Síldarglaðningur á aðventunni Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 26. nóvember 2016 14:00 Á diskinum er kryddlegin síld og síldartartar með soðnu eggi, kartöflum, rúgbrauði, þurrkuðum beltisþara, loðnuhrognum, dilli og svo brennivínsstaup. Vísir/Ernir „Ég hef alltaf verið talsmaður fisksins og oft algerlega skipt kjöti út á aðventunni fyrir fisk,“ segir Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari á Aalto Bistro í Norræna húsinu. Hann segir uppistöðuna í sinni matreiðslu þar vera fiskmeti og grænmeti í svipuðum hlutföllum. „Í sambandi við fiskinn legg ég áherslu á þetta klassíska sem er náttúrlega síldin, líka lax í ýmsu formi og svo humar,“ lýsir hann. Sveinn útbjó fyrir okkur annars vegar síldarrétt og hinsvegar laxarétt, einfalda fallega og holla. Hér eru leiðbeiningar frá honum um gerð þeirra. Síldarglaðningurinn Hráefni: Marinerað síldarflak Egg Soðin kartafla Rauðlaukur Rúgbrauð Þurrkaður beltisþari Loðnuhrogn Dill Valhnetur Rósapipar Harðsjóðið eggið og kælið. Takið það í sundur og þvoið hvítuna þannig að hún sé alveg hrein. Skerið kartöfluna í bita og ristið hana í ofni, ásamt valhnetunum. Skerið rúgbrauðið í teninga. Leggið marinerað síldarflakið á disk. Berið fram með bökuðum kartöfluteningum og valhnetum sem stráð er á diskinn, skerið rúgbrauðið í teninga og stráið þeim einnig á diskinn. Takið harðsoðið egg og skerið eggjahvítuna í teninga og setjið á diskinn á milli kartöflunnar og brauðsins. Setjið eggjarauðuna heila á diskinn og loðnuhrognin ofan á og einnig inn á milli kartaflnanna og eggjanna. Myljið rósapipar yfir ásamt þurrkuðum beltisþara í flögum og fersku dilli. Setjið snaps í glas og berið fram með.Sveinn, vert á Aalto Bistro í Norræna húsinu, segir fisk og grænmeti til helminga uppistöðuna í sinni matargerð.Síldartartar 400 g kryddlegin síld í bitum 1 rautt chilli 4 stilkar kóríander Smá bútur engifer 1 rauðlaukur Safi úr ½ límónu Nýmulinn pipar. Saxið síldina frekar fínt, saxið chilli, engifer og kóríander saman við. Kreistið límónusafann saman við, piprið og blandið saman og látið standa í ca. 40 mínútur í kæli fyrir neyslu.Brauð með reyktum laxi og laxafrauði, skreytt með agúrkum, spínati, salatblöðum, soðnu eggi og fræjum. Vísir/ErnirLax á brauði Hráefni: Gróft brauð Reyktur lax í sneiðum Soðinn lax Rjómasletta Ferskar jurtir að eigin vali Reyktur lax í sneiðum er lagður á gróft brauð Þar ofan á er sett laxafrauð sem gert er á eftirfarandi hátt: Soðinn lax og reyktur lax eru maukaðir í matvinnsluvél. Út í maukið er sett smávegis af léttþeyttum rjóma og smávegis af ferskum jurtum sem fyrir hendi eru. Hrært létt. Brauðið er svo skreytt eftir smekk hvers og eins. Greinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016. Lífið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira
„Ég hef alltaf verið talsmaður fisksins og oft algerlega skipt kjöti út á aðventunni fyrir fisk,“ segir Sveinn Kjartansson, matreiðslumeistari á Aalto Bistro í Norræna húsinu. Hann segir uppistöðuna í sinni matreiðslu þar vera fiskmeti og grænmeti í svipuðum hlutföllum. „Í sambandi við fiskinn legg ég áherslu á þetta klassíska sem er náttúrlega síldin, líka lax í ýmsu formi og svo humar,“ lýsir hann. Sveinn útbjó fyrir okkur annars vegar síldarrétt og hinsvegar laxarétt, einfalda fallega og holla. Hér eru leiðbeiningar frá honum um gerð þeirra. Síldarglaðningurinn Hráefni: Marinerað síldarflak Egg Soðin kartafla Rauðlaukur Rúgbrauð Þurrkaður beltisþari Loðnuhrogn Dill Valhnetur Rósapipar Harðsjóðið eggið og kælið. Takið það í sundur og þvoið hvítuna þannig að hún sé alveg hrein. Skerið kartöfluna í bita og ristið hana í ofni, ásamt valhnetunum. Skerið rúgbrauðið í teninga. Leggið marinerað síldarflakið á disk. Berið fram með bökuðum kartöfluteningum og valhnetum sem stráð er á diskinn, skerið rúgbrauðið í teninga og stráið þeim einnig á diskinn. Takið harðsoðið egg og skerið eggjahvítuna í teninga og setjið á diskinn á milli kartöflunnar og brauðsins. Setjið eggjarauðuna heila á diskinn og loðnuhrognin ofan á og einnig inn á milli kartaflnanna og eggjanna. Myljið rósapipar yfir ásamt þurrkuðum beltisþara í flögum og fersku dilli. Setjið snaps í glas og berið fram með.Sveinn, vert á Aalto Bistro í Norræna húsinu, segir fisk og grænmeti til helminga uppistöðuna í sinni matargerð.Síldartartar 400 g kryddlegin síld í bitum 1 rautt chilli 4 stilkar kóríander Smá bútur engifer 1 rauðlaukur Safi úr ½ límónu Nýmulinn pipar. Saxið síldina frekar fínt, saxið chilli, engifer og kóríander saman við. Kreistið límónusafann saman við, piprið og blandið saman og látið standa í ca. 40 mínútur í kæli fyrir neyslu.Brauð með reyktum laxi og laxafrauði, skreytt með agúrkum, spínati, salatblöðum, soðnu eggi og fræjum. Vísir/ErnirLax á brauði Hráefni: Gróft brauð Reyktur lax í sneiðum Soðinn lax Rjómasletta Ferskar jurtir að eigin vali Reyktur lax í sneiðum er lagður á gróft brauð Þar ofan á er sett laxafrauð sem gert er á eftirfarandi hátt: Soðinn lax og reyktur lax eru maukaðir í matvinnsluvél. Út í maukið er sett smávegis af léttþeyttum rjóma og smávegis af ferskum jurtum sem fyrir hendi eru. Hrært létt. Brauðið er svo skreytt eftir smekk hvers og eins. Greinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 26. nóvember 2016.
Lífið Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Sjá meira