tap FH í Tyrklandi Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Framarar enduðu langa taphrinu með sannfærandi sigri Gott kvöld fyrir Stiven og félaga Sjá meira